Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 35
SnæfellsnesHelgarblað 6. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ Helga býður upp á heimagerðan mat og grillmat á tveimur stöðum á Snæfellsnesi Hjónin á pallinum sælgæti og ís. Hér getur þú líka sest inn og fengið þér drykk. Stapinn er pínu orðinn bar á kvöldin, fólk kemur hér við og fær sér smá að sötra til að ylja kroppinn. Það er góð stemming hér og margir sumarhúsa- eigendur labba til okkar, fá sér einn drykk, einn ís og svo framvegis.“ Stapinn fagnaði 1. árs afmæli þann 12. júní síðastliðinn. „Við héld- um partí 2 dögum áður, vorum að jafna okkur daginn eftir og opnuðum svo,“ segir Helga og hlær. „Þetta var á fallegum sumardegi í fyrra, það var blankalogn og brjálæðislega gott veður. Í sumar hefur bara rignt, en „it s all about the outfit“,“ segir Helga. Stapann einkennir stór og mikill pallur sem snýr að Arnarstapa- vegi. „Við erum með útihúsgögn og útiarinn, en ekki hefur gefist tími til að njóta mikið í sumar Ég legg mikla áherslu á að spila íslenska tónlist á Stapanum og langar að bjóða til útitónleika á pallinum síðar. Við erum enn að gera Stapann upp, vorum að setja gler allan hringinn og eigum eftir að fínisera aðeins á bakvið.“ Gönguleiðin milli Arnarstapa og Hellna er talin þriðja fallegasta gönguleið í heimi, það tekur um 50 mínútur að labba hana og svo þarf að labba til baka að bílnum. Það er því tilvalið að njóta fallegrar gönguleiðar og náttúru og kíkja við á Prímus og/eða Stapanum um leið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.