Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Side 32
Góðar stundir 16. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ Kærleikurinn ræður ríkjum að Þverholti 5 í Mosfellsbæ, en þar er Kærleikssetrið til húsa. Starfsemina stofnaði Friðbjörg Ósk- arsdóttir árið 2005 og býður hún þar upp á fjöldann allan af meðferðum, námskeiðum, hugleiðslustundum og hópvinnu til þess að heila líkama og sál. „Í Kærleikssetrinu fjöllum við um allt sem lýtur að þroska manneskj- unnar, jafnt andlegum, sálrænum og líkamlegum þroska, því það er ekki til sú manneskja sem er bara líkamleg. Öll erum við í senn líkamleg, andleg og sálræn og við þurfum að virkja alla þessa þætti,“ segir Friðbjörg. Aðventan, tími gleði og notalegra stunda „Ég vil minna fólk á aðventunni á að spenna ekki bogann of hátt heldur að leyfa sér að njóta. Aðventan er yndis- legur tími og hans á að njóta. En það eiga ekki allir jafn gott á aðventunni. Sumir upplifa missi sem veldur mikl- um sársauka. Þá er mikilvægt að loka sig ekki af, heldur þarf að leita í um- hverfi á meðal fólks þar sem manni líður vel. Við Íslendingar erum gjarnir á að kyngja tilfinningunum og dylja þær innra með okkur. Ég tala um magasvæðið okkar sem ruslafötu því þar geymum við óunnar tilfinningar. Maður verður að viðurkenna tilfinn- ingarnar, bæði góðar og slæmar, og vinna með þær. Og margir gera sér ekki grein fyrir að þeir þurfi stuðning í vanlíðaninni. Það er engin skömm í að líða illa. Við verðum að geta losað. Þá getur verið gott að koma í Kærleiks- setrið,“ segir Friðbjörg. Ýmislegt í boði fyrir alla Kærleikssetrið er með opnar hug- leiðslustundir, námskeið, fyrirlestra, skyggnilýsingar, heilun og opið hús svo aðeins eitthvað sé nefnt. „Við erum með barnahópa og að mínu mati mætti kenna einstaklingum slökun og sálarrækt mun fyrr. Helst í grunnskóla. Þetta starf hefur gefist mjög vel og eru börnin og ekki síð- ur foreldrarnir afar ánægðir með árangurinn,“ segir Friðbjörg. Kærleiks- setrið býður upp á einkatíma í heilun og ráðgjöf, nuddtíma, markþjálfun, reiki, miðlun, tarotspá og íkonamyndir með leiðsögn. Svo er vinahópum boð- ið upp á notalega kvöldstund með ýmsum skemmtilegum uppákomum. Kjarninn Eftir áramótin gefst tækifæri til að skrá sig í hópa Kjarnans. „Grunnur kennslunnar hjá Kærleikssetrinu er einmitt kjarnavinna, sem er sjálfs- vinna. Aðaláhersla er lögð á að tengjast kjarnanum til að styrkja sjálfsmyndina. Einnig er farið í tengingu við æðra sjálfið. Við lærum að tengjast hæfileikum okkar og innri þekkingu sem við höfum öðlast í gegnum líf okkar, bæði núverandi og fyrri líf. Við munum auka næmn- ina og eflum hæfileikann í að hlusta á innsæið, sem er í raun það eina í lífinu sem er fullkomlega treystandi,“ segir Friðbjörg. Gjafabréf frá Kærleikssetrinu: Gjafir frá hjartanu „Mér þykir rosalega mikilvægt að velja gjafir frá hjartanu en forðast það að velja gjafir vegna peninga. Gjafir sem koma beint frá hjartanum hafa miklu meira innihald en þær gjafir sem koma út frá peninga- hugsun.“ Gjafabréfin hjá Kærleiks- setrinu eru alltaf vinsælar jólagjafir. „Fólki líður svo vel þegar það kemur hingað og það vill að ástvinum sín- um líði jafn vel. Gjafabréfin eru full- komnar gjafir handa þeim sem vilja gera vel við ástvini sína.“ Í Kærleiks- setrinu er einnig rekið lítið gallerý þar sem meðal annars eru til sölu hugleiðsludiskar, reykelsi, myndlist og skart. Dagskrá framundan Skyggnilýsing 22. Nóvember kl. 20. „Nærandi morgunstund“ Laugar- dagur 1. desember 2018 kl. 10–12. Síðan eru opnar hugleiðslu- stundirnar öll miðvikudagskvöld kl. 19.30 og eru allir velkomnir í þessar yndislegu stundir. Til að finna kyrrð og innri frið. „Þetta er góður undir- búningur fyrir jólahelgina,“ segir Friðbjörg. Nánari upplýsingar má nálgast með Kærleikssetrið er að Þverholti 5, Mosfellsbæ. Sími 567-5088 og 862-0884 netfang: kaerleikssetur@kaer- leikssetur.is Heimasíða: kaerleikssetrid.is og Facebook: Kaerleikssetrid.Mosfells- bae. n Það er alltaf gott að koma í Kærleikssetrið Salurinn í Kærleikssetrinu. Hjörtur Magni og Friðbjörg “Heilunarmessa” í Fríkirkjunni. Málverk af Yöntru. Við erum stundum með málverkasýningar. Frá skyggnilýsingafundi í Kærleikssetrinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.