Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 50

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 50
Jý ~Dögun Jóna Dóra: Það kom okkur á óvart, hversu margt við áttum sameiginlegt, þrátt fyrir ólíkan missi, ég hafði misst börn, en Olga manninn sinn. Eg f ann það, eftir að ég missti strákana, að ég gat ekki leitað neitt og þarna var komin manneskja, sem ég átti margt sameiginlegt með. í framhaldi af samtali okkar ákváðum við að reyna að mynda stærri hóp,semvarðþetta 10-11 manns.Þessihópur má segja að hafi hist vikulega í u.þ.b. ár. Olga: í febrúar 1987 héldum við nám- stefnu í Templarahöllinni í Reykjavík, sem um 250 manns sóttu. Þar töluðu Katrín Árnadóttir, Sigrún Proppé, Páll Eiríksson, Sigfinnur Þorleifsson og Þóra Karlsdóttir. Síðan héldum við námstefnu á Akureyri í maí sama ár, sem 40 manns sóttu. Þar töluðu Sigfinnur, Páll og Þóra. Sumarið og haustið '87 var í gangi undirbúningur að stofnun samtaka syrgjenda, sem svo leiddi til stofn- unar Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð þann 8. des. '87. Við héldum stofnfundinn í Templarahöllinni, þar sem voru hátt á 3ja hundrað manns. I framhaldi af stofnun samtakanna fórum við að halda mánaðarlega fræðslufundi í Hallgrímskirkju. Jóna Dóra: Við settum upp símavakt á Borgarspítalanum í hverri viku með fag- manni og syrgjanda. Við fórum líka mikið í hús til syrgjenda á þessum tíma. Við fórum oft með blóm... Colin Murray Parkes, geð- læknir og forseti CRUSE, sorgarsamtakanna í Bretlandi kom í heimsókn í ágúst '88. Það var ýmislegt að gerast en okkur vantaði fastan samastað. Olga: Um áramótin '88 -'89 fengum við fastan samastað í Safnaðarheimili Laugar- nesskirkju, þar sem við erum enn. Þá byrjuðum við með opnu húsin. Sp.: Hvernig finnst ykkur þróunin hafa verið frá upphafi? Jóna Dóra: Oft hefur maður spurt: Hvað erum við að gera? Við gerðum okkur auðvitað ekki grein fyrir því umfangi, sem starfsemi samtakanna leiddi af sér. Þetta óx allt svo hratt. En jafnframt er þetta svo stór hluti af manni, eftir að hafa tekið svona mikinn þátt í öllu þessu, að ég sé mig eiginlega ekki fyrir utan samtökin. Olga: Frá upphafi sáum við svo mikla þörf, sem oft var erfitt að mæta. Fæðingar- hríðir samtakanna voru vissulega erfiðar og það voru fáir, sembáru uppi starfið. Þeir eru fleiri núna, þegar við erum með um 400 meðlimi, en samt er alltaf ákveðinn kjarni, sem ber meginhluta starfsins. Án Sigfinns og Páls og fyrsta hópsins, sem var góður stuðningshópur fyrir okkur öll, er ég hrædd um að þessi starfsemi hefði ekki orðið það, sem hún er í dag. En þetta hefur Iíka breyst að því ley ti, að fyrst þekkti maður alla, en nú er það ekki raunhæft vegna fjöldans. Sp.: Eitthvað að lokum? Jóna Dóra: Ég vil að það komi fram, að samtökin hafa gefið mér óendanlega mikið. Ég vil líka nefna, að við höfum fengið þá gagnrýni, að við séum að velta okkur upp úr sorginni. Þeir, sem það segja, þekkja varla til þess, sem við erum að gera. Fólk kemur til okkar til þess að öðlast skilning á eigin til- finningum og að vinna með sorg sína. Við sjáum, að sorgin er yfirstíganleg. Og það, að fylgja syrgjendum eftir og sjá þá byrja að upplifa betri líðan, nýja dögun, eru for- réttindi. Við þökkum Jónu Dóru og Olgu fyrir að deila reynslu sinni með okkur. B.S. íSf+irfaraKidi aðilar kafa Uos+að og aðs+oðað við dreifiy\gu þessa +íma»*i+si Ríkisspítalar, Héraðssjóður Reykjavíkurprófastsdæmis Vestra, Borgarspítalinn og Landakotsspítali 50

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.