Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Page 47
Góðar stundir 16. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ Golfklúbburinn Holtagörðum, Holtavegi 10, er í senn heilsárs félagsmiðstöð fyrir golfara og virkilega notalegur veitingastaður sem býður upp á frábæran mat á hagstæðu verði. Á staðnum eru fimm golfhermar af bestu gerð en stað- urinn er jafnframt framúrskarandi sportbar þar sem gott er að fylgjast með enska boltanum og alls konar öðrum íþróttaviðburðum á fjölda sjónvarpa og eru stærri viðburðir sýndir á risaskjáum. Í hverjum golfhermi geta verið allt að átta kylfingar að leika í einu og það fer vel um allt að 12 manns við hvern hermi. Gestir geta hvort tveggja notast við eigin kylfur eða fengið leigðar kylfur á staðnum. Einnig er í boði að geyma kylfurnar sínar á staðnum. Golfhermarnir henta fólki með alls konar kunnáttu og byrjendur eru svo sannarlega velkomnir í Golfklúbbinn og fá kennslu. Almennt má fullyrða að hvergi sé betra að æfa sveifluna en í golfhermum. Ekki bara fyrir kylfinga Þeir sem hafa ekki áhuga á golfi geta líka átt góðar stundir í Golfklúbbnum. Eins og fyrr segir eru íþróttaviðburðir sýndir á fjölda skjáa og matseðilinn hentar öllum og er til dæmis kjörið fyrir fjölskylduna að eiga góða stund á staðnum yfir máltíð. Golfklúbburinn hentar líka vel fyrir hvers konar hópefli og tekur á móti hópum frá 10 upp í yfir 100 manns. Hægt er að leigja sér sal fyrir hvers konar viðburði. Best er að hafa samband í síma 820-9111 og fá upplýsingar og tilboð fyrir hópinn eða viðburðinn þinn. Á matseðlinum eru fjölbreytt- ir hamborgararéttir, salöt, steikur, kjúklingaspjót, fiskréttir og margt fleira. Verðinu er stillt í hóf en gæðum jafnframt haldið uppi. Vert er að minna á að hægt er að kaupa gjafabréf að Golfklúbbnum á staðnum fyrir upphæð að eigin vali. Þetta er til dæmis góð jólagjöf sem myndi gleðja margan kylfinginn. Golfklúbburinn er opinn alla daga vikunnar frá kl. 10.00 til 23.00. Sjá nánar á vefsíðunni golfklubburinn.is og Facebook-síðunni Golfklúbburinn. n GOLFKLÚBBURINN: Golf allt árið og fyrsta flokks veitingar VERÐSTRÍÐ – KOMDU OG PRÓFAÐU STRÍÐSTILBOÐ FRÁ 1.290 KR.! GOLFKLÚBBURINN ER Í STRÍÐI! NÁNAR TILTEKIÐ Í VERÐ- STRÍÐI VIÐ FRÆGAN, SÆNSKAN HÚSGAGNASALA Í GARÐABÆNUM. STRÍÐ VINNA SIG EKKI SJÁLF. VIÐ ÞURF- UM ÞÍNA HJÁLP. GOLFKLÚBBURINN ÚTVEGAR VOPNIN, ÞÚ MUNN OG MAGA. VOPNABÚRIÐ ER: n GÓÐUR MATUR n GOTT VERÐ – HANGIKJÖT EÐA MEXÍKÓSK KJÚKLINGA- SÚPA Á 1.290, HÁDEGISHAMBORGARI EÐA FISKUR OG FRANSKAR Á 1.790 – SÓDAVATN OG GOS ER Á 210. n HUGGULEGUR STAÐUR n GÓÐ ÞJÓNUSTA n MIÐSVÆÐIS – ÞÚ SPARAR EKKI MEÐ LANGFERÐUM n NÆG BÍLASTÆÐI – EKKI EYÐA TÍMA Í AÐ LEITA AÐ BÍLASTÆÐI BEST ER AÐ SANNREYNA FULLYRÐINGARNAR HÉR AÐ FRAMAN MEÐ ÞVÍ AÐ KOMA OG PRÓFA! SAMAN VINNUM VIÐ ÞETTA STRÍÐ! ATH. GILDIR Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST, TAKMARKAÐ MAGN Í HVERJU HÁDEGI. ERT ÞÚ AÐ FARA AÐ DJAMMA? ERT ÞÚ AÐ FARA AÐ DJAMMA? ÞAÐ ER UPPLAGT AÐ HEFJA KVÖLDIÐ Á SKEMMTILEGRI SVEIFLU Í GOLF- KLÚBBNUM, Í BOÐI ERU SÉRSTÖK DJAMMTILBOÐ Í GOLF OG VEITINGAR Á FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSEFTIRMIÐDÖGUM. GRUNNPAKKI ER EIN KLUKKUSTUND Í GOLFHERMI OG 8 DRYKKIR Á 10.000 KR. GILDIR FÖSTUDAGA OG LAUGAR- DAGA FRÁ 17.00. HVER AUKAKLUKKUSTUND KOSTAR 7.000 (GOLF Í 1 KLST. OG 4 DRYKKIR).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.