Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 10
8
BREIÐFIRÐINGUR
áratugi eftir 1930, en á hinum helmingnum ýmist einn eða fleiri
ábúendur. Auk þess húsmenn með sín heimili, fleiri en einn.
Jafnvel fjórir á tímabili. Þeir höfðu ekki ábúð en unnu hjá
öðrum að hluta. Þar á meðal voru hjónin Sveinbjörn Pétursson,
ættaður úr Svefneyjum, og Anna Björnsdóttir frá Hólum. Þau
Bjössi og Anna voru nægjusamt fólk, vel verki farin og iðin.
Þau áttu sér kindur í húsi, hænsni í kofa, kartöflugarð og bát í
vör. í lítilli skemmu að bæjarbaki smíðaði Bjössi margt fyrir
sig og aðra; margs konar stafaílát, s.s. fötur og bala, einnig
amboð og leikföng. Frá æsku hafði hann stundað sjó öðrum
þræði, m.a. á togurum, fram undir 1940. Anna var afar þrifin og
vandvirk og afkastamikil við að handprjóna ullarhosur til sölu.
Þau hjónin eignuðust ekki börn en ólu upp tvö fósturbörn sem
fóru að heiman uppkomin. Sveinbjörn varð heyrnardaufur
snemma á ævinni og ágerðist það fram undir 1940, að hann
missti heyrnina að fullu og lifði eftir það heyrnarlaus í hálfa
öld. Anna ólst upp í foreldrahúsum í Hólum í Reykhólasveit í
stórum systkinahópi, en fluttist til frænku sinnar í Látrum á
fermingaraldri. Fullorðin giftist hún Sveinbimi og fluttist með
honum í Skáleyjar. Síðar bjuggu þau um skeið í Svefneyjum og
Flatey og loks í Stykkishólmi þar sem þau dóu háöldruð.
Bjöm í Hólum, faðir Önnu, bjó við mikla ómegð á lítilli
jörð. Það þýddi auðvitað sára fátækt á þeim tíma, sem mætt var
með iðjusemi, spameytni og nýtni, sem einkenndi Hólasystkini
mörg eða flest þegar út í lífið kom. Þar má bæta við fleiri
fornum og þjóðlegum dyggðum. Bjössi í Hólum var vel hagur
á tré og málma, bókhneigður og hagmæltur, og eftir að hann
hætti búskap á efri árum var hann eftirsóttur til ákveðinna verka
sem ekki voru á allra færi. Þar má einkum nefna það að vinna
úr togi og hrosshári reiptögl og setja upp reipi sem þá voru enn
notuð og ómissandi á hverju búi. Þegar ég kynntist honum
fyrst, bam að aldri, kom hann stundum í Skáleyjar til Önnu,
aldraður maður og sjóndapur, þá til heimilis á Hríshóli. Af