Breiðfirðingur - 01.04.2016, Side 116
BREIÐFIRÐINGUR116
ferð til NorðurNoregs, og þaðan norður fyrir Finnmörk í Dumbshaf
(kap. 23). Dumbshaf er ekki nákvæmlega afmarkað svæði í heim
ild um, Kålund tengdi þetta við klettinn Dumba (nú Domen) austast á
Varangursskaga, en á ritunartíma sögunnar er farið að hrikta í landa
fræðiþekkingu íslenskra sagnaritara er kemur að Noregi. Fjallið
Blesaverg er nefnt, fræðimenn hafa tengt það nafn við samíska orðið
njarg, þ.e. ’tangi, höfði’, við erum litlu nær. Með það í huga að það fyrsta
sem brjálast í sögnum í munnlegri geymd er að jafnaði það óhlutbundna
eða afstrakta (hér undir falla örnefni og mannanöfn), þá virðist það
eina sem má treysta hér að greint er frá ferð ungra og hraustra manna
snemma á 10. öld frá Breiðafirði eitthvað út í NorðurÍshafið. Hitt sem
mætti tengja við sögulegan kjarna er að þessir ungu menn hafa efnast af
þessum leiðangri til norðursins. Í sögunni er sá kjarni klæddur í þekktan
ævintýrabúning miðalda: Þórir og félagar berjast við vængjaða dreka
eða flugdreka „með hjálma á höfðum ok sverð undir bægslum”, og finna
gull og góss í hellum þeirra og læsa niður í kistur. Eftir þetta fara Þórir
og félagar túr inn í Svíþjóð og berjast þar við berserki og stigamenn.
Þessum myndum er óhætt að hafna sem beinum sagnfræðiheimildum
og eins því að þeir hafi fundið grafhauga með ómældu gulli nyrst í
Noregi. Spurningin er hvort ekki geti samt sem áður verið fótur fyrir
þessum „áhlöðnu” ævintýramyndum.3 Það mætti allteins hugsa sér að
undir liggi veiðileiðangur eða verslunarleiðangur til NorðurÍshafsins,
ef ekki til hafsvæða NorðurNoregs þá allt eins til Grænlands, svo
mikið treysti ég höfundi sögunnar hvað varðar staðhætti. En hvert
sem þeir fóru, þá hafa ungu mennirnir í Breiðafirði hafa haft heppnina
með sér. Ef við segjum sem svo að Þórir og félagar hafi virkilega hitt
í dýrmæta veiði eða verslunarvöru, þá hefðu þeir varla gefið upp rétta
staðsetningu á því hvar þeir komust yfir slíkt og reyndar vel skiljanlegt
að hið landfræðilega rétta skolist til í arfsögninni.
Nefna mætti Gunnbjarnarsker hér sem sennilegan kost fyrir unga
ævintýramenn á þessum tíma. Gunnbjarnarsker eru á Angmagssalik
svæði AusturGrænlands. Gunnbjörn Úlfsson fann þetta svæði um
3 Sjá Den svarte vikingen, Bjarmalandshlutann, þar sem svipaðar sagnir úr
fornaldasögum eru teknar til greiningar.