Breiðfirðingur - 01.04.2016, Page 103
BREIÐFIRÐINGUR 103
Heimildaskrá
PrenTuð riT
Andrés Hjaltason. Sóknalýsingar Vestfjarða I, 1952, 111–120.
Ari Gíslason og Valdimar B. Valdimarsson. Vestfirskar ættir I og II, 1959.
Árelíus Níelsson. Horft um öxl af Hálogalandshæð, æviminningar 1988, 68–78.
Bergsveinn Skúlason. Breiðfirskar sagnir II, önnur útgáfa 1982, 202–205, 230 og 237.
Finnbogi Jónsson. Hjalla meður græna/ Austur-Barðastrandarsýsla 2014, 514, 541 og
545.
Guðrún Ása Grímsdóttir. Grunnvíkingabók I, 1989, 243.
Halldór Kiljan Laxness. Dagar hjá munkum, 1987, 59–60.
Jón Jóhannesson í riti Bergsveins Skúlasonar Þarablöð/Þættir úr Breiðafjarðareyjum
1984, 170–172.
REYKHÓLASVEIT
kistunni, út með Kollafirði, yfir Gufudalsháls og aftur til baka, varð
hans síðasta.
En börnin lifðu öll, sjö norður við Djúp og Jökulfjörðu og tveir synir
við dánarbeð föður síns, annar á fyrsta og hinn á þriðja ári. Þeir Albert
og Sigurður ólust báðir upp hjá fyrrnefndum hjónum, Þórólfi og Sigríði
í Fjarðarhorni. Þeir kvæntust báðir og eignuðust hóp barna.
Albert var lengi starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann
andaðist árið 1998 og átti þá heima í Kópavogi. Sigurður dó 28. janúar
2016. Hann bjó í nokkur ár í Vestmannaeyjum en síðan í Reykjavík og
var alllengi verkstjóri við fiskverkun á Kirkjusandi, bæði hjá S.Í.S. og
Tryggva Ófeigssyni.
Fósturdæturnar frá Svínanesseli, þær Guðrún og Sigríður Kristrún
Guðjónsdætur, dótturdætur Kitta, náðu báðar háum aldri Guðrún
fór snemma að vinna fyrir sér á öðrum bæjum í sveitinni en yfirgaf
Múlasveit upp úr 1930. Sigríður Kristrún fylgdi Gunnu, móðursystur
sinni, úr Selinu út í Svefneyjar 1926. Þá var hún tólf ára en 1930 var
hún komin til foreldra sinna í Bolungavík. Þessar systur giftust báðar
og eignuðust börn. Eiginmaður Guðrúnar var Sigurður Auðbergsson,
síðasti sótarinn í Reykjavík, en Sigríður Kristrún átti Kristján Jón
Guðjónsson, sjómann í Bolungavík. Guðrún dó í Reykjavík 15. janúar
1993 en Sigríður Kristrún í Bolungavík 31. janúar 1999.