Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 36
Snæfellsnes Helgarblað 6.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ HÓTEL FLATEY: Í tímalausri fegurð og kyrrð Það vita kannski fáir að ef þú ert að ferðast með bílinn þinn með ferjunni Baldri frá Stykkishólmi til Vestfjarða eða frá Vestfjörðum til Stykkishólms þá geturðu beðið starfsfólkið í Baldri um að aka bílnum þínum í land á áfangastaðnum og geyma fyrir þig lyklana. Þú getur hins vegar farið úr ferjunni í Flatey og gist eina nótt þar. Þessi þjónusta um borð í ferjunni kostar ekkert aukalega,“ segir Heiðrún Jensdóttir, hótelstjóri á Hótel Flatey. Það eru margar góðar ástæður til að dveljast í Flatey og þetta er ein þeirra. Önnur er sú að Hótel Flatey býður 20% afslátt af gistingu á völd- um nóttum í sumar. Að sögn Heiðrúnar eru erlend- ir gestir á Hótel Flatey í dálitlum meirihluta en hótelið er þó allvin- sælt meðal Íslendinga. „Það er líka algengara að erlendir ferðamenn gisti hér í meira en eina nótt þar sem Flatey er oft inná ferðaplaninu þeirra, meðan Íslendingar gista oftast í eina nótt,“ segir Heiðrún. Ferskleikinn í fyrirrúmi Á Hótel Flatey er rekinn framúrskar- andi veitingastaður sem er öllum opinn, hvort sem þeir gista á hótelinu eða ekki. „Það er kjörið að stoppa einn dag í Flatey, fara í gönguferð og njóta fegurðarinnar og borða síðan dásamlegan mat á veitingastaðnum,“ segir Heiðrún, en mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni: „Við reynum að hafa hráefnið sem mest frá staðnum eða nærliggjandi stöðum. Við erum með fjölbreytt- an matseðil. Á matseðlinum er m.a. þorskur, lamb, kavíar og bláskel. Kav- íarinn okkar er grásleppukavíar sem sjómenn hérna í eyjunni sjá okkur fyrir og gerist ekki ferskari; bláskelin kemur alveg fersk hingað beint frá Stykkis- hólmi. Þorskurinn og silungurinn koma hins vegar frá Vestfjörðum. Hér er allt unnið frá grunni, við bökum okkar eigið súrdeigsbrauð og kokkurinn býr meira að segja til kryddið í fiskréttina úr þara héðan úr fjörunni.“ Kyrrð og fegurð – einstakur staður „Hérna getur fólk upplifað tímaleysi og hlaðið batteríin í kyrrð og fegurð,“ segir Heiðrún og bendir á einstakt fuglalífið sem er einstaklega gaman að skoða. „Svo eru það öll gömlu, fallegu og vel uppgerðu húsin hérna sem eru sannkallað augnayndi. Hérna er elsta bókasafn landsins sem gaman er að skoða og kirkjan er fallega skreytt með málverkum eftir Baltasar Samper. Flatey er einstakur staður.“ Þá spillir ekki fyrir að reglulega eru skemmtilegar uppákomur á hótelinu. Fyrr í sumar hafa skemmt þar gestum jassistarnir Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson. Þá tróð rapparinn Emmsje Gauti upp á Hótel Flatey fyrir skömmu. Á næstunni spilar hljóm- sveitin Ske og í ágústmánuði er von á Gunnari Þórðarsyni. Um verslun- armannahelgina mun hin ástæla söngkona, Sigríður Thorlacius, troða upp með hljómsveit sinni. Bókunarsími á Hótel Flatey er 555 7788. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni hotelflatey.is. Myndir: Friðgeir Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.