Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2018, Page 63

Ægir - 01.10.2018, Page 63
63 irbúnings-, hönnunar- og útboðsvinna en það liggur fyrir að skipinu er ætlað að ráða við allar þær rannsóknir sem við stundum. Það á að geta dregið botntroll og flottroll, stundað hefðbundnar haf- rannsóknir og bergmálsmælt uppsjávar- fiska, svo nokkur atriði séu talin. Með öðrum orðum verður þetta fjölnota rannsóknaskip sem við reiknum með að verði ívið minna en rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE en búið öllu því besta sem þekkist í hönnun og tækni skipa í dag,“ segir Sigurður sem reiknar með að skipuð verði sérstök nefnd sem hafi smíði skipsins með höndum og ákvarðanir um hvernig að verkefninu verði staðið. Gæfuspor að hverfa frá magnhugsuninni Sigurður segir að í samanburði við aðr- ar sjávarútvegsþjóðir standi Íslendingar sig á margan hátt vel í hafrannsóknum, sérstaklega ef tekið sé mið af stærð eða öllu heldur smæð, þjóðarinnar. „En auðvitað má alltaf gera betur og fáar þjóðir sem eiga jafn mikið undir að nýta sjávarauðlindir sínar. Ef við horfum til Evrópu sjáum við sjávarútveg víðast hvar niðurgreiddan með frekar óskemmtilegum afleiðingum fyrir fiski- stofnana þannig að við getum á margan hátt verið ánægð með þá stöðu sem við höfum hér á landi. Hafrannsóknir hafa skilað okkur vel fram á við og ein stærsta breytingin á síðari áratugum var þegar okkur varð ljóst að við þyrft- um að fara okkur hægar í sókninni í fiskistofnana. Það útheimti vissulega talsverð átök en ég hygg að enginn vilji hverfa í dag til baka frá núverandi fyrir- komulagi. Menn sjá árangurinn sem hef- ur skilað sér eftir að við hættum að hugsa um magn og fórum að horfa á gæðin. Í þeirri hugsun viljum við vera til framtíðar og ekki aðeins hvað varðar hefðbundnar fiskafurðir heldur sjáum við líka stöðuga aukningu verða á alls kyns hliðarafurðum og verðmætasköpun úr sjávarfangi til dæmis snyrtivörur, lækningavörur og þar fram eftir götun- um. Sú þróun er ánægjuleg.“ Gagnrýnin eðlileg Ekki hefur farið hjá því að oft hafi gust- að verulega um Hafrannsóknastofnun, ákvarðanir hennar og veiðiráðgjöf. Sig- urður segir þá umræðu eðlilega í ljósi þess hversu miklir hagsmunir séu undir fyrir greinina og þjóðarbúið í heild. „Almennt finnst mér meiri skilningur í samfélaginu og meðal ráðamanna á okkar starfi en áður var. Hins vegar verður gagnrýni alltaf til staðar og við því að búast að hún geti orðið nokkuð heiftarleg á köflum. Þegar miklir hags- munir eru í húfi þá er þess krafist af okkur að setja mikinn kraft í einstök verkefni, líkt og loðnurannsóknir eru dæmi um. Því miður getum við ekki orð- ið við öllum þeim óskum sem til okkar er beint en við reynum okkar besta í þeim línudansi sem okkar starf er.“ Grunnrannsóknar verður að auka Sigurður segir efnahagsáfallið fyrir 10 árum hafa sett verulega mark sitt á starf Hafrannsóknastofnunar, líkt og margra annarra stofnana. „Við þurftum að ganga í gegnum hremmingar í kjölfar þessa og erum kannski rétt að ná fyrri styrk núna en í heildarmyndinni má segja að stofnunin hafi aldrei verið ofal- in af fjárveitingum til verkefna sinna. Okkur hefur tekist að stunda þær vakt- anir sem nauðsynlegar eru á helstu nytjastofnum en óskastaðan væri sú að geta stundað til muna meiri grunnrann- sóknir en við gerum. Að vakta hvað er að gerast í hafinu og lífríkinu og hvaða áhrif breytingar hafi á þessa helstu nytjastofna. Í þessu samhengi má benda á breytingar í mynstri loðnunnar sem tengjast hlýnun sjávar en þar erum við að sjá algjörlega nýtt og áður óþekkt landslag stofnsins sem við þurfum að skilja miklu betur. Og séu breytingar í mynstri loðnunnar komnar til að vera þá er þess ekki langt að bíða að við sjáum einhverjar breytingar verða í þorskinum þannig að þetta tengist allt. Að sama skapi sjáum við fisk eins og makríl koma hér á miðin vegna hærri sjávarhita, grá- lúða hefur látið undan síga en ýsustofn- inn er að ná sér á strik á nýjan leik. Allt er þetta samspil í stóru heildarmyndinni sem við þurfum að skilja betur en við gerum í dag. Til þess þarf auknar rann- sóknir.“ Átján ár eru liðin síðan Hafrannsóknastofnun fékk Árna Friðriksson RE, sem þá þótti mikill áfangi í starfsemi stofnunarinnar. Með ákvörðun Alþingis á hátíðarfundi síðastliðið sumar er ljóst að nýtt skip verður komið í skipastól stofnunarinnar innan fárra ára.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.