Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 10

Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 10
8 BREIÐFIRÐINGUR áratugi eftir 1930, en á hinum helmingnum ýmist einn eða fleiri ábúendur. Auk þess húsmenn með sín heimili, fleiri en einn. Jafnvel fjórir á tímabili. Þeir höfðu ekki ábúð en unnu hjá öðrum að hluta. Þar á meðal voru hjónin Sveinbjörn Pétursson, ættaður úr Svefneyjum, og Anna Björnsdóttir frá Hólum. Þau Bjössi og Anna voru nægjusamt fólk, vel verki farin og iðin. Þau áttu sér kindur í húsi, hænsni í kofa, kartöflugarð og bát í vör. í lítilli skemmu að bæjarbaki smíðaði Bjössi margt fyrir sig og aðra; margs konar stafaílát, s.s. fötur og bala, einnig amboð og leikföng. Frá æsku hafði hann stundað sjó öðrum þræði, m.a. á togurum, fram undir 1940. Anna var afar þrifin og vandvirk og afkastamikil við að handprjóna ullarhosur til sölu. Þau hjónin eignuðust ekki börn en ólu upp tvö fósturbörn sem fóru að heiman uppkomin. Sveinbjörn varð heyrnardaufur snemma á ævinni og ágerðist það fram undir 1940, að hann missti heyrnina að fullu og lifði eftir það heyrnarlaus í hálfa öld. Anna ólst upp í foreldrahúsum í Hólum í Reykhólasveit í stórum systkinahópi, en fluttist til frænku sinnar í Látrum á fermingaraldri. Fullorðin giftist hún Sveinbimi og fluttist með honum í Skáleyjar. Síðar bjuggu þau um skeið í Svefneyjum og Flatey og loks í Stykkishólmi þar sem þau dóu háöldruð. Bjöm í Hólum, faðir Önnu, bjó við mikla ómegð á lítilli jörð. Það þýddi auðvitað sára fátækt á þeim tíma, sem mætt var með iðjusemi, spameytni og nýtni, sem einkenndi Hólasystkini mörg eða flest þegar út í lífið kom. Þar má bæta við fleiri fornum og þjóðlegum dyggðum. Bjössi í Hólum var vel hagur á tré og málma, bókhneigður og hagmæltur, og eftir að hann hætti búskap á efri árum var hann eftirsóttur til ákveðinna verka sem ekki voru á allra færi. Þar má einkum nefna það að vinna úr togi og hrosshári reiptögl og setja upp reipi sem þá voru enn notuð og ómissandi á hverju búi. Þegar ég kynntist honum fyrst, bam að aldri, kom hann stundum í Skáleyjar til Önnu, aldraður maður og sjóndapur, þá til heimilis á Hríshóli. Af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.