Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 8
8 16. nóvember 2018FRÉTTIR LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 T ryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls, hefur í átta mánuði þurft að dúsa í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi. Áður hafði hann dvalið við gott atlæti á dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár. Í byrjun árs þurfti Tryggvi að fara í aðgerð á Landspítalanum. Á meðan hann var fjarverandi skrifaði starfs- fólk heimilisins undir undirskrifta- lista þess efnis að það myndi ganga út ef Tryggvi sneri aftur á Kirkju- hvol. Hefur fjölskylda Tryggva feng- ið mismunandi skýringar á þessum aðgerðum starfsfólks, allt frá því að Tryggvi væri erfiður í samskiptum og ylli miklu álagi á starfsfólk, yfir í að ekki væri hægt að tryggja öryggi hans á Kirkjuhvoli. Hjúkrunarheim- ilið gat þó í 11 ár veitt honum þjón- ustu án þess að nokkurn tímann hafi verið rætt að öryggi hans væri ógnað með veru hans þar. Í stað þess að dvelja í rúmlega 500 metra fjarlægð frá eiginkonu sinni þá aðskilja rúmlega 100 kíló- metrar þau. Tryggvi dvelur einn og yfirgefinn á lungnadeild Landspít- alans í Fossvoginum og getur ekki hitt ástvini sína eins oft og hann langar. Hann segist upplifa sig sem einskis nýtan pappakassa sem er hent í geymslu. Fjölskyldumeðlim- ir telja að um gróft mannréttinda- brot sé að ræða en engin lausn virð- ist í sjónmáli. Kostnaðurinn við dvöl Tryggva í Fossvoginum er ærinn eða 350 þúsund krónur á dag. Heppinn að lifa slysið af Á vordegi einum fyrir tólf árum breyttist líf Tryggva Ingólfssonar til frambúðar. Hann var í útreiðartúr með fjölskyldu sinni þegar hestur hans hrasaði. Tryggvi féll af baki og slasaðist alvarlega. „Ég féll af baki og heyrði þegar hálsliðurinn brotn- aði. Eftir það er hins vegar allt svart,“ sagði Tryggvi í viðtali við Morgun- blaðið fyrir áratug. Afleiðingar slyssins voru þær að Tryggvi lam- aðist fyrir neðan háls, þar með talin öndunarfæri, og hefur þurft aðstoð við allar athafnir daglegs lífs síðan. Hann mátti teljast afar heppinn að komast lífs af því þegar slysið átti sér stað hafði enginn á Íslandi lifað af svo alvarlegan mænuskaða. Fyrst eftir slysið dvaldi Tryggvi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og síðan fór hann í endur- hæfingu á Grensás í tíu mánuði. Í kjölfarið fékk hann pláss á Kirkju- hvoli, nálægt heimili hans, en í áð- urnefndu viðtali við Morgunblað- ið dásamar Tryggvi þjónustuna og sagðist njóta bestu mögulegu hjúkr- unar frábærra starfsmanna. Ástæða brottrekstrar síbreytileg Rétt er að geta þess að fjörtíu starfs- menn starfa á Kirkjuhvoli og því var aðeins hluti starfsmannanna ósáttur við Tryggva. Ástæðan fyrir þessum viðbrögðum starfsfólks var sögð sú að Tryggvi væri erfiður í samskiptum. Seinna var því haldið fram að mannekla á Kirkjuhvoli væri ástæðan fyrir því að hann gæti ekki snúið til baka, en síðasta ástæð- an sem var gefin var sú, sem fyrr segir, að ekki væri hægt að trygga ör- yggi hans. Í kjölfarið sagði sveitarfé- lagið einhliða upp samningi við rík- ið vegna umönnunar Tryggva. Í átta mánuði hefur líf Tryggva verið í biðstöðu og unir hann hag sínum illa. Hann þakkar starfsfólki Landspítalans sérstaklega fyrir að reyna gera allt í sínu valdi til að gera vist hans þar eins þægilega og hægt er. Fjölmiðlar fjölluðu um málið fyrir sjö mánuðum en engin lausn hefur enn fundist. „Það hefur ekkert gerst núna í átta mánuði. Ég hef verið heimil- islaus í átta mánuði, í fyrsta skipti á ævinni,“ segir Tryggvi, sem kann því afar illa að dveljast fjarri eigin- konu sinni og fimm börnum. „Það er enginn sem tekur ábyrgð á þessu máli og það er aldrei neinn sem ræðir við mig að fyrra bragði. Börn- in mín hafa verið að krefja yfirvöld um lausn á málinu og það er í eina skiptið sem eitthvað fer á hreyfingu,“ segir Tryggvi. Viðbrögð starfsfólks komu á óvart Hann segir að viðbrögð starfsfólks á Kirkjuhvoli hafi komið honum í opna skjöldu. „Mér leið mjög vel á Kirkjuhvoli og var ánægður með þá umönnun sem ég fékk. Það kom mér mjög á óvart þegar ég heyrði að starfsfólk vildi ekki fá mig aftur,“ segir Tryggvi. Hann vísar því alfar- ið á bug að hann hafi verið erfiður í samskiptum. DV hefur ítrekað reynt að fá svör frá sveitarfélaginu vegna málsins en án árangurs. Þau svör sem þó ber- ast eru á þann veg að ekki verði rætt um einstök mál, eða vísað á aðra sem einnig neita að tjá sig um mál- ið. Þá óskaði DV eftir afriti af samn- ingi sveitarfélagsins, Rangárþings eystra, við velferðarráðuneytið um umönnun Tryggva en bárust þá þau svör að slíkur samningur væri ekki tiltækur hjá sveitarfélaginu né upp- sögn hans. n DV mun fjalla ítarlega um málið á næstunni á DV.is. n Tryggvi Ingólfsson hefur þurft að dúsa á Landspítalanum í átta mánuði n Fær ekki snúa á hjúkrunarheimilið á Kirkjuhvoli „Mér leið mjög vel á Kirkjuhvoli og var ánægður með þá umönnun sem ég fékk. Það kom mér mjög á óvart þegar ég heyrði að starfsfólk vildi ekki fá mig aftur. HEIMILISLAUS Í FYRSTA SKIPTI Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.