Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Qupperneq 34
34 MENNING 7. september 2018 geirsgötu 8 / s. 553 1500 Sumartilboð Sægreifans Humarsúpa, brauð & ískaldur gull á 2.000 kr Frábærir réttir sem þú verður prófa Óhætt er að fullyrða að framboð á mat í íslenskum verslunum og veitingahúsum hafi tekið stakkaskipt- um á undanförnum áratugum. Alls konar hráefni og réttir frá framandi slóðum fást núna hérlendis sem hefur gert að verkum að víðsýni íslenskra mat- gæðinga eykst jafnt og þétt. Það jafnast þó ekkert á við það að skella sér í ferðalag til útlanda og fá smjörþefinn af matarmenningu annarra landa. Hér eru nokkrar tillögur, í engri sérstakri röð, af réttum ýmissa þjóða sem nauðsynlegt er að prófa í upp- runalandinu, eða löndunum, á lífsleiðinni. Hversu marga rétti hefur þú smakkað? Moules-Frites, Belgía Annar réttur þar sem franskar kartöflur leika lykilhlutverk en þessi er ögn fágaðri! Um er að ræða kræklinga sem eru bornir fram með frönskum. Skelfiskurinn er matreiddur á margs konar hátt en klassíska aðferðin inniheldur hvítvín, smjör, skallotlauk og steinselju. Poutine, Kanada Sennilega subbulegasti rétturinn á listanum en mögulega sá ljúffengasti. Í stuttu máli er um að ræða skammt af frönskum og gúmmíkennd- um ostabitum og helling af brúnni kryddaðri sósu. Rétturinn er upprunninn í Quebec-héraði í Kanada og var hafður að háði og spotti um árabil. Hann hefur þó fest sig í sessi jafnt og þétt og er núna feikivinsæll um allt landið. Ekki dæma fyrr en þið hafið smakkað. Borscht, Úkraína/Rússland Einkennisréttur slavneskra fátæklinga og vinsæll réttur í Austur-Evrópu og víðar. Súpan er oftast borðuð köld, þó að heitar útgáfur þekkist einnig. Aðalhráefnið er rauðrófur sem gefur súpunni þann sterka lit sem hún er þekkt fyrir. Nasi Lemak, Malasía Þjóðarréttur Malasíu. Um er að ræða sterkan hrísgrjónarétt sem er borðaður í öll mál eystra. Hrísgrjónin eru soðinn upp úr kryddaðri kókosmjólk og ofan á þau er sett sterkt chili-mauk úr margskonar hráefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.