Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 34
Snæfellsnes Helgarblað 6.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ Helga býður upp á heimagerðan mat og grillmat á tveimur stöðum á Snæfellsnesi „Við viljum bjóða upp á heimil- islegt og afslappað andrúmsloft og ég er með frábært starfs- fólk“ Hjónin Helga Magnea Birk-isdóttir og Ólafur Sólmunds-son reka tvo staði á Snæfells- nesi, Prímus kaffihús á Hellnum og Stapann veitingastað á Arnarstapa. Hjónin tóku u-beygju í lífinu árið 2014 þegar þau fluttu úr Keflavík vestur á Snæfellsnes. Þar una þau sér vel, umvafin fallegri náttúru og góðum nágrönnum. Nóg er að gera á báðum stöðum og gestirnir eru bæði erlendir og innlendir, ferða- menn, heimamenn og sumarhúsa- eigendur. „Við lentum bara hérna,“ seg- ir Helga og hlær. Hjónin bjuggu í Sandgerði og Keflavík og voru ekkert í veitingabransanum þar. „Ég var búin að hugsa um að opna kaffihús, en var kannski of hrædd til að stíga skrefið. Kaffihús hafa ekki gengið of vel í Keflavík.“ Helga og Ólafur tóku svo af skarið saman, seldu húsið í Keflavík, fluttu að Hellnum og stofnuðu fyrirtækið Birkisól, sem nefnt er eftir feðrum þeirra og í framhaldinu kaffihúsið Prímuskaffi. Fyrir ári síðan opnuðu þau síðan veitingastaðinn Stapann á Arnarstapa. „Það var kominn tími til að gera eitthvað,“ segir Helga, sem segist hafa verið komin í góðan þægindaramma. Heimagert af Helgu sjálfri „Á Prímuskaffi leggjum við áherslu á heimatilbúinn mat,“ segir Helga. Leggjum metnað í að hafa sem mest heimagert. Bollurnar eru uppskrift úr hausnum á mér, þær eru með brúnni sósu, kartöflum og hrásalati og auðvita sultu. Þær eru alveg að slá í gegn,“ segir Helga. Súpurnar eru þrenns konar: sveppa-, fiski- og kjötsúpa og sama á við þær, allt heimagert. Kaffihúsið er frekar stórt og þar voru áður fjárhús. Prímus er vinsælt meðal ferðamanna og fullt af gest- um sem koma þangað með rútum og er til dæmis fullt að gera í hádeginu. Prímus kaffi getur tekið á móti allt að 160 manns og eru þrír salir á staðn- um. Það er opið kl. 11-20 og matseð- illinn er í boði allan daginn. „Við viljum bjóða upp á heimilislegt og afslappað andrúmsloft og ég er með frábært starfsfólk,“ segir Helga. „Starfsfólkið mitt er metnaðarfullt, hrikalega dugleg og leggur sig fram við að læra íslensku.“ HM stendur nú yfir og eru allir leik- ir sýndir á Prímuskaffi í sérsal. „Við sýnum alla leikina á 75 tommu sjón- varpi og það var frábær stemning, mikið gaman og fullur salur þegar Ísland keppti. Við höldum áfram að sýna leikina á HM en áhorfið hef- ur aðeins minnkað. Útlendingarnir komu uppáklæddir í HÚH bol og það var gaman hvað þeir voru mikið að hvetja Ísland.“ Stapinn – Grillstaður og eitthvað í boði fyrir alla Þó að aðeins sé fimm mínútna keyrsla á milli staðanna og sömu eigendur, eru þeir ólíkir í stíl og úrvali. Stapinn er grillstaður og þar er hægt að fá eitthvað af öllu. „Hér reynum við að koma til móts við þarfir allra, bjóðum upp á mat af grillinu, bæði hamborgara, vegan- borgara, kjúklingaborgara, lamba- snitsel og fish’n chips. Við notum besta hráefni þorskhnakka í fish’n chips og koma þeir úr héraði og við leggjum mikla áherslu á gæðin. Við erum líka með salsa, heita osta,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.