Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Qupperneq 31
Góðar stundir 16. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ Í hjarta miðbæjarins við Tjörnina er Tjarnarbíó, eitt af atvinnuleik-húsum borgarinnar. Húsið var endurbyggt og opnað að nýju árið 2010 og í dag er þar iðandi mannlíf og stemning frá morgni til kvölds. „Hér er gríðarlegur vöxtur, mikill uppgangur í miðasölu og aukning á gestafjölda,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Frá miðjum ágúst til loka maí eru æfingar í gangi alla daga og sýn- ingar mörg kvöld í viku. „Við sinnum allri sviðslistaflórunni. Hér er dans, barnaleikhús, hefðbundið og óhefð- bundið leikhús,“ segir Friðrik. „Hér er mikið líf allan daginn og kósí stemn- ing á Tjarnarbarnum, kaffihúsinu okkar. Tjarnarbarinn er opinn alla daga frá kl. 10 til 17. Á sýningarkvöldum er hann opnaður einum og hálfum klukkutíma fyrir sýningar og er opinn fram til kl. 23. Alla daga er í boði vegansúpa sem Marta, veitingastjóri Tjarnarbarsins, útbýr af stakri snilld. Úrvalið er fjölbreytt og sem dæmi hefur verið boðið upp á baunasúpu og tómatsúpu. Grillaðar samlokur verða á boðstólum fljótlega. Kaffi hússins er líka margrómað fyrir gæði. Einnig má geta þess að með- limir Einkaklúbbsins fá 2 fyrir 1-til- boð á súpum. Þegar líður á daginn breytist Tjarnarbarinn í bar og fyrir sýningar er Happy Hour-tilboð, sem lýkur þó hálftíma fyrir sýningar. „Það er tilvalið fyrir leikhúsgesti að mæta snemma fyrir sýningar á Tjarnarbarinn og byggja upp eft- irvæntingu fyrir sýningu kvöldsins. Eftir sýninguna er síðan hægt að ræða og kryfja hvað fram fór á sviðinu,“ segir Friðrik. „Hér eru allir velkomnir, hvort sem þeir eru að fara á sýningu eða ekki og hægt að setjast niður og fá sér veitingar þó að sýning sé inni í sal, það heyrist ekkert á milli. Eftir sýningu má oft finna leikarana úr sýningu kvöldsins á Tjarnarbarnum og þá er tilvalið að heilsa upp á þá. Einnig eru þeir oft í hádegismat hér.“ Tjarnarbarinn er ekki rekinn í gróðaskyni, heldur rennur hagnað- ur hans til sjálfstæðu leikhópanna. Einnig er leiklistarbókasafn á staðn- um sem tilvalið er að glugga í. Dagskráin í Tjarnarbíói fyrir ára- mót Dagskrá sem er framundan í nóv- ember og desember er þétt. Þann 30. nóvember er frumsýning á nýju verki sem heitir Rejúníon og verða sýningar í desember og svo aft- ur eftir áramót. Verkið fjallar um fæðingarþunglyndi, málefni sem hefur verið allt of lítið í kastljósinu. „Ævintýrið um Augastein er jólasýn- ingin okkar en Felix Bergsson hefur glatt unga sem aldna leikhúsgesti með verkinu síðastliðin 17 ár. Nú hef- ur hann þó ákveðið að breyta til og í ár verður sýningin á sviði hjá okkur í síðasta sinn!“ segir Friðrik. „Jólaævintýri Þorra og Þuru er nýtt jólaleikrit fyrir yngstu leik- húsgestina og fjölskyldu þeirra og fjallar um gildi jólanna. Svanurinn, spunahópur úr Improv Ísland, verður með sprenghlægilega jólasýningu hjá okkur. Föstudagslögin, sem samanstendur af Stefáni Jakobs- syni og Andra Ívarssyni, verða með þrenna jólatónleika og Ari Eldjárn ætlar að koma og hita upp fyrir áramótaskopið sitt. Hann verður með svona prufukeyrslu hér í mun minni sal og fyrir minni hóp en í Há- skólabíói,“ segir Friðrik. „Það er fullt af viðburðum framundan og yfir- leitt nóg um að vera fimmtudaga til sunnudaga. Oft á laugardögum og sunnudögum eru barnasýningar hjá okkur. Hér er notalegt og skemmti- legt andrúmsloft.“ Allar upplýsingar um Tjarnarbíó og viðburði þar má finna á heima- síðunni tjarnarbio.is, Facebook-síðu: Tjarnarbíó, síma 527-2100 og á net- fanginu tjarnarbio@tjarnarbio.is. n TJARNARBÍÓ: Fjölbreytt leikhúsflóra, mannlíf og stemning Rejúníon fjallar um fæðingar- þunglyndi Þorri og Þura flytja jólaævintýri Felix Bergsson flytur Ævintýrið um Augastein í síðasta sinn núna fyrir jólin Svanurinn spunahópur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.