Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 6
4 6. júlí 2018FRÉTTIR Það er staðreynd að … Til að skapa óhugn- anlegan andardrátt Svarthöfða í Stjörnu- stríði önduðu hljóð- Það tekur nögl sex mánuði að vaxa. Kind, önd og hani voru fyrstu farþegarnir til að ferðast með loftbelg. Blóðhundar geta fundið lykt af fjögurra daga slóð. Umferðarljós voru fundin upp á undan bílnum. Hjartaáföll ríða oftast yfir á mánu- dögum á tímabilinu frá fjögur að morgni til klukkan tíu. Hver er hann n Hann er fæddur 26. júní árið 1968. n Hann ólst upp í Garðabænum og á tvo bræður. n Frændi hans JóiPé er einn vinsæl- asti tónlistarmaður landsins. n Hann er skírður að kaþólskum sið en yfi r gaf kaþólsku kirkj una í kjöl far frétta af glæp um ým issa kaþólskra presta og stendur í dag utan trúfélaga. n Hann æfði handbolta á sínum yngri árum. n Hann hefur viðurkennt að hafa lamið bróður sinn, handbolta- kempuna Patrek. n Hann er sagnfræðingur að mennt sem myndi vilja banna ananas á pizzur. SVAR: GUÐNI TH. JÓHANNESSON N orsk-íslenski ofurhuginn Arne Aarhus er eflaust mörgum ferskur í minni þótt nú séu tæplega tveir áratugir síðan þátturinn Adrena- lín hóf göngu sína á Skjá Einum í umsjón Steingríms Dúa Másson- ar. Þar mátti sjá Arne takast á við hin ýmsu jaðarsport en svokall- að „base-jump“, þar sem kappinn stökk fram af húsþökum með fall- hlíf á bakinu, var hans aðalsmerki. Eftir að Arne hvarf af skjánum hefur líf hans heldur betur tekið aðra stefnu en hann stýrði með- al annars einu stærsta laxútflutn- ingsfyrirtæki heims. DV ræddi við Arne um lífið eftir sjónvarpið. Árið 2002 kom út myndin Arne í Ameríku sem Steingrím- ur Dúi framleiddi ásamt Arndísi Bergsdóttur. Í miðlum þeim tíma kom fram að samningar hefðu náðst um dreifingu myndarinn- ar í Evrópu og að hún myndi heita „Base Stick“ á erlendri grundu. Fimm árum síðar voru svo sýnd- ir þættir á Skjá Einum sem báru nafnið Póstkort frá Arne Aarhus. Það var fimm þátta sería þar sem hann heimsótti lönd á borð við Nýja-Sjáland, Malasíu, Kuala Lumpur og Taíland og endaði svo í Björgvin, heimabæ sínum. Eins og áður segir tók líf Arne aðra stefnu eftir að hann hvarf af skjám landsmanna. Árið 2010 tók hann þátt í að stofna norska lax- útflutningsfyrirtækið Ocean Qu- ality. Fyrirtækið er í dag eitt af fimm stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar í heiminum. Fyrirtæk- ið sem selur lax til yfir 70 landa í hverri viku velti rúmlega níutíu milljörðum árið 2016. Áttaði sig á mikilvægi þess að njóta lífsins Á síðasta ári áttaði Arne sig á því að hann væri ekki að nýta lífið til fulls. Hann hætti hjá fyrirtækinu eft- ir sjö farsæl ár og ákvað breyta lífi sínu. „Ef þú eyð- ir nánast öllum þínum tíma í að safna peningum sem þú þarft ekki og fórnar þar með tíma með vin- um og fjölskyldu ættirðu að hugsa þig tvisvar um. Ég veit að lífið get- ur stoppað á einu augnabliki og því mikilvægt að spyrja sig hvern- ig maður ver tímanum,“ segir Arne sem er giftur þriggja barna faðir. Hann segir lykilinn að því að njóta lífsins til fulls felast í því að reyna að hafa jákvæð áhrif á fólkið í kringum sig og vera til staðar. „Já- kvæð áhrif á aðra er það eina sem þú skilur eftir þig þegar þú fellur frá,“ segir Arne. Eftir að hann hætti hjá Oce- an Quality stofnaði hann sín eigin fyrirtæki. „Í dag á ég apótek, fast- eignafélag, ráðgjafafyrirtæki og fyrirtæki sem flytur út fisk. Þetta hljómar örugglega eins og það sé brjálað að gera hjá mér en raun- in er sú að núna vinn ég mun minna og ég get betur ráðið mín- um vinnutíma.“ Alvarlegt slys í brúðkaupsferðinni Þó að Arne hafi haft í nægu að snú- ast undanfarin ár er hann alls ekki hættur að stunda jaðarsport. Hann fer reglulega í svifflug, klifur og köfun. Þá hef- ur hann verið dug- legur að stunda skíði. Kona Arne, Ingelill, hef- ur svipuð áhugamál og hann en í brúðkaups- ferð þeirra hjóna árið 2008 lenti hún í alvar- legu slysi. „Í brúðkaupsferðinni okkar árið 2008 ákváð- um við að klifra upp á 600 metra háan klett. Ég ætlaði að fjúga niður með svifvæng en konan mín ákvað að klifra nið- ur ásamt tveimur öðrum. Á miðri leið losnaði stór steinn sem lenti á henni. Hún braut 14 bein, missti tvo lítra af blóði og þurfti að gangast undir 6 klukku- stunda langa aðgerð. Við áttum tvö börn á þessum tíma og hún var á milli heims og helju í nokkrar klukkustundir. Þarna sá ég hvað ég elskaði hana mik- ið,“ sagði Arne en til allrar hamingju náði hún sér eftir langa dvöl á spítala. Langar að snúa aftur í sjónvarpið Þó það séu tæplega tveir áratugir síðan Arne hætti í sjónvarpi langar hann mikið að snúa aftur. „Síðustu ár hef ég verið að skoða sögu Nor- egs og þeirra sem fóru til Íslands á landnámstímanum. Ég hef ver- ið að reyna að sannfæra Rúv um að gera sjónvarpsþætti um þá sem voru neyddir frá Noregi til Íslands og settust þar að,“ segir Arne sem segir margar áhugaverðar sögur liggja ósagðar frá þessum tíma. n HVAR ER ARNE AARHUS Í DAG? n Stjórnaði einu stærsta laxeldi Noregs n Stofnaði viðskiptaveldi„Ef þú eyðir nánast öllum þínum tíma í að safna peningum sem þú þarft ekki og fórnar þar með tíma með vinum og fjölskyldu ættirðu að hugsa þig tvisvar um. Óðinn Svan Óðinsson odinn@dv.is Arne ásamt fjölskyldu sinni í heimsókn á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.