Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 27

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 27
A)ý T^ogun nægileg vöm gegn því andlega álagi sem oft fylgir störfum þessara stétta. Reynsla mín bæði í starfi og einkalífi hefur þó kennt mér að því fer víðs fjarri. Þessi vitneskja varð kveikjan að því, að ég ásamt samstarfsfólki í hjúkrunarstjóm Borgarspítala og meðal hjúkrunarfræðinga geðdeildar beitti mér fyrir því að haldin var námsstefna um áfallahjálp 21.-22. september 1990. Nám- stefnan var styrkt af Borgarspítalanum og Rauða krossi Islands. Við fengum til liðs við okkur norskan geðlækni, SteinarErsland, semhefurreynslu á þessu sviði frá Noregi. Tilgangur náms- stefnunnar var að efla þekkingu á því sál- ræna umróti, sem oft á tíðum verður við streituvekjandi kringumstæður hjá ákveðn- um starfshópum og skjólstæðingum þeirra. Til námsstefnunnar var boðið fulltrúum lögreglu, Slysadeildar Borgarspítala, Land- helgisgæslu, Rauða kross íslands, Flug- björgunarsveitarinnar, slökkviliðs, sjúkra- húspresta og Slysavarnafélags Islands. Að þessu sinni var ákveðið að bjóða ekki starfs- fólki úr heilbrigðisþjónustunni (að Slysa- deildBorgarspítalans undanskilinni). Meginmarkmiðið var, að þessir einstaklingar fyndu til samkenndar og gagnkvæms skiln- ings hver á annars störfum í ljósi andlegra álagsþátta, sem tengjast starfi þeirra. Við vildum undirstrika, að það þarf ekki íöllum tilvikum sérmenntað fagfólk til að veita andlega skyndihjálp. Það er fyrst og fremst þegar ástand einstaklinga, er orðið hafa fyrir tilfinningalegu áfalli, verður viðvarandi, að fagfólk þarf að koma til aðstoðar. Spurt var spurninga og leitað svara: „Er hægt að þekkja streituviðbrögð tengd áföll- um ?" „Er hægt að fyrirbyggja þau ?" „Hver er ábyrgð starfsfólks, við kringumstæður sem geta skapað sálrænt umrót hjá því sjálfu og skjólstæðingum þess?" Þetta voru nokkrar þeirra spurninga sem fjallað var um. Námstefnan tókst vel. Sendur var út spurningalisti nokkru eftir að henni lauk og kom þá glöggt í ljós áhugi þátttakenda á ítarlegri umfjöllun um efnið. Eyrirhugað er að halda svipað námskeið í haust og þá fyrir fólk úr heilbrigðisstéttum. Er það von okkar, sem að þessari námstefnu stóðum, að hún verði kveikja að opinni og almennri umræðu bæði á vinnustöðum hjálparaðila og í þjóð- félaginu almennt. Einnig berum við þá von í brjósti, að Borgarspítalinn taki að sér að vera leiðandi afl á sviði áfallahjálpar. Á síðustu árum hafa komið fram erlendar rannsóknir, sem benda til þess að full þörf sé á að sinna þessum málum, ekki síður hér á Islandi en erlendis. Sem dæmi má nefna rannsókn á björg- unarmönnum sem tengdust slysinu þegar norska olíuborpallinum Alexander Kielland hvolfdi 1980 og rúmlega 100 manns fórust. í ljós kom að einu ári eftir slysið voru 5% þeirra enn í veikindafríi og 25% lýstu ýmiss konar vanlíðan, sem ekki bar á fyrir slysið. Nefnd voru, m.a. depurð, kvíði, tómleikatil- finning, óöryggi, ótti við ákveðna staði, er komu róti á hugsanir, ogeða ótti við ákveðnar kringumstæður, svefntruflanir, einangrun og sjálfsásakanir. Allt eru þetta hlutir sem menn þoldu misvel, eftir persónuleika hvers og eins, reynslu og þjálfun. Það þarf alls ekki svona viðamikið slys til að valda s vipaðri vanlíðan hjá þeim, sem fást við hjálparstörf og á það að sjálfsögðu einnig við hér á landi. Um- ferðarslys, skipsskaðar, flugslys, leit að týndum einstaklingum og vinnuslys eru dæmi um kringumstæður, sem oft valda djúpu sálrænu umróti hjá hjálparaðilum, áhorfendum, aðstandendum, þolendum og gerendum. Andleg skyndihjálp! Hvað er það? Megininnihald hennar og þungamiðja er mannþekking, líkamleg og andleg nálægð, hlýja og umhyggja. Því fyrr sem þessi hjálp berst, því betra. Oft þarf talsverða ýtni til þess að koma henni á framfæri. Það er ekki nóg að segja: „Þú veist hvar mig er að finna" /eða „leitaðu til mín ef þú vilt". Maður verður að sækja á, full viss um nauðsyn þess, að ræsa fram ákveðna líðan, orð og tilfinningar. Allt umhverfið verður að vera öruggt og friðsælt, og maður verður að gefa 27

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.