Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 47

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 47
AJý DöguKV mat til mömmu sinnar þennan sunnudag en koma með okkur. Ég veit ekki hvort ég lagði fæð á sóknar- prestinn sem flutti dánarfregnina, en ég reyndi mikið til að fá annan prest sem stóð mér nær til að kistuleggja og jarða Helgu. En atvikin höguðu því þannig að sóknar- presturinn framkvæmdi báðar athafnirnar. Ég hafði mjög gaman af að heyra reglumar hans séra Birgis í fyrsta skipti á fyrirlestri hans á námstefnunni. Hugsanlega hafa þær eitthvað þróast á þeim fimm árum síðan hann tilkynnti mér lát Helgu, en eins og sjá má á lýsingu minni hér að framan fór hann eftir þeim. Það sem ég man fyrst og fremst eftir frá þessum tíma er nálægðin, það er nálægðin og að aðilinn gefi sér tíma með manni. En það þarf ekki að vera neitt óskap- lega langur tími, en það er nálægðin sem skiptir sköpum. Stuðningur við fólk sem missir í skyndi- dauða Afneitun á dauða Helgu, og þörfin fyrir að fá að sjá hana var mjög sterk. Það kallaði fram sektarkennd að rannsóknarlögreglan þyrfti að gefa leyfi til þess. Helga deyr um hádegi og ég fæ loks að sjá hana um kvöldið í kapellu Borgarspítalans. Á litlu borði hjá Helgu eru logandi kerti og biblía, og ég fæ tækifæri til að snerta hana „Helga er dáin". Doðinn var s vo mikill að ég skynjaði tæpast umhverfið, og það er ár síðan að ég fullyrti að systir mín hafi ekki verið þarna. En hjá mér voru mágar mínir tveir (sem óku mér á staðinn), systir mín og rannsóknarlögreglumaðurinn að minnsta kosti. Ég minnist þess ekki að það hafi verið prestur þarna. Þá var óskað eftir leyfi til krufningar, tilfinningarnar voru þannig að mér fannst komið nóg. „Ég vil enga krufn- ingu", allavega leið mér þannig. En mér var sagt að gerð yrði réttarkrufning hvort sem ég gæfi leyfi eða ekki „ég gaf leyfið". Ég komst í uppnám um kvöldið þegar ég fór yfir innihald svarta fatapokans, en verst kom við mig að það vantaði annan skóinn sem Helga hafði verið í. Mánuði síðar krafði geymsluaðili bílsins mig um hvað ætti að gera við bílflakið. Þar sem ég gat ekki hugsað mér að ráðstafa bílnum án þess að sjá hann áður, kom mágur minn með mér. Við komumst að því að bíllinn var gersamlega ónýtur, en í bílnum fann ég hinn skóinn. Sorg bama Ég sagði börnunum strax eftir að við fengum dánarfregnina að ég færi ekki frá þeim, og að ég flytti til þeirra aftur. Fólkið í kringum mig sinnti um mig og börnin, og dró það úr kvíða mínum vegna barnanna. Börnin mín sem voru sjö, átta og fimmtán ára voru öll viðstödd kistulagninguna, og útförina. Ég fékk skýr og greinileg skilaboð frá ættingjunum og ákveðna andstöðu við að láta þau vera við kistulagninguna. En í mínum huga var afstaðan afdráttarlaus, að leyfa þeim að vera viðstödd kistulagning- una, enda höfðum við Helga rætt svona mál áður og hennar afstaða var sú sama. I dag er ég sannfærður um að þetta var rétt ákvörðun, og þetta er ein af þeim tilfinn- ingum sem ég er sáttastur við í dag. Þar fengu bömin tækifæri til að kveðja mömmu sína. Vinur í sorgarhúsi Ég hringdi í sóknarprestinn nokkrum sinnum dagana á eftir. Mér fannst ég vera uppáþrengjandi að vera að skilja eftir skilaboð, og taka upp tíma hans en þörfin var mikil, og alúðlegt viðmót og greið svör hjálpuðu mér mikið. Mamma fluttist til okkar og var hjá okkur um nóttina og alla vikuna á eftir. Dánarorsakir Þegar læknirinn sagði að konan hefði dáið á stundinni, og gaf mér frekari lýsingu á dánarorsökinni vissi ég að hann sagði satt. Eftir að hafa hlustað á Jóhannes á nám- 47

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.