Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 11
6. júlí 2018 FRÉTTIR 9 að klípa í undirhökuna mína, ég var alltaf að finna gallana, en gall- inn var bara inni í heilanum á mér. Ég trúði því á þeim tíma að stelp- ur vildu bara granna stráka, það er bara ekki þannig. Alvöru strák- ar vilja ekkert bara grannar stelpur þótt ég þekki nokkra þannig. Þetta virkar ekki svoleiðis.“ Í gegnum árin þróaði Björn með sér mikla félagsfælni sem leiddi til þess að hann reyndi sem mest að halda sér uppteknum í starfi. Á ein- um tímapunkti vann hann í þrem- ur störfum og svaf oft bara í klukku- tíma í senn allar helgar, í heilt ár. Hann segir að það hafi gengið prýðilega með aðstoð róandi lyfja. Góðir læknar oft leiðinlegir Dag einn hitti Björn svo lækni sem gaf honum tvo valkosti. „Hann sagði við mig: „Ef ég er bara að eyða tímanum við að reyna að hjálpa þér og þú kannt ekki að meta það, þá máttu drulla þér út.“ Um leið og hann sagði þetta við mig hugsaði ég: „Ókei, þú ert kúl!“ Þetta er það sem ég fíla. Ég vil hafa lækna sem geta svarað þér og ef þeir þurfa að vera leiðinlegir við þig, þá veistu að þeir gera það því þeir eru góðir í vinnunni sinni. Það vantar meira af því hérna á Ís- landi,“ segir hann. „Ég öðlaðist mikla þekkingu og reynslu í gegnum allt þetta tímabil. Ég sá að þetta er sama vandamál- ið, en það er mismunandi hvern- ig einstaklingar takast á við það. Þar af leiðandi þarf að komast að rótinni; hvernig einstaklingur ert þú? Hvað er það sem þú ert að gera í daglegu lífi? Hverjar eru þín- ar skoðanir? Ég átti tvo möguleika; annað hvort myndi ég taka á þessu eða enda sex fetum undir ein- hverri torfu. Það vildi ég ekki. Ég vildi ekki fara út í einhverja glæpi eða neitt slíkt, þannig að ég ákvað bara að taka á þessu.“ Lykilatriði að hlusta á móti „Fyrir mér er átröskun bara hluti af mínum geðröskunum. Ég var mjög slæmur vegna þessara veik- inda í mörg ár en svo lagaðist það sem betur fer. Þegar maður borðar ekki eða kastar upp í sí- fellu fer líkaminn að þorna upp. Það finnst af manni ákveðin lykt sem líkaminn gefur frá sér og þá er maður ekki á góðum stað. Það þarf að tala um vandamál- in og segja frá líðan sinni. Það er bataferli. Lykilatriðið er að hlusta þá líka á ráðleggingar þeirra sem maður treystir. Björn telur sig vera á betri stað í lífinu í dag og segist hafa fund- ið góðan lífsförunaut. „Þegar ég kynntist konunni minni, þá breyttist lífið alveg,“ segir hann. „Ég fann minn besta vin og maka. Ég á auðveldara með að treysta fólki. Konan mín styður mig í öllu og einu og með henni ætla ég að ná fullum bata. Það er enn langt í land en ég ætla mér að ná bata.“ Björn segist finna mikið til með fólki sem glímir við átrösk- un og öllum vandamálunum sem þeim sjúkdómi fylgja og talar þar sérstaklega um stráka. „Það lifir enginn annar lífinu fyrir mann,“ segir hann. „Með hverjum degi læri ég eitthvað nýtt og reyni að nýta mér það, mér er farið að þykja vænna um sjálfan mig og ég pæli sífellt minna í hvað öðr- um finnst um mig.“ n „Ég fór að útiloka fæðutegundir og fór síðan í ræktina í fimm klukkutíma í senn. Ég bara stoppaði ekki. M Y N D H A N N A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.