Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 32

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 32
/sjý Dogun. maki fengið frest til að greiða út hluti ófjár- ráða erfingja. Eins og nú hefur verið rakið, er staða langlífari maka við skipti dánar- og félags- búsins sterk. Lögformlega tekur skiptaréttur eignir búsins undir sína varðveislu eins og áður segir við andlát. Hins vegar skal skiptaráðandi sjá svo til, að langlífari maka, sem ábyrgist skuldir, sé gerð sem minnst tálmun í afnotum búsins. Hann getur haldið umráðum búsins og ráðið yfir eignum þess á venjulegan hátt. Hann verður ekki sviptur umráðum búsins, nema sérstök ástæða sé til að óttast, að hann muni fara illa með eignir þess meðan skiptin fara fram. Skiptin byggjast á framtali eftirlifandi maka, á eign- um og skuldum búsins, taki erfingjar og fjárhaldsmenn ófjárráða erfingja það gilt og skiptaráðandi véfengi það ekki. Eignir búsins má virða og ekki er þörf að selja þær, heldur getur eftirlifandi maki haldið þeim gegn greiðslu í peningum. Þegar um eignalaus bú er að ræða lýkur meðferð þeirra með yfirlýsingu um það á brotalítinn hátt. Erfðaf j ár skattur Ein réttarbótin enn á síðustu árum til hagsbóta fyrir langlífari maka er sú, að hann er undanþeginn greiðslu erfðafjárskatts af arfi eftir skammlífari maka og sama lá við um arf sambýlismanns, enda hafi arftaka verið getið sem sambýlismanns í erfðaskrá. í lögum um erfðafjárskatt er hugtakið sam- býlismaður látið ná yfir þann, sem stofnað hefur til óvígðrar sambúðar við persónu af gagnstæðu kyni og tekur arf eftir hana samkvæmt erfðaskrá, þar sem stöðu hans sem sambýlismanns er ótvírætt getið. Óvígð sambúð Sé erfðaskrá ekki til að dreifa milli sambýlisfólks og ekki samningur í gildi milli þeirra um eignir er staða langlífari við andlát, miklu veikari, en ef um hjón er að ræða. Nægir þar að nefna að eftirlifandi sam- búðaraðili nýtur h vorki erfðahlutar að lögum né búshluta. Skiptareglur skiptalaga eiga ekki við, reglur um fjármál hjóna eiga ekki við og skiptin fara fram eftir almennum reglum fjármunaréttarins, nema að því er snertir ágreining, sem upp kann að koma milli langlífari sambúðaraðila og erfingja hins skammlífari. Úr slíkum ágreiningi sker skiptaréttur. Aður var talið að sambúðarkona ætti rétt á ráðskonulaunum við slit sambúðar. Ráðskonulaun voru einnig dæmd í nokkrum tilvikum við slit sambúðar vegna andláts. Á síðari árum hefur hins vegar verið tilhneiging til þess að líta svo á, að slík laun eigi ekki að dæma við sambúðarslit, liggi ekki fyrir samningur um það. Þess í stað hafa dóm- stólar dæmt langlífari sambúðaraðila rétt til hlutdeildar í eignamyndun á sambúðartíma, eða viðurkennt að sameign hafi stofnast. Með því móti hefur verið komið í veg fyrir, að sá aðilinn, sem ekki er skráður fyrir eða talinn eigandi eignanna glati rétti sínum á ósanngjarnan hátt. Tryggingar til hagsbóta fyrir langlífari maka Höfuðstólstrygging er nefnd sú líftrygg- ing, þar sem greiða skal út tryggingafjár- hæðina í einu lagi, er vátryggingarat- burðurinn gerist. Lífeyristrygging á hinn bóginn er nefnd sú trygging, þar sem vátryggingarféð er greitt smátt og smátt. Um þessar tryggingar gilda reglur vá- tryggingarsamningsins, sem gerður er á grundvelli skilmála tryggingarfélagsins og laga um vátryggingarsamninga. Mikilvægt er, að maki sé skilmerkilega tilnefndur viðtakandi bótanna, til þess að tryggt sé að hann fái einn bæturnar, standi vilji til þess og er unnt að gera tilnefninguna óafturtæka. Unnt er að taka líftrygginguna til hagsbóta fyrir sambúðaraðila, en þá er nauðsynlegt 32

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.