Breiðfirðingur - 01.04.2016, Side 23
BREIÐFIRÐINGUR 23
áttum fylgir jafnan úrkoma og vindur og órói í lofti. Norðlægar og
austlægar áttir eru oftast þurrar og þeim fylgir jafnan besta veðrið. Hæg
norðanátt er jafnan ávísun á bjart og þurrt og milt veður. Hreinni aust
anátt fylgir oft þurrviðri, skýjaður himinn og hlýindi. Veðurfarið getur
verið verulega breytilegt innan svæðisins og kemur það á óvart. Sterka
hafgolu leggur inn Patreksfjörð og utanverðan Arnarfjörð á sólríkum
degi á hásumri. Allt í kring er nánast logn. Snarpir vindhnútar geta rokið
upp á Barðaströnd og Rauðasandi, meðan hægviðri er annars staðar á
svæðinu. Norðanblástur að vetri leggur kuldaklær á Bíldudal og hleður
upp snjó við sunnanverðan Arnarfjörð, en hægviðri er á Patreksfirði og
snjólétt. Sólar nýtur allt árið á ströndinni við Breiðafjörð, en hún sést
ekki í um mánuð á Patreksfirði og um þrjá mánuði á Bíldudal og álíka
langan tíma undir háum fjöllum Ketildala í Arnarfirði.
Dýralíf á landi og í sjó
Aðstæður til lands og sjávar hafa mótað dýralífið á svæðinu eins og
annars staðar á landinu. Öldum saman var fjöldi tegundanna nánast
óbreyttur, en einstaka ókennd furðuskepna birtist og einkum í sjónum.
Stofnarnir sveifluðust eftir veðri og vindum, eins og gjarnan er sagt.
Hækkandi lofthiti, einkum síðasta áratug, hefur leitt til breytinga á
land i og í sjó. Eins hefur breytt búseta haft sitt að segja og annað atferli
manna.
Sé litið til landsins og þess dýralífs sem einkennir svæðið er
fjölbreytn in mest í tegundum fugla. Flestir fuglar eru hér sem teljast
algengir um allt land en þó ekki, súla, skúmur, skrofa og nokkrar tegun
dir anda. Nýir á svæðinu eru jaðrakan, grágæs, hettumáfur, heiðagæs,
svartþröstur og starri. Keldusvín og vepja hafa horfið. Snæugla sést af
og til en ekki er vitað hvort hún er staðbundin eða komi frá Grænlandi.
Rjúpan er talin flakka milli Íslands og Grænlands og henni gæti fylgt
snæugla og fálki. Haförninn er sýnilegur um allt svæðið. Á hann hér
óðöl og verpir. Villt æðri landdýr eru hagamús, refur og minkur. Re
furinn þrífst vel við sjávarsíðuna og sækir fugl í björg og fjöru ásamt
öðru æti sem verður á vegi hans. Minkurinn unir sér við ströndina og
V STU BYG Ð