Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 43

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 43
/sjý Dögun, Sorgin er eðlilegt andsvar við missi. Þegar hún knýr dyra, eru fæstir undir hana búnir. Sorginni fylgir mikill ótti, óöryggi og tilfinningaumrót. í upphafi er doðatilfinning allsráðandi, sem blekkir þá oft, er ekki þekkja sársauka sorgarinnar af eigin raun. Margir kannast við það að ekkjan unga huggaði alla vinina en grét ekki. Á þessum tíma koma oft margir vinir í heimsókn. Þegar frá líður, kistulagning og jarðarför er um garð gengin, þá tæmist oft sorgarhúsið. En þá fyrst fer syrgjandinn að finna fyrir sársauka sorgarinnar af fullum þunga. Vinirnir fá fréttir af syrgjandanum frá ættingjum, hringja kannski, en koma ekkií heimsókn. Margir syrgjendur eru því einir þegar mesti sársauki sorgarinnar varir. Allt of margir syrgjendur verða því fyrir óþarfa sárindum. „Ég vissi hverjir voru vinir mínir eftir að sonur minn dó og hverjir ekki", sagði móðir, ári eftir að sonur hennar lést. Það er von mín og trú að með því að gefa ykkur hlutdeild í minni eigin reynslu s vo og reynslu annarra, þá getum við öll verið í stakk búin til að styðja og hjálpa vinum okkar í neyð. Að vera sannur vinur vina sinna í neyð, reynist mörgum um megn. En vanþekking og hræðsla við dauðann og sorgina er oft Þrándur í götu þeirra sem vilja hjálpa. Til að auka þekkingu þína lesandi góður á þörfum vinarins sem á um sárt að binda og þig langar til að styðja, eru eftirfarandi ráð byggð á reynslu syrgjenda. □ Vertu einlægur og sannur. Þúgetur ekki létt sorgarbyrðinni af vini þínum. Besti stuðningurinn er fólgin í því, að þú getir sýnt söknuð þinn og trega. Gefðu til kynna eigin vanmátt, t.d. með því að segja „Eg vildi að ég gæti boriðeitthvað af þínum byrðum". □ Farðu beint heim til syrgjandans ef þú getur. Þér kann að vera boðið inn, en þetta merki vinsemdar verður mikils metið. Vertu ekki feiminn við að framkvæma það sem þér kemur til hugar. T.d. koma með eitthvað með kaffinu. □ Taktu með þér blómvönd. Fegurð blómanna hjálpar til að sár sorgarinnar grói. □ Vertuviðbúinnþvíaðsjátár.Minnstu þess að grátur er eðlileg útrás við missi. Gleðstu því þegar vinur þinn getur grátið hjá þér. Ef þú grætur líka, þá mátt þú ekki skammast þín heldur vertu minnugur þess að þú finnur líka til. □ Ef þú getur, snertu þá vin þinn. Snertingin getur verið frá innilegu faðmlagi til handataks. En umfram allt gerðu það, sem er þér tamt og eðlilegt. Faðmlag veitir öllum syrgjendum öryggistilfinningu. □ Reyndu að segja eitthvað, en reyndu ekki að halda langar tölur, þær hjálpa ekkert. Það er miklu betra að segja: „Ég get ekkert sagt", eða „orð fá ekki lýst samúð minni" □ Hringdu ef þú getur ekki farið í heimsókn. Þetta gefur vini þínum tækifæri til að tala ef hann vill - og hann vill það oft. í reynd er það, að gefa sér tíma til að hlusta það besta og mikilvægasta, sem þú getur veitt, vertu tilbúinn að hlusta af þolinmæði. Skrifaðu ef þú getur ekki hringt, en mundu að geta þess að þú ætlist ekki svars. Ekki ver a langorður og háfley gur í bréfum þínum, vinur þinn er þreyttur og hefur ekki einbeitingu til að lesa mikið. □ Hafðu hugfast að í sárustu sorginni er vinur þinn mjög viðkvæmur. Orðaval skiptir miklu máli. Segðu til dæmis aldrei: „Þú ert nú heppinn að eiga svona nána og stóra fjölskyldu". Núna er vinur þinn óheppnasta og óhamingjusamasta mann- eskjan í heiminum og það er mjög særandi að gefa annað í skyn. Segðu heldur: „Ég er glaður að þú átt svona stóra og nána fjöl- skyldu". Það felur í sér að þú berð um- hyggju fyrir honum og hjálpar honum að átta sig á breyttu lífi. □ Sýndu vini þínum þá virðingu að viðurkenna umfang missisins. Reyndu aldrei að hugga vin þinn með því að draga úr áhrifum missisins. Eitt af því sárasta sem 43

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.