Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2018, Page 134

Ægir - 01.10.2018, Page 134
134 Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa látið smíða fjölmörg skip á síðustu árum eins og allir vita en á færra vitorði er að mörg þeirra eru búin aðalvélum og öðr- um vélbúnaði frá japanska framleiðand- anum Yanmar. Það hlýtur að segja eitt- hvað um gæði vélanna. Marás er um- boðsaðili þessa þekkta merkis og við spurðum Hallgrím Hallgrímsson hverju þetta sætti. „Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að hönnuðir skipanna og þeir sem standa fyrir smíði þeirra vita að hverju þeir ganga þegar vélarnar frá Yanmar eru annars vegar. Yanmar hefur þróað vélar fyrir skip af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að vera ákaflega sparneytnar á orkuna og endingargóðar að auki sem leiðir af sér lága bilanatíðni og þar af leiðandi lítinn viðhaldskostnað. Við getum ekki verið annað en ánægðir með viðtökurnar sem Yanmar hefur fengið hér á Íslandi en láta mun nærri að eitt af hverjum þrem- ur skipum í flotanum séu með Yanmar aðalvél,“ segir Hallgrímur. Systurskipin öll með Yanmar Nú er hafin smíði á sjö systurskipum í Noregi sem eru 28,95 m að lengd og 12 m á breidd. Fyrsta skipið kemur til landsins í mars á næsta ári og svo týnast þau hingað eitt af öðru í framhaldinu. Um er að ræða tvö togskip fyrir Gjögur hf., tvö fyrir Skinney Þinganes hf., tvö fyrir Berg Huginn ehf. og eitt fyrir Útgerðar- félag Akureyringa. Í öllum þessum skip- um eru báðar aðalvélarnar frá Yanmar auk þess sem framdrifsbúnaður, gír og skrúfubúnaður er frá Finnöy FZ og Yan- mar. Einnig er Yanmar búnað að finna í 45 m löngu skipi sem verið er að smíða fyrir Olíudreifingu ehf., í nýju skipi fyrir Útgerðarfélag Sandgerðis og loks í björg- unarskipi sem Rafnar ehf. er að smíða fyrir Landhelgisgæsluna. „Japanska fyrirtækið Yanmar er ríf- lega 100 ára gamalt í smíði díselvéla og hefur síðustu ár verið í fararbroddi þeg- ar kemur að framleiðslu vistvæns vél- búnaðar. Þeir hafa fylgst vel með þróun- inni og sett á markað eyðslugrannar vél- ar en um leið gríðarlega aflmiklar og áreiðanlegar. Marás hefur átt gott sam- starf við þennan framleiðanda í mörg ár enda sýn og stefna beggja fyrirtækja sú sama; að vera leiðandi í vélbúnaði fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi og bjóða eingöngu vottaðan og viðurkenndan búnað,“ segir Hallgrímur. Allt fyrir brú og vélarrúm Marás er einnig umsvifamikið í sölu sjálfvirks stjórnbúnaðar fyrir togvindur frá Scantrol í Noregi. Búnaðurinn, sem kallast „SCANTROL ISYM“, er þegar í fjöl- mörgum íslenskum fiskiskipum, bæði ný- smíðuðum og einnig þeim sem hafa verið endurnýjuð. Þetta er búnaður sem hefur sannað notagildi sitt og reynst mjög vel. Auk þess að stýra togvindunum býður Scantrol upp á „SCANTROL ISPOOL“ bún- að sem stýrir vírunum inn á tromluna. Sé Scantrol stjórnbúnaður fyrir í skipinu er hægt að samtengja hann og vírastýri- búnaðinn. „Þá má nefna að fyrir um tveimur mánuðum tókum við að selja hin marg- frægu Ibercisa togspil frá Spáni en þau hafa verið lengi um borð í íslenskum skipum og reynst vel. Nú flytur Marás þessi spil beint inn frá Spáni og við hyggjumst efla sölustarfið og bæta alla þjónustu við þessi traustu tæki. Að síð- ustu er vert að taka fram að dótturfyrir- tæki Marás, Friðrik A. Jónsson, er hér í sama húsi en þeir hafa lengi selt og þjónustað heimsþekkt merki í hvers kon- ar rafeindabúnaði fyrir íslenska flotann. Saman bjóða þessi fyrirtæki því heildar- lausnir í bæði vélarrúm og brú þaðan sem öllu er jú stjórnað,“ segir Hallgrímur að síðustu. maras.is Hallgrímur Hallgrímsson sölustjóri véla hjá Marás við mynd af sjö skipum sem nú eru í smíðum fyrir íslensk útgerðarfyrirtæki en öll eru þau með tvær aðalvélar frá Yanmar. Yanmar – eyðslugrannar og endingargóðar vélar Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.