Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 15
BREIÐFIRÐINGUR 15
um minni ríkisafskipti og lægri skatta, að efla þjónustu við fólk í dreif
býlinu.
„Ég tala nú stundum um að úti á landi þurfi að stunda lands
byggðarkapítalisma eða heldur „vinstri sinnaðri“ en kapítalismi er í
sjálfu sér. Við þurfum að vera nokkuð sjálfbær um alla þjónustu þar
sem ríkið hefur dregið úr sinni; þá þurfa sveitarfélögin að grípa inn í
og fámennið veldur því að einkaaðilar sjá ekki hag sínum borgið að
sinna ákveðinni þjónustu s.s. líkamsrækt, rekstri á tjaldsvæði og þess
háttar. Sveitarstjórnarmál lúta sömuleiðis allt öðrum lögmálum en
landsstjórnmál. Þau snúast um nærumhverfið; skóla, félagsþjónustu,
sorphirðu, gatnakerfi, vatnsveitu, hafnir og fráveitu. Allir geta verið
sammála um að þessir þættir þurfi að vera í lagi og fyrsta flokks. Í litlu
samfélagi fara um 60% af skatttekjunum í rekstur á skólunum enda
eru þeir venjulega mikilvægasta stofnun hvers samfélags. Restinni er
síðan skipt milli annarra málaflokka sem sumir hverjir eru bundnir
í lögum og þá er erfitt að fylgja vinstri/hægri hugmyndafræði! Flest
sveitarfélög þar sem sjálfstæðismenn eru í meirihluta leggja áherslu
á frábæra þjónustu við íbúa en ekkert endilega lága gjaldskrá, enda
er þjónustan sem ekki er lögbundin dýr, s.s. leikskólar, sundlaugar,
tjaldsvæði og íþróttamiðstöðvar. Síðan Sjálfstæðismenn og óháðir
tóku við meirihlutanum í Vesturbyggð hefur áhersla verið lögð á að
þjónustugjöld standi undir kostnaði. Þar má t.d. nefna sorpgjöldin
en lengi vel niðurgreiddi bæjarsjóðurnþau og fyrirtæki greiddu fasta
upphæð óháð sorpmagni. Sveitarfélagið greiddi árlega margar milljónir
með þessum málaflokki sem er algjörlega óviðunandi og í raun ólöglegt.
Þessu var breytt þannig að nú greiða íbúar ekki niður sorphirðuna hjá
t.d. fyrirtækjunum – þeir greiða sem valda! Sömuleiðis höfum við reynt
að lækka álagningu á fasteignagjöldum eftir því sem kostur er og koma
til móts við ný fyrirtæki sem eru að byggjast upp. Það er auðvitað von
okkar að útsvarstekjur verði svo háar að hægt verði að lækka allar
gjaldskrár og álögur og að einkaaðilar geti sinnt verkefnum sem ekki
eru lögbundin. En því miður eru ekki miklar líkur á að svo verði.
– Ætlarðu að bjóða þig fram til þings?
„Nei, ekki eins og staðan er í dag.“ s
V STU BYG Ð