Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Page 80
16. nóvember 2018 43. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Er verkið þá loksins orðið ómetanlegt? FIMM RÉTTA JÓLAMATSEÐILL HANGILÆRI FLATKAKA, RJÓMAOSTUR, PIPARRÓT GRAFLAX SÍTRÓNA, SINNEPSFRÆ, DILL JÓLA SMAKK GRAFIN GÆS, REYKT GÆS, HREINDÝRAPATE, HESLIHNETUR, ÍSLENSK BER, RAUÐLAUKUR, TRUFFLUKREM NAUTALUND & SVÍNASÍÐA MEÐLÆTI KEMUR Á BORÐIÐ TIL AÐ DEILA, STEIKTIR SVEPPIR, SVEPPA KREM, MJÓLKURDUFT STÖKKAR SMÆLKI KARTÖFLUR, SVARTUR HVÍTLAUKUR EPLASALAT, SELLERÍ, PORTVÍNS GLJÁI EPLI & KARAMELLA HVÍTT SÚKKULAÐI, KANILL, HESLIHNETUR JÓLA KONFEKT MATSEÐILL AÐEINS Í BOÐI FYRIR ALLT BORÐIÐ HÆGT ER AÐ NJÓTA MEÐ EÐA ÁN SÉRVALINNA VÍNA VERÐ Á MANN: SUNNUDAGA TIL MIÐVIKUDAGA 8.900 KR,- FIMMTUDAGA TIL LAUGARDAGA 10.500 KR,- SÉRVALIN VÍN 7.950 KR,- --- --- FRAKKASTÍG 8B - SÍMI: 557 7665 - RVKMEAT@RVKMEAT.IS - WWW.RVKMEAT.IS Lítt þekkt ættartengsl Bæjarstjórar um allt land Á sthildur Sturludóttir var ráðin bæjarstjóri Akur­ eyrarkaupstaðar um miðan september síðast­ liðinn til loka kjörtímabilsins. Alls sóttu 18 einstaklingar um stöðuna en Ásthildur var metin hæfust til þess að gegna emb­ ættinu. Ásthildur hafði áður starfað sem bæjarstjóri Vestur­ byggðar frá árinu 2010. Ásthild­ ur á ekki langt að sækja póli­ tíska leiðtogahæfileika sína því faðir hennar er Sturla Böðvars­ son, fyrrverandi samgönguráð­ herra og forseti Alþingis. Sturla starfaði síðast sem bæjar­ stjóri Stykkishólmsbæjar fram í febrúar 2018 en þá settist hann í helgan stein. Ferðamenn heimsækja vettvang Næturvaktarinnar F jölmargir útlendingar koma við í versluninni 10­11 á Laugavegi 180 til að skoða tökustað Næturvaktarinnar. Þetta segir Daníel Aron Sigurgeirs­ son verslunarstjóri sem hefur tekið það að sér að leiðbeina gestum og segja þeim frá. Í eitt skiptið fékk er­ lend kona kast þegar hún komst að því hvar hún var stödd. „Við fáum oft túrista sem spyrja okkur um upptökurnar á þáttun­ um. Í eitt skipti kom hingað kona frá Asíu sem skríkti og hoppaði um eins og smástelpa þegar ég sagði henni að þetta væri upptökustað­ urinn,“ segir Daníel í samtali við DV. „Þetta er besta minningin mín.“ Vinsælt í Asíu og Þýskalandi Þættirnir Næturvaktin slógu ræki­ lega í gegn þegar þeir voru sýndir á Stöð 2 haustið 2007. Tók þjóðin ástfóstri við þrjár aðalpersónurn­ ar, þá Daníel, Ólaf Ragnar og Georg Bjarnfreðarson. Í kjölfarið fylgdu tvær þáttaraðir til viðbótar, Dag­ vaktin og Fangavaktin. Þættirn­ ir hafa verið sýndir víða um heim og eiga sér greinilega marga aðdá­ endur. Kom það ykkur á óvart að vin- sældirnar væru svona miklar? „Það eru búnir að koma svo margir að þetta er eiginleg hætt að koma manni á óvart. Þættirn­ ir hafa greinilega verið sýndir víða um heim. Hingað kemur til dæm­ is fjöldi asísks fólks og Þjóðverja.“ Hvað gera túristarnir þarna inni? „Þau vilja fá að kíkja inn á smur­ stöðina og í kjallarann. Svo taka þau myndir og ég segi þeim hvern­ ig allt var þegar þættirnir voru teknir upp. Maður er orðinn hálf­ gerður leiðsögumaður. Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að fólk sé í pílagrímsferð en þau sem hafa séð þættina koma við og eru yfirleitt mjög ánægð.“ n E ftir að álrykið af Banksy­ ­málinu er sest sitja ansi margir skömmustulegir eftir. Ljóst er að enginn kom vel frá málinu nema þá helst þeir sem sátu á hliðar­ línunni. Héldu margir að verk­ ið sem Jón Gnarr fékk að gjöf í borgarstjóratíð sinni væri tug­ milljóna króna virði. Gerði hann lítið til að segja til um raunverulegt verðmæti verks­ ins á sínum tíma en montaði sig af þessu „einstaka verki.“ Það kom í hausinn á honum núna. Þeir sem vildu koma höggi á Jón Gnarr og stimpla hann sem þjóf litu hins vegar hjákát­ lega út þegar prentaða Bank­ sy­álplatan var sett á slípirokk­ inn. Í því fólst staðfesting á verðleysi verksins. Hafa margir hælt Jóni fyrir förgunina og sagt hana listgjörning í sjálfu sér sem verður að teljast hæp­ in ályktun. Eftir stendur að enginn kemur vel frá „Stóra Banksy­mál­ inu“ nema þá karlinn á slípirokkn­ um, hann stóð sig ágæt­ lega. Óþægilegt fyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.