Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Qupperneq 4
4 16. nóvember 2018FRÉTTIR É g má ekki til þess hugsa hvað hefði getað gerst ef ég hefði verið trúgjarnari. Þessi einstaklingur var búinn að hafa mikið fyrir því að vinna traust mitt og en þegar mig fór að gruna að maðkur væri í mysunni þá hvarf hann eins og dögg fyrir sólu. Mér finnst vanta meiri umræðu um hvað samfélagsmiðlar geta verið varasamir,“ segir hin tvítuga Arnrún Bergljótardóttir í sam- tali við DV. Arnrún flaug nýlega til London og mun dvelja þar næstu vikurnar. Hún gerði því vandlega skil á Instagram-síðu sinni hvar hún hygðist dvelja og kom því á framfæri að hún þekkti ekki marga þar ytra. „Þá hafði samband við mig stúlka á svipuðu reki og ég. Hún sagðist vera í svipaðri stöðu og ég. Ekki þekkja marga heldur og vildi gjarnan eignast vini,“ segir Arn- rún. Þær stöllur spjölluðu á miðl- inum og ákváðu síðan að hittast í eigin persónu á kaffihúsi. Vildi ólm bjóða henni inn í íbúðina „Ég hafði náttúrlega bara talað við þessa manneskju á netinu og taldi því skynsamlegt að við hittumst á einhverjum opinberum stað fyrst. Hún bað mig þá um að koma við heima hjá sér og síðan færum við saman á nærliggjandi kaffihús. Ég samþykkti það enda fannst mér það ekkert óeðlilegt,“ segir Arnrún. Þegar hún lét hina nýja vinkonu sína vita af því að hún væri kom- in að heimili hennar í bresku höf- uðborginni þá fékk hún undarleg svör. „Þá sagði hún mér að hún hefði skroppið í sturtu og bað mig um að koma að útidyrahurðinni sinni og banka upp á. Ég var tví- stígandi en stelpan pressaði stíft á mig að koma inn. Inngangurinn að íbúðinni hennar var fyrir aftan stóra blokk og mér leist ekki á blik- una,“ segir Arnrún. Hún endaði með því að neita staðfastlega að banka og fara inn í íbúðina. „Ég sagði henni að það kæmi ekki til greina því ég hefði ekki hitt hana í eigin persónu,“ segir Arnrún. Þá blokkaði við- mælandinn hana á Instagram. „Þessi samskipti vöktu upp hjá mér óhug. Ég komst stuttu síðar að því að þetta var gerviaðgangur þar sem viðkomandi notaði mynd- ir og upplýsingar um aðra stúlku. Ég veit því ekkert við hvern ég var að tala en mig hryllir við því hvað hefði getað gerst ef ég hefði ver- ið bláeygðari, bankað og jafnvel farið inn í íbúðina,“ segir Arnrún. Hún kynntist síðan annarri stúlku í hverfinu í gegnum samskipta- miðilinn og sú hafði lent í sam- bærilegri reynslu. „Ég hef síðan rætt þetta við vini mína sem eru flestir á því að þeir hefðu ekki verið jafn tortryggnir og ég í þessum aðstæðum. Ég held því að það vanti meiri umræðu um hætturnar sem geta skap- ast við notkun samfélagsmiðla og hvað það sé auðvelt að misnota traust fólks. Maður á aldrei að treysta neinum á samfélagsmiðl- um sem maður hefur ekki hitt í eigin persónu og hvað þá að fara heim til viðkomandi,“ segir Arn- rún ákveðin. n Ekkert hægt að gera um helgar Þ að er kannski ekki á vitorði allra lesenda að Svarthöfði á tvö börn. Loga litla og Lilju sem Svarthöfði kallar prinsessuna sína. Þetta eru ágætis- krakkar en frek eins og flest börn eru í dag. Þegar gríslingarnir koma til Svarthöfða gamla á pabbahelg- um dugar ekki að hanga heima og láta sér leiðast. Alltaf verður að gera eitthvað. Þetta er mikið vandamál því Ís- land er leiðinlegt land fyrir börn og lítið um að vera. Meira að segja hérna á suðvesturhorninu þar sem nánast allir búa. Google-leitin „Hvað er hægt að gera í Reykjavík með börnum?“ skilar litlu. Hvern- ig ætli fólk á landsbyggðinni hafi það? Þar hlýtur fólk að setja þung- lyndislyf út í kornflexið til þess að komast í gegnum daginn. Hér á Íslandi er kalt, blautt og dimmt stærstan hluta ársins og fámennið gerir rekstrargrundvöll fyrir allan munað erfiðan. Hér eru jú söfn, misáhugaverð og rándýr. Börnin hafa hins vegar ekki snefil af áhuga á menningu og ferð á safn því í rauninni eins og auka dagur í skólanum fyrir þau. Kvikmyndahúsin eru opin en hver ferð þangað kostar hátt í tíu þúsund kall. Bíógreifarnir gæta þess að smyrja vel á bæði mið- ana og gotteríið. Svarthöfði hef- ur frekar geð í sér til að sækja bíó- myndir á torrentsíður og kaupa sælgætið í Bónus. Sund er hefðbundið svar sem Svarthöfði fær þegar Svarthöfði kvartar yfir skorti á afþreyingu fyrir börn í borginni. Sundlaugarnar eru alls staðar og á viðráðan- legu verði. Sund er aftur á móti ekkert skemmtilegt, hvorki fyrir Svarthöfða né afkvæmi Svarthöfða. Sem dægradvöl eru sundlaugarn- ar skítaredding Íslendinga. Þar er blautt, kalt, skítugt og hávaði mik- ill. Auk þess er Svarthöfði ekkert fyrir að sýna bert hold. Pabbahelgar eru erfiðar á Ís- landi. Kvíðavaldandi líka. Í raun er það heilbrigðismál að komið sé upp almennilegri og áhyggjulausri afþreyingu fyrir helgarfeður. Ætti þetta að vera á fjárlögum eða fjár- málaáætlun Reykjavíkurborgar. Einhvers konar stofnun sem gríp- ur fólk og sér alfarið fyrir skemmt- un yfir heila helgi, endurgjalds- laust. Svarthöfði mun kjósa þann flokk sem lofar því í næstu kosn- ingum. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Staðfest hæð Eiffel-turnsins er 299,923 metrar en það er aðeins á sumrin. Á vet- urna skreppur stálið saman vegna kulda og er hann þá fimmtán sentimetrum styttri en ella. 666 er happatala í Kína og voru ótal- margir Kínverjar sem giftu sig þann 6. júní 2006. Facebook er blátt vegna þess að Mark Zuckerberg er litblindur og getur aðeins séð bláa litatóna. Skoska bikarleiknum gegn Falkirk og Inverness Thistle árið 1979 var frestað 29 sinnum vegna óveðurs. Gíraffar geta ekki hóstað. Hver er hann n Hann er fæddur 2. janúar 1967. n Hann hefur unnið sem sem leigubílstjóri, á Kópavogshæli og Kleppi. n Hann er með meirapróf og var undir áhrifum frá anarkisma og pönkhljómsveitinni Crass á unglingsárum. n Hann hefur gefið út nokkrar sjálfsævisögulegar bækur. n Árið 2005 fékk hann nafni sínu breytt í þjóðskrá. SVAR: JÓN GNARR „Google-leitin: „Hvað er hægt að gera í Reykjavík með börnum?“ skilar litlu Hurð skall nærri hælum hjá Arnrúnu í London „Það vantar umræðu um hvað samfélags- miðlar geta verið hættulegir Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.