Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
Vídalíns (VI. s. 114): „Þar er mjög ágángssamt af annarra
manna hestum, og verður illa varið.“
Reglur sýslumannsins eru mjög ákveðnar og settar strax
eftir að veikinnar verður vart, sem sýnir hve mönnum hefur
þótt málið grafalvarlegt. Hér má bæta við að í blaðinu Víkverja
1874 bls. 181 stendur í niðurlagi fréttabréfs af Skógarströnd
dagsettu 20. ágúst:
Á Háafelli í Miðdölum eru nú að sögn dauðar 4 kýr úr
miltissýki. Á Harastöðum í Miðdölum og Hamrendum í sama
hreppi og í Skriðukoti í Haukadalshreppi hefir einneigin brytt
á sams konar sýki. Miltið í hinni veiku skepnu verðr fjarska-
stórt og lint, og laust í sér sem soðhlaup, mjólkin hleypr út í
blóðið, svo það verðr svipað mjólkrblandi. Skepnan lifir dægr
og jafnvel skemur eptir það að á henni sér.
Ekki kemur fram hver er höfundur bréfsins, en það stappar
nærri vissu, að hann hafi verið séra Guðmundur Einarsson á
Breiðabólstað.
Amtmaður afgreiddi erindi sýslumanns Dalasýslu með því að skrifa
landlækni 30. mars 1886 og þar stendur: „leyfi eg mér að senda
herra landlækninum íyrrtéð bréf sem og eptirrit af bráðabyrgða-
ráðstöfunum þeim sem hafa verið gerðar“. Óskaði amtmaður eftir
að landlæknir léti „í té álit yðar um sjúkdóm þenna,... og sérstaklega
álit yðar, um hveijar ráðstafanir sé nauðsynlegar til þess að vama
sýkinni útbreiðslu, um meðferð hennar; og hinum pestdauðu leyfum
af gripunum“.
í svari landlæknis frá 31. mars 1886 kom fram að honum þóttu
skýrslur um sjúkdóminn ófullkomnar og óskaði að sér „yrði sent til
rannsóknar smá stykki af húð eða blóði... Enn fremur væri gott að
fá allar þær upplýsingar, sem mögulegt er að fá, um hin einstöku
lfffæri t. d. milta, og lungu og um það hve lengi naut það, er lánað var
að Stóra-Galtardal, var heima á Kjallaksstöðum, áður en það veiktist;
og hvort hægt væri að rekja sjúkdóminn til innfluttra húða.“