Breiðfirðingur - 01.04.2016, Blaðsíða 123
BREIÐFIRÐINGUR 123
að hinn upprunalegi veiðiréttur landnámsmannsins (Þrándar) og hans
félaga sé enn í gildi. Þórir heldur því fram að heimamundur sá er hann
fékk með Ingibjörgu hafi ógilt allar slíkar eldri kröfur. Svæðið var hans
núna.
Drögum deiluna saman í einfalt mál, eins og hún birtist í eyðufyllingunni
og með tilliti til annarra heimilda: Hinn metnaðarfulli Þórir kastar eign
sinni á auðlind sem rekur upp á fornan veiðistað Geirmundarveldisins
að Hvallátrum. Þetta gæti snúist um lítinn flokk af rostungum, grindhval
(marsvín) eða öðrum smáhvelum. Steinólfur fréttir þetta, siglir út í
Hvallátra, ógnar mönnum Þóris sem starfa að hvalnum, og fyllir eigið
skip. Þórir fréttir það, og siglir mót Steinólfi, en skipin reka þó frá
hvort öðru í sterkum vindi, svo ekki kemur til bardaga þá og þegar.
Steinólfur er neyddur til að tæma hvalfarminn úr skipi sínu og leita í var
í Akureyjum utan Fagradals. Af framhaldi sögunnar má sjá að ekkert
minna dugar Steinólfi en að fá Þóri drepinn. Það segir okkur að einhver
deila hefur nú verið sögð í kafla 11 og 12 milli Steinólfs og Þóris, annað
getur ekki skýrt af hverju Steinólfur situr um líf Þóris upp frá þessu. Í
skinnbókinni má enn lesa fyrirsögnina sem segir frá því að Steinólfur
hafi „tekið hval”, og vissulega er hér um kjarna deilunnar að ræða.
Eyðufyllingin í handriti Guðbrands getur því ekki verið fjarri sanni
hvað uppskafninginn varðar, þó maður líti ekki á það sem nákvæma
eftirmynd. Forn lagaákvæði um veiðirétt varpa ljósi á þessa deilu.
Tvennt ber að athuga hér. Þegar Kålund hafnar því að eyðufylling
Guðbrands frá 1858 sé ekta, þá var það út frá lokum 10. kafla.
Kålund sá að texti Guðbrands var of langur og féll því ekki að þeim
texta sem verið hefur í skinnhandritinu frá 1400 (AM 561). Honum
yfirsást sá möguleiki að handritið sem Guðbrandur Jónsson kópíeraði
eyðufyllinguna úr, gæti hafa verið annað fornt handrit en það sem er
varðveitt, þ.e. handrit sem nú er týnt. Rök eldri textrafræðinga eru
orðalegs eðlis eða míkrófílólógísk, menn hafa ekki gefið innihaldi
eyðufyllingarinnar nokkurn gaum þar sem textinn hefur ekki verið
álitinn „ekta”. Að síðustu mætti spyrja: Af hverju skrapa einmitt
þessa deilu út úr miðju handriti? Í þessu sambandi mætti nefna að sá
REYKHÓLASVEIT