Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 12
10 6. júlí 2018FRÉTTIR Þ ann 29. júní lést Jónas Kristjánsson á hjartadeild Landspítalans, 78 ára að aldri. Hann var ritstjóri í meira en þrjá áratugi, lengst af hjá DV en þar áður hjá bæði Vísi og Dagblaðinu. Jónas átti draum um frjálsa og óháða fjölmiðla og tókst að breyta landslaginu á markaðin- um í þá átt. Vitaskuld voru skin og skúrir á svo löngum ferli en í lok- in stóð hann uppi sem sigurvegari og einn áhrifamesti blaðamaður Íslands. Gat ekki logið fyrir flokkinn Jónas var fæddur árið 1940 í Reykjavík, sonur hjónanna Önnu Pétursdóttur bókara og Kristjáns Jónassonar læknis. Hann flutti ungur til Bandaríkjanna þar sem faðir hans var í námi en árið 1947 lést Kristján sviplega af slysför- um. Jónas gekk í Gagnfræðaskóla Austurbæjar og Menntaskólann í Reykjavík og sást þá að þar var á ferð ungur maður með munn- inn fyrir neðan nefið. Hann hafði skoðanir á málefnum og varði þær með kjafti og klóm í málfundum. Árið 1957 var hann orðinn rit- stjóri skólablaðsins og hallaðist að Framsóknarflokknum. Eftir slæma reynslu í stjórnmálaskóla Félags ungra framsóknarmanna sá Jónas að hann væri ekki efni í þing- mann. Námskeiðið snerist allt um að ljúga fyrir flokkinn og það gat hann ekki gert. Jónas hélt út til Vestur-Berlín- ar í félagsfræðinám og þaðan datt honum í hug að senda umfjöll- un um kvikmyndahátíð á Fram- sóknarblaðið Tímann. Blaða- mannaferill Jónasar hófst síðan hjá Tímanum árið 1961 en þá var hann aðeins rúmlega tvítugur. Þar starfaði hann með verðandi eig- inkonu sinni, Kristínu Halldórs- dóttur, síðar þingmanni Kvenna- listans. Uppgangurinn var hraður eft- ir þetta, fljótlega var hann orðinn fréttastjóri Tímans og árið 1964 fréttastjóri hjá Vísi, síðdegisblaði Sjálfstæðismanna. Árið 1966, þegar hann var aðeins hálfþrítug- ur var hann orðinn ritstjóri Vísis. Eldfimir leiðarar Árið 1968 var staða fram- kvæmdastjóra Vísis laus og Jónas kom því í kring að gamall félagi hans, Sveinn R. Eyjólfsson, fengi stöðuna. Þeir höfðu þekkst síðan árið 1959 þegar þeir unnu saman í Soginu við Þingvallavatn þegar stíflan þar brast. Samstarf þeirra átti eftir að vara um áratuga skeið. Á þessum tíma var rannsóknar- blaðamennska engin í landinu og eins og Jónas sagði sjálfur „tíðkað- ist það ekki að grafa upp viðkvæm- ar upplýsingar um viðkvæm mál í efnahagslífi eða stjórnmálum“. Jónas var ekki sáttur við náin tengsl blaðanna við stjórnmálaflokkana og leið illa í því kerfi. Hann horfði til útlanda þar sem fyrir löngu var búið að slíta þessi tengsl. Sem rit- stjóri Vísis hóf hann það starf að slíta tengslunum við Sjálfstæðis- flokkinn, hætti að sitja þingflokks- n Jónas var ritstjóri í meira en þrjár áratugi, lengst af hjá DV n Lést 29. júní sl. 78 ára að aldri Faðir frjálsrar blaðamennsku: Ferill Jónasar Kristjánssonar Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Geirfinnsmálið Eitt stærsta fréttamál síðustu aldar var Guðmundar- og Geirfinnsmálið, sem flest- ir þekkja. Málið hófst með hvarfi Geirfinns Einars- sonar, 32 ára, þriðjudaginn 19. nóvember árið 1974 í Keflavík. Laugardaginn 23. nóvember greindu Vísir og Tíminn frá þessu dularfulla hvarfi. Í grein Vísis stóð að Geirfinnur hefði haldið af heimili sínu eftir símtal frá ókunnum manni klukkan 22:30 og á miðvikudagsmorguninn hefði bifreið Geirfinns fundist. Lögreglan í Keflavík leitaði mannsins og björgunarsveitir myndu hefja leit daginn eftir. Mannshvörfin voru síðar talin vera manndráp og voru nokkur ungmenni sakfelld fyrir þau. Rannsókn málsins og þær játningar sem fengnar voru hafa hins vegar allar götur síðan verið gagnrýnd- ar og málið endurupptekið í tvígang. Ellert B. Schram, Jónas og Elías Snæland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.