Breiðfirðingur - 01.04.2016, Side 45
BREIÐFIRÐINGUR 45VESTURBYGGÐ
tiltækilegt, því sjór gekk á bátinn. Hann snýr að gjánni, þótt ljót
væri, enda sá hann okkur koma þar fyrir, og því von um hjálp.
Bjarni hét formaður bátsins, hávaðamaður og meinlaus. Hann
leggur nú upp í gjána, en menn mínir taka á móti bátnum og
komumenn bjarga sér upp. Eg hafði ekki farið í hlífar, en fór niður
eftir gjástöllunum að sjó. Og er bátnum sló þar að, stekk eg út í
hann og hendi farangri upp. Einn háseti, er Ólafur hét, hætti sér
ofmjög til að taka við einhverju, en varð laus á fótum í einu útsogi
og stakst á höfuðið niður í gjána, undir bátinn. Það varð fangráð
mitt, að eg kasta mér út á borðstokkinn, krækti öðrum fætinum
undir þóftu og og fálma niður undir bátinn því ekkert sást fyrir
löðri. Eg var svo lánsamur að ná í bak manninum, og tókst að
innbyrða hann. Eg hef líklega verið svona snarráður af því að eg
hafði áður bjargað barni, er lá við druknun, á sama hátt. Það datt
fram af hlein heima í Hergilsey. Við náðum bátnum óskemmdum
og fórum svo með Ólaf upp í skýlið, heltum ofan í hann sterku kaffi
og færðum hann í þur föt.47
Ekki segir Snæbjörn frekar af heimferðinni en getur þess að hann hafi
þarna í Skor haldið ræðu yfir félögum sínum um feigðarför Eggerts
Ólafssonar frá Skor árið 1768.
Af lýsingu Snæbjarnar má sjá að það gat verið snúið að komast heilu
og höldnu sjóleið heim frá Hvallátrum og þurfti til þess kjark og dug.
Fyrir kom að vermenn þyrftu að bíða í hálfan mánuð frá því að róðrum
lyki í verinu þar til allir voru komnir heim. Formenn höfðu þá skyldu að
flytja hásetana til heimila þeirra eða eins langt og hægt var að komast
á báti. En þá var aflanum skipt, steinbít, hausum, þorski, riklingi og
raf abeltum.
Hásetar höfðu nokkur fríðindi eða „ábata“. Til dæmis átti sá er dró
„breytandi spröku“ (það var spraka sem tekin voru af tvö til þrjú flök
hvorum megin en flökin gátu verið allt að tíu á stærstu sprökunum)52
allt kviðarstykkið (vaðhornið) og sporðinn (blökuna) fram að röfum.
Kviðurinn var hertur eins og hver annar riklingur og þótti sælgæti