Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 21

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 21
/sjý Dögurv REIÐIN er algeng og alltaf jafn erfitt fyrir starfsfólk að mæta henni án þess að taka hana persónulega. En reiði er oft eina leiðin tilað sýnahvernigviðkomandilíður. Það er mikilvægt að láta ekki hrekja sig burtu og reyna að fullvissa sjúkling um að reiðin sé eðlileg og skiljanleg viðbrögð. SORGIN lýsir sér oft í því að sjúklingur- inn dregur sig til baka, vill ekki tala, snýr sér upp í horn þegar einhver kemur inn eða þykist sofa. Auðveldast er að láta slíkan sjúkling vera en hann þarf kannski mest á því að halda að staldrað sé við og talað við hann, að honum sé leyft að tjá sorg og biturleika yfir örlögum sínum, sé sýnd um- önnun og von í stað uppgjafar. Stundum er nauðsynlegt að meðhöndla slíkan sjúkling með lyfjum, því að jafnvel í dauðanum getur verið nauðsynlegt að meðhöndla depurðina. Tjáskipti Það er stundum sagt að næst á eftir ómeð- höndluðum verk sé ekkert jafn erfitt fyrir sjúklinginn og léleg samskipti við lækninn. Fæmi í tjáskiptum er okkur sem vinnum með deyjandi sjúklinga jafn mikilvæg og færni í einkennameðferð. Og það er ástæðulaust að vera hræddurvið að tala við þann sem er dauðvona. Góð tjáskipti felast ekki í að tala mikið eða viturlega, heldur fyrst og fremst að hlusta á það sem er sagt, skynja það sem er ósagt, sýna með orðum og látbragði að maður skynji þann veruleika sem hinn deyjandi lifir í, þora að tala um erfið mál, vera hreinskilinn í öllum svörum þó án þess að þröngva öllum sannleikanum upp á sjúklinginn. Mikilvægast af öllu er þó að mæta sjúklingnum þar sem hann vill vera en ekki þar sem við teljum að hann ætti að vera. Rebekka var dul, hæglát kona og afar trúuð. Eiginmaðurinn var stefnufastur, ákveðinn og talaði opið um sjúkdóm Rebekku. Starfsfólkið deildi talsvert innbyrðis um pessa fjölskyldu og taldi mikla spennu ríkja á heimilinu. Sumir vildu endilega hjálpa fjölskyldunni til að tjá tilfinningar sínar. Loksins komst einn starfs- mannannaað Rebekku.Nei,sagðihún,hún hafði ekki pörffyrir að tala, hún var ekki hrædd við að deyja, en hún varsvosorgmædd yfir pvíað purfa aðyfirgefapaufeðgin. Enhún bað okkurendilega umað halda áfram að koma. Það er því ekki alltaf þörf á að tala svo mikið umdauðann. Mikilvægaraerað vera tilbúinn og færast ekki undan þegar sjúkl- ingur óskar þess að tala. Stundum getur þó verið nauðsynlegt að taka fyrsta skrefið. Einn skjólstæðinga minna var gömul kona sem dvaldi heima í umsjá stórrar fjölskyldu. Konan var dauðvona en fjölskyldan vildi ekki að rættværivið hana um dauðann og pað vareilíft pískur, hvísl og vandkvæði á heimilinu. Dag einnsettistég hjá hennipegarégvissiað margir heyrðu til og spurði hvernig henni liði. Jú, hún var ósköpléleg. „pú ert alvarlega veik",sagði ég pá. „Er ég að deyja?", spurði hún eftir stund ogégsvaraði pvíeinfaldlega játandi. Bara petta litla samtal breytti samskiptamöguleikum fjölskyldunnar. Það er mikilvægt að koma fram við hinn deyjandi sem þá persónu semhannerþrátt fyrir hrömun líkamans. Það er alveg óhætt að gera kröfur til hins deyjandi eins og við gerum til annarra. Hinn deyjandi er oftast merktur af sínum sjúkdómi og hefur lítið úthald, viðtölin þurfa því að vera stutt en í stað þess er nauðsynlegt að komatilhans aftur og aftur. Aðstandendur Það ermikilvægtað sinna aðstandendum jafnhliða aðhlynningu dauðvona sjúklinga og til þess liggja margar ástæður. „Jákvæð " upplifunþeirra af síðustu ævidögum ástvina sinna auðveldar oft þann erfiða og sár- saukafulla tíma og stuðlar að eðlilegri fram- rás sorgarinnar. Fullvissan um að eitthvað sé hægt að gera til líknar dregur ekki sjaldan úr óttanum við að veikjast sjálfur og deyja. Mikið af stuðningi við ættingja er hægt að veita jafnhliða því að kenna þeim um- 21

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.