Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 40
Dógun
Henni þótti ósköp mikið til bræðra sinna
koma, sem voru tæpum tveimur og fimm
árum eldri en hún. Þau voru öll mjög
samrýnd.
Ekki merkti ég hjá henni sterk viðbrögð í
fyrstu og satt að segja man ég ekki mikið
eftir henni fyrstu dagana eftir slysið, enda
var hún að miklu leyti að leik og í umsjá
góðra nágranna okkar fyrst á eftir. Þegar
vikur og mánuðir liðu frá slysinu ræddi ég
allmikið um bræður hennar við hana, lýsti
söknuði og eftirsjá. En um það bil hálfu öðru
ári eftir lát bræðra hennar tók hún upp á þ ví
að hverfa að heiman, þá aðeins tæpra fimm
ára. í þrígang gerðist þetta og þá ætíð að
kvöldi til, eftir að aldimmt var orðið. Eftir
mikla leit okkar foreldranna í öll skiptin
hafðist upp á henni eða hún kom heim af
sjálfsdáðum. Ég leit fyrst og síðast á þetta
sem óhlýðni og óþekkt af hennar hálfu.
Eitthvað hefur þetta þó verið að veltast
um í kollinum á mér, því ég hafði orð á
þessari uppátekt hennar við Pál Eiríksson,
geðlækni, sem þá starfaði með okkur, sem
þá stóðum að undirbúningi þessara samtaka.
Páll leit þetta alvarlegum augum og fullyrti
að hún væri að reyna að segja okkur eitthvað
með þessari framkomu. Ekki vildi ég taka
mark á honum í fyrstu, en lét á endanum til
leiðast að fara að hans ráðum. - Hann bað
mig spyrja hana í góðu tómi hvort hún héldi
að okkur þætti ekki eins vænt um hana og
Fannar Karl og Brynjar Frey. Páll gat sagt
nákvæmlega fyrir hver svör hennar yrðu.
Og fyrsta svarið var auðvitað það, að okkur
hefði þótt miklu vænna um þá. - Síðan átti ég
samkvæmt hans ráði að reyna að sannfæra
Margréti Hildi um hið gagnstæða. Páll sagði
jafnframt að líklega kæmi hún með þá
skýringu, að þeir hefðu alltaf verið s vo góðir
og þægir, en sífellt væri verið að skamma
hana. Þetta gekk eftir nánast orðrétt. En hún
bætti við í þessu eftirminnilega samtali
okkar, að við hefðum ekki einu sinni farið að
gráta, þegar hún hefði „látið" sig týnast.
Óneitanlega kom þetta mjög illa við mig
og nú fannst mér ég hafa brugðist henni
40
gersamlega. Hún hafði hárrétt fyrir sér. Við
höfðum ævinlega talað um hið góða og
jákvæða í fari þeirra bræðra og eflaust sjaldan
eða aldrei minnst á þær stundir sem voru
neikvæðar í minningunni. - Ég reyndi af
öllum mætti að sannfæra hana um að okkur
þætti ekki minna vænt um hana, og sagði
henni jafnframt frá því að oft hefði ég þurft
að skamma þá, því þeir höfðu ekki alltaf
verið þægir og góðir.
Ég lagði mig fram um það næstu vikur og
mánuði og geri enn, að tjá Margréti Hildi
væntumþykju mína í hennar garð, tek hana
oft í fangið og læt hana finna hversu mikið
hún er elskuð.
Ég vil taka það fram að eftir þetta merki-
lega samtal okkar, „týndist" hún ekki framar.
Margrét Hildur er hamingjusamt barn.
Það veit ég. Hún er lífsglöð og gengur
afburðavel í skóla og er vinsæl meðal vina.
Ég vona því að hún hafi engan skaða hlotið
af þessum mikla missi. Þó þykist ég vita að
sorgin mun fylgja henni í einhverri mynd
um ókomin ár.
Heimir Snær, sonur minn er sex ára, en
var átta mánaða þegar slysið varð. Skiljan-
lega vissum við ekki hvað fór um huga svo
lítils barns. Hans fyrsta verk á morgnana var
að skríða inn í herbergi til Fannars og Bry njars
og gantast við þá. Þessu hélt hann áfram
nokkrum sinnum eftir slysið og alltaf kom
sami undrunarsvipurinn á litla andlitið, er
hann sá að bræðurnir voru ekki á sínum
stað. Skyndilega var eins og hann skynjaði
að strákarnir yrðu ekki þama meira og lét
sér nægja eftir það að skríða upp í ból okkar
foreldranna.
Mjög fljótlega fórum við að sýna honum
myndir af Fannari og Brynjari og tala um þá
við hann. En það var ekki fyrr en hann var
hátt á sjötta ári að bera fór á sterkum við-
brögðum hjá honum vegna fráfalls bræðra
hans. Ég kom að honum þó nokkrum sinnum
á síðastliðnu ári, grátandi, þar sem hann var
að glugga í myndaalbúm og skoða myndir