Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 12
/s]ý Dögun
Á því ári létust 7 manns í umferðaslysum
á starfssvæðinu. Til samanburðar létust 2
árið 1989 og 4 árið 1987.
í alvarlegustu slysatilvikunum og í öllum
tilvikum þegar banaslys verða, er ég kallaður
á vettvang eða á slysadeild. í þeim tilvikum
tek ég við framhaldsrannsókn málsins - læt
kanna eðli áverka, geri ráðstafanir til þess að
hægt sé að bera kennsl á viðkomandi og geri
aðrar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar
mega teljast, þ.m.t. að tilkynna andlát ef svo
ber undir. Hér áður fyrr önnuðust við-
komandi lögreglumenn þennan þátt, en
vegna aukins skilnings hin síðari ár á mikil-
vægi hans og viðkvæmni hafa mál þróast í
þá átt, að þetta sé á hendi eins tiltekins aðila.
Eftir að prestur réðst til starfa við Borgar-
spítalann varð enn auðveldara um vik.
Allflestir, sem slasast í umferðinni á
starfssvæðinu eru fluttir á slysadeild
Borgarspítalans. Ef um mannslát er að ræða
er borgarlæknir kvaddur þangað, en hann
sem réttarlæknir, úrskurðar lát viðkomandi.
Eftir að upplýst hefur verið um hina látnu
manneskju, er venjulega farið heim til
ættingja hennar. Prestur Borgarspítalans
flytur þá venjulega tíðindin, en fulltrúi lög-
reglunnar skýrir atburði. Fólk er skiljanlega
misjafnlega undir slík tíðindi búið og tekur
þeim þess vegna misjafnlega. Reynt er að
nálgast þann, sem tilkynnt er um atburðinn,
á nærfærnislegan hátt og um leið reynt að
skapa þægilegt andrúmsloft við þær
aðstæður - hvorki of tilfinningaríkt eða of
kaldranalegt. Reynt er að fara bil beggja. Á
sorgarstundum sem þessum, tel ég að
lögreglumaðurinn og presturinn hafi styrk
hvor af öðrum, og það auki samtakamátt
þeirra til þess að skila þessu hlutverki sínu á
sem bestan hátt - fyrir ættingjann. Síðar
þurfa ættingjar að bera kennsl á látinn ástvin
sinn. Það er gert með aðstoð hjúkrunarfólks
slysadeildar, en það reynir að gera það á
sem nærfærnislegastan hátt. Á það ber að
líta, að látnir eru stundum illa útlítandi eftir
slys og taka þarf sérstakt tillit til þess.
Viðbrögð ættingja við sorgartíðindum eru
misjöfn af eðlilegum ástæðum. Yfirleitt fylgir
mikil sorg í kjölfarið, en þó eru til dæmi þess
að menn verði reiðir við tíðindin og reyni
strax að leita blórabögguls. Langflestir vilja
vita hvernig umrætt slys bar að, og hvemig
öðrum hafi reitt af.
Það kemur fyrir að manneskja, sem látist
hefur í slysi hafi átt heimili utan lögsagnar-
umdæma lögreglunnar í Reykjavík. í þeim
tilvikum er venjulega haft samband við
sóknarprest viðkomandi og hann flytur
ættingjum hennar síðan tíðindin.
í þágu rannsóknar banaslyss þarf venju-
legast að fara fram krufning, til þess að hægt
sé að segja um dánarorsök. I þeim tilvikum
er haft samband við ættingja og er það yfir-
leitt gert með vilja og vitund þeirra.
Þegar alvarleg umferðaslys verða reyna
fréttamenn fjölmiðla að hafa samband við
lögreglu og biðja um atburðalýsingu. Sam-
band þessara aðila er ágætt og er sú regla
viðhöfð að greint er frá ákveðnum stað-
reyndum varðandi aðdraganda óhappsins
og eðli meiðsla, eftir því sem vitað er um
þau, en öðrum upplýsingum haldið utan
þess, þar til haft hefur verið samband við
ættingja. Má í því sambandi nefna nafn-
birtingar, en fjölmiðlar virða mjög vel þann
vilja lögreglu, að þeir birti ekki nöfn við-
komandi nema í samráði við hana.
Þegar fólk lætur lífið í slysum finn ég
venjulega til hryggðar, jafnframt því sem
mér er ætlað að sinna starfi mínu. Ég veit, að
svo er einnig um aðra lögreglumenn, sem
vinna að hliðstæðum málum. Rætt hefur
verið um þessi mál á meðal lögreglumanna
og þeir eru mun meðvitaðri um þau en áður.
Ég vona að mér hafi tekist að skýra,
hvernig þessi mál ganga fyrir sig hjá lögreglu
og að þið séuð einhverju fróðari á eftir.
Ég þakka fyrir gott hljóð.
12