Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.2011, Page 77

Skírnir - 01.09.2011, Page 77
SKÍRNIR AÐ HALDA FORMANN MEÐ KOSTNAÐI 307 á hönd sér og beiddist af þeim viðtöku að þeir tækju hann til höfðingja sem hann var réttborinn til.“ Það er skemmst frá því að segja að beiðni hans var hafnað á þeirri forsendu að hann væri bróðurmorðingi og ef svo væri ekki og Haraldur hefði ekki verið bróðir Sigurðar þá væri hann ekki borinn til ríkis. Sigurður fór við svo búið burt og hélt þing á Hörðalandi, í Sogni og í Fjörðum og þar var hann tekinn til konungs og gengu bændur undir hann og gáfu honum konungsnafn (Morkinskinna 1867: 206-207). Rétt eins og bændur hér á landi höfðu stórbændur og lágaðall í Noregi mikið um það að segja hver hlaut konungstign. Eftir dauða Guttorms konungs Sigurðarsonar héldu Birkibeinar Eyraþing og vildu þá margir taka Hákon jarl galinn til konungs en Þrændir mæltu á móti og vildu taka til konungs Inga Bárðarson og báru því við að föðurætt Hákonar væri útlend og höfðu Þrændir sitt fram (.Konunga sögur 1873: 240). I Morkinskinnu segir einnig frá samskiptum þeirra frænda, Har- aldar harðráða og Magnúsar góða. Haraldur fór fram á að fá sinn hluta af ríkinu en Magnús vísaði til stórmenna og ríkismanna sem síðan höfnuðu beiðni Haralds, mest fyrir atbeina Einars þambar- skelfis (Morkinskinna 1867:17). En Haraldur gafst ekki upp og hélt upp í Guðbrandsdal og var tekinn til konungs þar og á Upplöndum, mest fyrir tilstuðlan Þóris af Steig (Morkinskinna 1867:19). Svipaðar frásagnir er að finna víðar í konungasögum og gekk konungsefnum misjafnlega að fá viðtöku hjá bændum, rétt eins og þeim íslensku höfðingjum sem hér hefur verið sagt frá. Það verður að teljast líklegt að höfðingjar hafi sótt fyrirmyndir sínar til Noregs þegar þeir beiddu sér viðtöku í héraðsríkjunum ís- lensku. Stuðningur bænda er lykillinn að því að ná héraðsvöldum þegar hér er komið sögu, goðorðin virðast hætt að skipta máli í því sambandi (Axel Kristinsson 1991: 25). Þetta sést hvað skýrast þegar Þorvarður Þórarinsson gerði aðra atrennu að héraðsvöldum í Eyja- firði. I þetta skipti kom hann ekki tómhentur því eftir þing 1257 fór hann á fund Steinunnar Sighvatsdóttur, systur Þórðar kakala og erf- ingja, og fékk hjá henni heimildir á eignum Þórðar í Eyjafirði þar á meðal Grund. Hún hvatti Þorvarð síðan til „að halda á sem hann væri drengur ú\“{Sturlunga saga II 1946: 211). Meðal þessara eigna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.