Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 48

Ný Dögun - 01.11.1991, Blaðsíða 48
Dögun stefnunni gerði ég mér ljóst hvað krufningin hafði gefið mér. Ég væri sleginn yfir því ef Helga hefði ekki verið krufin, og að ég vissi ekki dánarorsökina. Lagaleg staða ekkna og ekkla Óþægilegt var að vera bendlaður við lög- regluna eins og maður hefði gert eitthvað af sér. Viðmót rannsóknarlögreglumannsins var milt og á ég einungis góðar minningar um hann, og hann var einungis að vinna starf sitt. Síðan héldu áfram samskipti mín við pappírsfarganið hjá hinu opinbera þar sem syrgjandinn er leiddur áfram frá einum til annars og veit ekkert hvað bíður hans, og engar skriflegar leiðbeiningar að hafa um til hvað aðila þarf að fara, og í hvaða röð. Ekki hefur maður af miklu þreki að státa, en reiðin „út í kerfið" er vissulega drifkraf tur, en hræðilega slítandi drifkraftur. Málin leystust hægt og sígandi með aðstoð em- bættismannanna sem urðu á leið minni og vísuðu aðeins á næsta embætti sem ég þurfti að heimsækja. Þegar ég hafði náð í rétta aðilann á h verjum stað var þetta ekkert mál, en þetta tók tímann sinn. Á þessum tíma starfaði Hlöðver sem skiptaráðandi, þar fyrst fékk ég loks heildarmynd af ferlinu og góða og mannlega skýringu á öllu þessu sem ég þurfti að ganga í gegnum. Áfallahjálp, og stuðningur við hjálparaðila Áfallahjálp er í mínum huga tvískipt, fyrri hlutinn er um stuðning við þann sem er hjálpað, en síðari hlutinn er um þann stuðn- ing sem hjálparaðilinn fær. A) Stuðningur við þann sem hefur misst („syrgjandann"). Ástæðan fyrir því að ég get flutt ykkur sögu mína fyrst úr pontu námstefnunnar og nú í þessu blaði er að ég hef unnið með tilfinningar mínar og tjáð mig um þær. Fyrir um þremur árum fór ég á námskeið um sorgina, og einn af þeim sem stóð að 48 þessu námskeiði var séra Sigfinnur. Það sem hjálpaði mér einna mest var að fá leyfi til að vera reiður við Guð og Helgu. Séra Sigfinnur segir „ við verðum að finna sorginni farveg", og „við verðum að lifa okkur í gegnum sorgina". Mér tókst að játast undir reiðina við Guð „að láta Helgu deyja"og Helgu fyrir „að deyja", og skilja mig eftir, ekki síst með börnin, og ætla mér að sinna tilfinn- ingaþörfum þeirra. Það að játast undir svo ósæmilega tilfinningu eins og að vera reiður við þann látna gaf mér kost á að opna, og síðan að lifa að nýju. Þegar ég lít til baka hugsa ég alltaf um fjögurra mánaða múrinn þar sem maður finnur ekki neitt. Síðan gerist það að allt í einu losnar um tilfinningarnar og sársaukinn hellist yfir af fullum þunga, og maður bugast undan þunganum, aftur og aftur. Þá er það fyrsta árið, að lifa án Helgu og fyrirvaralaust að falla öðru hverju niður í depurðarþanka þegar eitthvað minnti á hana. Annað árið fór í að vinna með missinn í dauða, og smám saman verður auðveldara að ná sér upp úr depurðar- og saknaðar- köstum. Og það er ekki fyrr en tveimur árum eftir að Helga deyr að ég horfist í augu við að við vorum að skilja. Helga dó án þess að við gerðum upp okkar mál, og ég sópaði þeim undir gleymskuteppi og lét eins og það væri ekki til. Þessi óuppgerðu mál milli okkar Helgu hef ég borið með mér, þau koma upp í hugann af og til, og ég er að læra að lifa með þeim. B) Stuðningur við hjálparaðilann („hjálpandann"). Eg vil brýna fyrir öllum sem að koma nálægt hjálparstarfi, að eiga vísan stuðn- ingsaðila fyrir sjálfan sig. Við verðum að vinna með okkur sjálf og verðum að leita okkur að stuðningsaðilum til að forðast kulnun og að brenna ekki út. Full ástæða er til að gefa þessu gaum, við gerum það í samtökunum hér í Reykjavík. Áfallahjálp er í mínum huga efni allrar námstefnunnar, Rúdólf og Svanlaug takk fyrir nýyrðin áfallahjálp og kulnun.

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.