Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 33

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 33
Dögurv að gera tilnefninguna óafturtæka, annars gengur krafa til skylduarfs fyrir líftrygg- ingarkröfunni. Bætur almannatrygginga Á þessu víðtæka bótasviði hafa reglur að miklu leyti verið samræmdar fyrir hjón og sambúðaraðila. Samkvæmt lögum um almannatryggingar teljast þær vera: líf- eyristryggingar, slysatryggingar og sjúkra- tryggingar. Sækja þarf um bætur frá al- mannatryggingum. Lífeyristryggingar 6 mánaða bætur: Fyrstu 6 mánuði eftir fráfall maka eiga ekkjur eða ekklar yngri en 67 ára rétt á bótum. 12 mánaða bætur. Hafi bótaþegi barn yngra en 18 ára á framfæri sínu á hann einnig rétt á bótum í 12 mánuði til viðbótar 6 mánaða bótunum. Sambúðarfólk á einnig rétt á þessum bótum samkvæmt reglum þeim sem um ekkjulífeyri gilda og síðar verða raktar. Barnalífeyrir Bamalífeyrir er greiddur með bömum yngri en 18 ára, ef annaðhvort foreldri er látið. Greiddur skal tvöfaldur bamalífeyrir séu báðir foreldrar látnir. Sömu réttarstöðu hafa kjörbörn og ennfremur stjúpböm, sem ekki eiga framfærsluskyldan föður á lífi. Þá er heimilt að greiða einfaldan barnalífeyri vegna ólaunaðs skólanáms eða starfsþjálf- unar ungmenna á aldrinum 18-20 ára sé annað foreldri eða báðir látnir. Mæðralaun - Feðralaun Þessar bætur á að greiða ekkjum og ekkl- um, sem framfæra börn sín undir 18 ára aldri. Ekkjulífeyrir Greiðsla ekkjulífeyris hefst ekki fyrr en 6 eða 12 mánaða bótum er lokið. Rétt til ekkjulífeyris á kona, sem orðin er 50 ára við lát eiginmanns síns, og einnig kona sem hefur verið ógift í sambúð, ef a) sambúðarfólk hefur átt barn saman eða b) sambúðarkona hefur verið barnshafandi er sambýlismaður andast eða c) sambúð hefur varað samfley tt í 2 ár. Konur sem verða ekkjur innan 50 ára aldurs eiga rétt á ekkjulífeyri, ef þær eru orðnar 50 ára, þegar þær hætta að taka bamalífeyri eða meðlag. Tryggingarráði er heimilt að veita ekkju ekkjulífeyri frá 50 ára aldri, þótt hún hafi verið yngri er maður hennar lést, en þá skal hjónabandið hafa staðið a.m.k. í 20 ár. Bætur slysatrygginga Slysatryggðir em launþegar við vinnusly s eða við slys á beinni leið til og frá vinnu, iðnnemar við iðnnám, útgerðarmenn, sem sjálfir eru skipverjar og slasast við vinnu, björgunarmenn, sem vinna að björgun manna úr lífsháska eða að vörnum gegn yfirvofandi tjóni á verðmætum og íþrótta- menn, sem orðnir eru 16 ára og slasast við æfingar, sýningar eða keppni á vegum íþróttasamtaka. Einnig eru tryggðir, nema tekið sé fram í skattframtali í byrjun hvers árs, að tryggingar sé ekki óskað a) atvinnu- rekendur í landbúnaði sem vinna land- búnaðarstörf, makar þeirra og börn á aldr- inum 12-16 ára og b) atvinnurekendur sem starfa að eigin atvinnurekstri í öðrum at- vinnugreinum. Þeir sem heimilisstörf stunda geta tryggt sér rétt til slysabóta við þau störf með því að skrá nöfn sín í sérstakan dálk á skattframtali hvers árs og er þá iðgjaldið innheimtmeðopinberum gjöldum. Nokkuð hefur verið bent á mikilvægi þessarar 33

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.