Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 34
34 MENNING 7. september 2018 geirsgötu 8 / s. 553 1500 Sumartilboð Sægreifans Humarsúpa, brauð & ískaldur gull á 2.000 kr Frábærir réttir sem þú verður prófa Óhætt er að fullyrða að framboð á mat í íslenskum verslunum og veitingahúsum hafi tekið stakkaskipt- um á undanförnum áratugum. Alls konar hráefni og réttir frá framandi slóðum fást núna hérlendis sem hefur gert að verkum að víðsýni íslenskra mat- gæðinga eykst jafnt og þétt. Það jafnast þó ekkert á við það að skella sér í ferðalag til útlanda og fá smjörþefinn af matarmenningu annarra landa. Hér eru nokkrar tillögur, í engri sérstakri röð, af réttum ýmissa þjóða sem nauðsynlegt er að prófa í upp- runalandinu, eða löndunum, á lífsleiðinni. Hversu marga rétti hefur þú smakkað? Moules-Frites, Belgía Annar réttur þar sem franskar kartöflur leika lykilhlutverk en þessi er ögn fágaðri! Um er að ræða kræklinga sem eru bornir fram með frönskum. Skelfiskurinn er matreiddur á margs konar hátt en klassíska aðferðin inniheldur hvítvín, smjör, skallotlauk og steinselju. Poutine, Kanada Sennilega subbulegasti rétturinn á listanum en mögulega sá ljúffengasti. Í stuttu máli er um að ræða skammt af frönskum og gúmmíkennd- um ostabitum og helling af brúnni kryddaðri sósu. Rétturinn er upprunninn í Quebec-héraði í Kanada og var hafður að háði og spotti um árabil. Hann hefur þó fest sig í sessi jafnt og þétt og er núna feikivinsæll um allt landið. Ekki dæma fyrr en þið hafið smakkað. Borscht, Úkraína/Rússland Einkennisréttur slavneskra fátæklinga og vinsæll réttur í Austur-Evrópu og víðar. Súpan er oftast borðuð köld, þó að heitar útgáfur þekkist einnig. Aðalhráefnið er rauðrófur sem gefur súpunni þann sterka lit sem hún er þekkt fyrir. Nasi Lemak, Malasía Þjóðarréttur Malasíu. Um er að ræða sterkan hrísgrjónarétt sem er borðaður í öll mál eystra. Hrísgrjónin eru soðinn upp úr kryddaðri kókosmjólk og ofan á þau er sett sterkt chili-mauk úr margskonar hráefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.