Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 25

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 25
AJý Dðgui'V samstarfsfólkið. En það kom einmitt fram í einni rannsókn að áhrifaríkasta leiðin til að minnka streitu og fyrirbyggja kulnun hjá hjúkrunarfræðingum væri að fá stuðning frá samstarfsfólki (Benner & Wrabel, 1989). Þetta er líklega vegna þess að hjúkrunar- fræðingar eins og aðrar starfstéttir hafa innsæi og þekkingu á því álagi, sem sam- starfsfólkið vinnur við, og á þannig að geta veitt áhrifaríkan stuðning og hjálpað til við að finna leiðir til að sigrast á vandanum. 3. Þriðja leiðin, sem mér kom til hugar er kannski sú leið sem mér þykir einna fýsi- legust og langar að prófa á deildinni okkar. Hún felst í því, að eftir að við höfum tekið á móti mikið slösuðum eða veikum sjúkl- ingum og allt er yfirstaðið af okkar hálfu, þá komi allir þeir sem hlut áttu að máli saman yfir kaffibolla og ræði saman. Þau atriði sem þarf að ræða, er hvemig líður okkur sjálfum? Hvemig gekk allt fyrir sig? Hvað gekk vel? Hvað hefði getað gengiðbetur? Svara spurningum sem vakna hvert hjá öðru, þ.e. af hverju gerðum við þetta og hitt? Hefðum við getað skipulagt okkur betur o.s.frv.? Helsti gallinn við þessa leið er kannski, að of stutt er um liðið og fólk e.t. v. ekki búið að ná sér nægilega vel niður til að ræða málin á málefnalegan hátt og styðja hvort annað. Stærsti kosturinn við þessa leið er að þama náum við til allra, sem hlut áttu að máli, en það getur verið erfitt á öðmm tímum sökum hins óreglulega vinnutíma starfsfólksins. Sé umræðan málefnaleg og einhver ákveðinn aðili tekur að sér stjórnina, þá ættu þessir fundir að geta orðið mjög hagnýtir: - Við gætum stutt og leiðbeint hvert öðru. - Við ættum að geta fundið út, hverjir þurfa á áframhaldandi stuðningi að halda. - Við ættum öll að geta lært eitthvað af þessari reynslu, sem hjálpar okkur við næsta tilfelli. - Ákveðnugæðamativærihægtaðkoma á, með því að yfirfara hvað var gert. Þessi leið samfara fyrstu leiðinni, þ.e. fastir fundir, helst með utanaðkomandi aðila tel ég að væri það form sem mundi henta okkur best, miðað við þær aðstæður sem við vinn- um við. Einnig er hugsanlegt að nota allar þessar þrjár leiðir í bland. Okkar næsta skref verður aðbyrja að kynna þessar hugmyndir og fá liðsinni þeirra samstarfsstétta okkar, sem hlut eiga að máli. Lokaorð: Til að geta innleitt breytingar og komið á einhverjum skipulögðum stuðningi við starfsfólk er fyrsta skrefið að fá alla til að viðurkenna að þörfin sé til staðar. Við verðum að viðurkenna tilfinningar okkar til þess að geta gert eitth vað í málunum og bera virðingu fyrir tilfinningum samstarfsfólks okkar. Við eigum öll að hafa rétt á að veita og þiggja stuðning, leiðsögn og ráðgjöf hvert frá öðru. Heimildaskrá: Benner, PE. & Wrubel, J. (1989). The primacv of carine. Stress and coping in health and illness. (Kafli 10, Coping with caregiving). Menlo Park; Addison - Wesley Publishing Company. Curtin, LE. & Flaherty, MJ. (1982). Nursing ethics. Theories and pragmatics. (Kafli 11. The nurse - nurse relationsship). Maryland; Brady Communications Co., Inc. Keller, KL. (1990). The management of stress and prevention of burnout in emergency nurses. Tournal of Emergencv Nursing, 16(2); 90-5. Nursing 81 Books. (1980). Using crisis intervention wiselv. Pennsvlvania; Intermed Communications, Inc. 25

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.