Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 38

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 38
Ný Ðögurv Á útfarardaginn geta ung börn fengið tíma nokkru fyrir útförina, þannig að þau fái að sjá kistuna og kveðja á sinn hátt undir handleiðslu fullorðinna. Þegar um er að ræða stóran hóp barna í sömu fjölskyldu, þar sem börnin eru á mjög mismunandi aldri, þá kemur upp spurn- ingin, hvert barnanna eigi að fá að koma í útfararathöfnina? Víst er um það, að með því að veita sumum börnunum þau „for- réttindi", að fá að fara, en hinum ekki, er verið að bjóða heim hættunni á metingi og öfund, sem getur reynst erfið í úrvinnslu seinna meir. Þannig er betra að bjóða öllum hópnum upp á sérstaka kveðjuathöfn, t.d. við gröfina, þar sem allir hafa hlutverki að gegna. Börn skynja dauðann út frá sínum for- sendum. Fyrir okkur, sem fullorðin erum, er mikilvægt, að við látum okkar eigin óþægindi og erfiðar tilfinningar ekki leiða okkur út í að ofvernda börnin gagnvart dauðanum. Ef við meðhöndlum dauðann sem feimnismál, þá læra bömin okkar það af okkur. Þeim gengur ekki betur en foreldrum sínum að horfast í augu við dauðann. Fyrstu viðbrögð Fyrstu viðbrögðbama við missi geta verið margvísleg. Hér skulu nokkur nefnd: - Áfall. - Að trúa ekki því, sem sagt er. - Tilfinningadoði. - Látlausar spumingar. - Andmæli. Það skiptir máli, h ver færir börnum fréttir af dauðsfalli. Æskilegt er, að það sé einhver, sem bamið þekkir vel og treystir. Hafa ber í huga, að það bam, sem heldur sínu striki og „er duglegt", er ekki endilega bamið, sem aðlagast missinum best. Börn finna hvernig foreldrum þeirra líður og geta farið að hlífa þeim og jafnvel að annast um foreldra sína. Börnum er eðlilegt að leika sér og þau setja oft tilfinningar sínar í leik. Með því að leika við þau og tala reglulega við þau er líklegt, að þau hleypi okkur inn í hugarheim sinn. Við, sem erum fullorðin, erum gjörn á að eiga löng samtöl, þar sem við „gerum upp málin í eitt skipti fyrir öll". Sú nálgun gengur ekki með börnum. Þau þurfa lengri aðlögunartíma. Þau þurfa mörg, stutt samtöl og þau verða að fá tíma til að leika sér inn á milli. Lokaorð Gagnvart sorg barna þarf að huga að mörgu. Það er mikilvægt, að við, sem erum foreldrar, íklæðumst ekki brynju þess, sem allt veit og allt getur, þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum. Staðreyndin er sú, að börnin kunna að meta heiðarleika okkar, þegar við segjum þeim að við vitum ekki öll svörin gagnvart missi og sorg. Þaðerheiðarlegt aðgrátameðbömunum, en það þarf líka að benda þeim á, að sorgin muni taka enda og að þeim sé heimilt að leika sér. Þá er gott að vinna saman að myndum, skrifa um reynsluna, skoða myndaalbúm og fara í gegnum minning- arnar með börnunum. Dauðinn á ekki að vera feimnismál, því „eitt sinn skal hver deyja". Við þiggjum bæði líf og dauða í vöggugjöf. Börnin okkar eiga ekki að þurfa að líða fyrir „íslensku lausnina", sem felur í sér að hinir fullorðnu syrgjendur hella sér út í sem mesta vinnu, breiða yfir sorgina, reyna að gleyma, kvarta aldrei, bera harm sinn í hljóði, loka sorgina niðri í skúffu, gráta ein(n). Sorgin er eðlileg viðbrögð við missi. Hún fylgir því, að vera manneskja. Börnin okkar eiga rétt á því, að komast í snertingu við hver þau eru, og hvað/hvern þau hafa misst. Til hliðsjónar: Elisabeth Kubler-Ross. „ On Children and Death." New York 1985. Gudrun Edvardson. „Born i sorg born i krise." Danmörk 1986. 38

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.