Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2018, Síða 144

Ægir - 01.10.2018, Síða 144
144 Gert er ráð fyrir því að bjóða upp á tengingu skipa við hitaveitu við Mið- garð í Grindavíkurhöfn eftir að fram- kvæmdum við hann lýkur. Það verður þá valkostur til viðbótar við hina tvo sem er að tengjast rafmagni úr landi eða keyra ljósavélar. Nú eru þrjú skip í smíð- um, tvö fyrir Gjögur og eitt fyrir Vísi, en skip þessara útgerða landa oftast í Grindavík. Þau verða búin þeim mögu- leika að geta hitað skipin með heitu vatni úr landi. „Sumir segja reyndar að yfirleitt stoppi skipin svo stutt við að menn verði ekkert að pæla í þessu, en maður veit ekkert hvað verður í framtíðinni. Kannski verður rafmagnsverð í hæstu hæðum og fylgir olíuverðinu, en hvernig sem það er, verður alltaf töluvert ódýr- ara að kynda með heitu vatni en raf- magni. Bara rétt eins og með húsin. Þess vegna munum við bjóða upp á þennan kost. Við verðum með slíka aðstöðu fyrir fimm skip í senn en til að byrja með verður hún aðeins fyrir tvö skip,“ segir Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík. Viðmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í höfninni í Grindavík í tvö ár. „Dýpkunarframkvæmdum er um það bil að ljúka. Stálþilið er komið og verið að undirbúa fyllingu fyrir þekju. Mest öll lagnavinnan er klár og þá er hægt að fara að steypa ef veður leyfir. Við erum svolítið í kapphlaupi við tíma. Við von- umst til að geta klárað helminginn fyrir áramót og restina á næsta ári. Fyrirtæk- ið Haftak hefur verið með meginþung- ann af verkinu en Björgun sér núna um dýpkunina.“ Ódýrara en áður að dýpka Hugmyndir eru um að dýpka lengra út í höfnina framan Miðgarðs og auka með því athafnarými fyrir skipin. „Nú er orð- in gjörbylting í dýpkunum. Hingað til hefur alltaf þurft að sprengja, en nú eru þeir búnir að hanna skófluna sína það vel að þeir geta grafið upp þykkar klapp- ir sem áður þurfti að sprengja og fyrir vikið er verkið mun ódýrara. Það munar alveg helmingi. Við sjáum því ágætis tækifæri í því að halda pínulítið áfram,“ segir Sigurður. Þilið var fært aðeins meira fram en upphaflega var gert ráð fyrir, um fimm metra í stað þriggja. Fyrir vikið fæst meira hafnarsvæði en minna svigrúm framan við og þessa vegna er verið að dýpka þar. Landfylling við Eyjabakka „Verkið hefur gengið vel, er nánast á áætlun og undir kostnaðaráætlun þann- ig að við erum tiltölulega sáttir. Það sem Björgun er að gera núna er í raun það sem við ætluðum að gera eftir 2019 og fáum þannig fulla nýtingu á hafnar- mannvirkið strax. Við höfum svo verið að nota fyllingarefni til að gera landfyll- ingu við Eyjabakka. Hún er ekki mikil en þó myndast þar svæði þar sem hægt verður að geyma þungavarning úr flutningaskipum um stundarsakir, eins og stál eða rör eða eitthvað svoleiðis. Við erum að reyna að skjóta fleiri stoðum undir tekjuöflunina. Við berjumst svolít- ið í bökkunum og þó þetta sé stór og öfl- ug fiskihöfn þá dugir það ekki alveg til að standa í miklum framkvæmdum. Við vonum því að fleiri skip skili sér til okkar í framtíðinni svo við getum betur staðið á eigin fótum,“ segir Sigurður A. Krist- mundsson. grindavik.is/hofnin Bjóða upp á hitaveitu fyrir skipin Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík er ánægður með gang mála við framkvæmdirnar. Dýpkunarskipið Pétur mikli frá Björgun dýpkar höfnina í Grindavík. Sjávarútvegur á 100 ára afmæli fullveldis Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.