Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 51

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 51
/Oý Dögun- jAlme.v\v\ar upplýsmgar Félagiö var stofnað 08.12.1987, og fékk nafnið Ný Dögun 29.05.1991. Félagið gefur út fréttabréf, sem er póstsent til félagsmanna. Starfsemi félagsins fer fram í Safnaðarheimili Laugameskirkju öll þriðjudagskvöld klukkan 20:00 - 22:00. Á sama tíma er svarað í síma 679-422. Mánaðarleg fræðsluerinai eru fyrsta þriöjudag í mánuði yfir vertrarmánuðina (október til maí). Opin hús eru aðra þriðjudaga (sumarfrí í júlí). Námskeið eru haldin eftir þörfum. Árið 1990 komu 1360 manns á samkomur félagsins (540 á fræösluerindi og 820 á opin hús). Félagið hafði forgöngu um gerð útvarpsþáttanna „Sorgin gleymir engum" í mars- apríl 1988 er voru í umsjón sr. Bernharðs Guðmundssonar. Félagið hélt 118 manna námstefnu um málefni syrgjenda í apríl 1991. Fyrirlestrar námstefnunnar eru gefnir út í þessu tímariti. Félagið ætlar að efla útgáfustarfsemi um sorg og sorgarviðbrögð m.a. með gerð bæklinga, bóka, snælda og myndbanda á næstu árum eftir því sem tök eru á. Félagið hefur útvegað fyrirlesara fyrir áhugahópa utan (og innan) Reykjavíkur sem ræða um sorg og sorgarferlið. Félagið aðstoðar við stofnun systurfélaga utan Reykjavíkur. Landsbyggðarnefnd Nýrrar Dögunar sér um skipulagningu á fyrirlestrum og námskeiðumfyrirlandsbyggðina. Hanaskipa: BragiSkúlason,GuðbjörgÞórðardóttir, Ólöf Helga Þór. Frá ritstjóra Fyrir hönd Nýrrar Dögunar vil ég þakka öllum þeim, sem gerðu þessa útgáfu mögulega. Megi hún verða okkur til góðs. Bragi Skúlason

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.