Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 7
/s]ý Dögurv
Líkrannsókn
Hefðinni samkvæmt hafa líkrannsóknir
(krufningar) fylgt og verið hluti af meina-
fræði. Hér á landi, og reyndar víðast, má
skipta líkrannsóknum í tvennt: annars vegar
þær sem framkvæmdar eru við svonefnd
voveifleg mannslát, þ.e.a.s. þau dauðsföll,
sem verða utan sjúkrastofnana. Þessi mál
nefnast réttarrannsóknir. Hinn flokkurinn
eru þeir, sem deyja á sjúkrahúsum, svo-
nefndar sjúkrahússrannsóknir. Ihvorugu
tilvikinu er líkrannsókn gerð, nema að fyrir
liggi undirrituð beiðni, annars vegar yfir-
valds, þegar um réttarmál er að ræða, og
hins vegar læknis þess og sérfræðings, sem
annaðist hinn látna í hinztu legu. Réttar-
rannsókn eru læknar Rannsóknastofu Há-
skólans lögum samkvæmt skyldir að fram-
kvæma, fari yfirvald þess á leit. Langoftast
er reynt að fá samþykki aðstandenda til
líkrannsóknar þegar réttarrannsókn er
fyrirhuguð. Það getur hins vegar augljóslega
komið fyrir, að framkvæma verði réttar-
rannsókn gegn vilja þeirra. Líkrannsókn
þess, sem látizt hefur á sjúkrahúsi, er aldrei
gerð án samþykkis aðstandenda. Það er á
ábyrgð lækna hins látna að fá það samþykki,
og skiptir þá verulegu máli hvemig að er
staðið.
Um þessar mundir er gerð líkrannsókn
hjá u.þ.b. fjórðungi þeirra, sem deyja á ís-
landi. Þetta hlutfall fer lækkandi. Hvað
réttarrannsóknir varðar, þá eru þær sá hluti
laga og reglu, sem fyrst er brotið gegn þar,
sem einræði og kúgun ríkir. Samvizkusam-
lega framkvæmd réttarrannsókn er mikil-
væg trygging þess, að lög og réttindi ríki í
samfélaginu.
verulegt gildi við vísindarannsóknir á
orsökum, gangi og meðferð sjúkdóma.
Dánarmein
Árlega deyja u.þ.b. 1700 íslendingar. Sé
miðað við 250.000 íbúa, þá er dánartíðnin
tæplega 7 dauðsföll á 100.000 íbúa á ári. Hér
fæðast u.þ.b. 4000 lifandi börn árlega, þannig
að fæðingartíðnin er u.þ.b. 16 lifandi fæð-
ingar á 100.000 íbúa á ári. Hvoru tveggja
talan er lág hérlendis. Óhætt er að draga af
þessum tölum þrjár ályktanir: íjyrsta lagi er
fólksfjölgun hæg, í öðru lagi eru Islendingar
langlífir og í priðja lagi, og það sem kannski
hefur mestu þýðingu fyrir afkomendur
okkar í framtíðinni, þá hækkar meðalaldur
þjóðarinnar hægt ogsígandi. Hlutfall þegna
á eftirlaunum hækkar og þeim fækkar
samtímis tiltölulega, sem sjá fyrir eftirlaun-
um hinna. Þannig er hugsanlegt að langlífi,
sú gjöf sem hver einstaklingur leggur flest í
sölurnar fyrir, sé hagfræðingum og fram-
sýnum stjórnmálamönnum nokkurt
áhyggjuefni.
Tæpur helmingur (eða rúm 47%) þeirra
sem létust árið 1985, létust úr sjúkdómum í
æðakerfi Hér vegur langþyngst bráð
kransæðastífla, með40% þessara dauðsfalla.
Næst stærsti flokkurinn eru illkynja æxli,
krabbamein, með tæplega fjórðung dauðs-
falla. Þriðji stærsti hópurinn eru sjúkdómar
í öndunarfærum, fyrst og fremst lungna-
bólga, sem ollu tæplega 13% dauðsfalla þetta
ár. I fjórða sæti eru áverkar, þ.e. slys af öllum
toga, u.þ.b. sex prósent dauðsfalla. Saman-
lagt valda þessir fjórir flokkar níu af hverjum
tíu dauðsföllum.
Sjúkrahússrannsóknir eru í fyrsta lagi
hinzta læknisverkið fyrir hinn látna og
aðstandendur hans, sú rannsókn þar sem (Heimild: Heilbrigðisskýrslur Land-
kannað er eðli og útbreiðsla þess sjúkdóms læknisembættisins 1984-1985, útg. 1989).
eða sjúkdóma, sem leiddu til dauða hans;
sömuleiðis þegar tildrög dauðans eru óljós.
í öðru lagi er líkrannsókn bezta aðferð til
gæðaeftirlits í læknismeðferð, sem enn er
kostur á. I þriðja lagi hafa líkrannsóknir
7