Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 35

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 35
AJý Dðgun. Aðrar tryggingar eða bótaskylda Eftirlifandi maki ogböm geta verið tryggð með öðrum hætti, t.d. í bifreiðatryggingum, og þau geta einnig átt rétt á bótum vegna andláts af bótaskyldri háttsemi, en slíkt verður að kanna í hverju einstöku tilfelli og er ekki efni til að fara frekar út í hér. Skattamál Hjón og sambúðaraðilar einnig ef þeir óska að telja fram til skatts sameiginlega. Njóta sambúðaraðilar þá sömu réttinda og bera sömu skyldur sem hjón. Við andlát lýkur rétthæfi og lögaðili verður til, dánarbú. Hins vegar getur eftirlifandi notið áfram í tiltekinn tíma réttinda hins látna eins og um hjón væri að tefla. Langlífari getur nýtt sér persónuafslátt hins látna og talið fram sameiginlega allar tekjur sínar og hins látna í allt að 9 mánuði talið frá og með andlátsmánuði. Við álagningu eignaskatts skal skipta álagningarstofni eftirlifandi maka sem situr í óskiptu búi og reikna eignaskatt hans eins og hjá hjónum væri, næstu fimm ár eftir lát maka. Vekja verður athygli á því, að þennan rétt eiga aðeins þeir sem rétt eiga til að sitja í óskiptu búi. Þennan rétt virðist því, t.d. ekki eiga eftirlifandi maki, þegar niðjum er ekki til að dreifa. Eignaskattsálagningu eftirlifandi sam- búðaraðila eða maka skal á dánarári maka eða sambúðaraðila hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða. Sækja þarf um þessa álagningaraðferð til þess að framteljandi njóti hennar örugglega, en ekki er það skilyrði. Skattyfirvöld reyna að meta hvort framteljandi, sem ekki sækir um, eigi þennan rétt. Skattfrelsi bóta Svonefndar 8 ára bætur frá almanna- tryggingum eru skattfrjálsar, enda séu þær ákveðnar í einu lagi. Eignaauki sem verður vegna greiðslu líf try ggingarfjár og dánarbóta sem ákveðnar eru í einu lagi telst ekki til tekna. Bamalífey rir er skattfrjáls ef annað foreldri eða bæði eru látin. Styrki og samskotafé vegna veikinda eða slysa skal ekki telja til tekna. Langlífari getur átt rétt á ívilnun vegna andláts, hafi það skert gjaldþol manns verulega. Sækja þarf um slíka ívilnun. Sé hún veitt kemur það fram í lækkun tekju- skatts- og eignaskattsstofns. Lækki skatt- stjóri tekjuskattsstofn skal útsvarsstofn lækka um sömu fjárhæð. Sveitarstjórn er einnig heimilt að lækka eða fella niður út- svarsstofn samkvæmt umsókn, þegar ívilnunarheimild þessi á við, telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en skattstjóri veitti. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra, sem nutu bóta úr lífeyris- og slysatryggingum al- mannatrygginga. Þá er sveitarstjórn heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt, sem tekjulitlum elli- eða örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Eitthvað mun tíðkast, að sveitarstjómir gangi í sérstökum tilfellum lengra en nú var getið um lækkun eða niðurfellingu gjalda. Niðurlag Þetta yfirlit getur ekki skoðast sem tæm- andi lýsing á réttarstöðu ekkna og ekkla eða langlífari sambúðaraðila. En það getur verið leiðbeinandi fyrir þá sem verða fyrir röskun á stöðu og högum við andlát maka eða sambýlismanns og til upplýsingar fyrir þá sem starfa í samtökum þeim sem standa fyrir námsstefnu þessari. Vil ég að lokum óska þeim allra heilla. 35

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.