Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 30

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 30
Dogun. og betri. Breytíng í þessa átt hefur verið veruleg, svo sem í erfðarétti, sifjarétti, skattarétti og bótarétti, þ.m.t. bætur al- mannatrygginga. Þar sem erindi þessu er ætlað að taka tíl ekkna og ekkla verður ekki farið ítarlega út í réttarstöðu langlífari sambýlismanns. En það er eins með það sambúðarform, að staða þess fólks bæði í lifandi lífi og eins við andlát hefur orðið tryggari og réttíndi í mörgum tílfellum hin sömu og í hjúskap, einkum á sviði almanna- trygginga og skattamála. Hins vegar verður að leggja mikla áherslu á, að reginmunur er á réttarstöðu giftra og ógiftra, sérstaklega við skilnað (samvistarslit) og andlát. Hjúskaparformið er það samvistamynstur karls og konu, sem réttarskipanin hefur miðast við og verndar einkanlega. Tilkynning andláts Sú skylda hvílir á maka, en einnig fleirum að tilkynna skiptaráðanda í lögsagnarum- dæmi hins látna um andlátið. Er það fært í spjaldskrá, svokallaða dánarskrá. Við andlát fellur niður fjárfélag hjóna. Framvísa á dánarvottorði, en hluti þess er rifinn frá og fær tílkynnandi þann hluta afhentan til baka. Gert er ráð fyrir, að það sé afhent presti eða forstöðumanni trúfélags. Ekki má jarðsetja lík fyrr en framvísað er þessu skilríki eða öðru til sönnunar því, að tilkynningarskyld- unni til skiptaráðanda hafi verið fullnægt. Ekki er ætíð unnt að framvísa dánarvottorði til sönnunar því að maður sé látinn. Sé maður horfinn og veruleg líkindi fyrir því, að hann sé látínn, getur sá sem hefur lög- mætra hagsmuna að gæta, snúið sér til skiptaráðanda með kröfu um að með bú hins horfna skuli fara, sem væri hann látinn. Sé slík krafa tekin til greina má taka bú hans til skipta sem dánarbú með venjulegum hættí að liðnum áfrýjunarfrestí. Sá úrskurður sem byggist á 1. kafla laga um horfna menn heimilar hins vegar ekki, að hinn horfni teljist látinn í öðrum tílvikum, en til þess þyrfti dóm sem byggðist á 3. kafla laganna. Meðferð máls, samkvæmt þeim kafla verður hins vegar að vera með þeim hættí, að ekki eru miklar líkur til að út í það sé farið og er mér ekki kunnugt um neitt slíkt tílvik. í framkvæmd virðist þ ví látið sitja við úrskurð samkvæmt 1. kafla, þó ekki sé það samkvæmt ýtrustu lagakröfum, t.d við greiðslu trygg- ingarfélaga á bótum vegna horfinna manna, og þjóðskrá virðist einnig skrá horfna menn látna án dóms um að maður sé talinn látinn. Óskipt bú - Erfðaskrá Algengt er að langlífari maki fái leyfi skiptaráðanda til setu í óskiptu búi. Til óskipts bús teljast hjúskapareignir beggja hjóna og séreign, sem samkvæmt ákvæðum laga eða kaupmála á að hlíta reglum um hjúskapareign að öðru hjóna látnu. Sjálfs- aflafé og annað verðmæti, sem sá eignast sem situr í óskiptu búi, rennur til búsins nema það eigi að lögum að falla til séreignar hans. Arfur eða gjöf, sem lánglífari maka hlotnast, rennur þó ekki inn í óskipt bú, ef hann lýsir því fyrir skiptaráðanda innan tveggja mánaða frá því hann fékk vitneskju um arf eða gjöf, að verðmæti þessi skuli ekki renna inn í óskipta búið. Verða þau þá séreign langlífari maka. Ber að halda þeim og annarri séreign aðgreindum frá eignum óskipta búsins. Mjög veigamikil réttarbót hefur verið gerð á síðasta áratug, að þessu leyti langlífari maka til hagsbóta. Nú gilda þær reglur, að eftir lát annars hjóna á hitt sem lengur lifir, rétt á að sitja í óskiptu búi með niðjum beggja og einnig ófjárráða stjúpniðjum sínum, sem hið langlífara fer með forsjá eða lögráð yfir, nema hið látna hafi mælt svo fyrir í erfðaskrá, að skipti skuli fara fram. Því hjóna sem lengur lifir, er einnig heimilt að sitja í óskiptu búi með ófjárráða niðjum maka síns, sem ekki eru niðjar þess, með samþykki forsjáraðila eða lögráðamanns stjúpniðjans. Loks á það hjóna sem lengur lifir rétt á setu í óskiptubúi, með stjúpniðjum sínum hvort sem þeir eru fjárráða eða ófjárráða, án þess að aflað sé samþykkis eins og nefnt var, en þá er nauðsynlegt að hið látna hafi mælt fyrir um þann rétt í erfðaskrá. 30

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.