Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Side 39
BLEIKT 376. júlí 2018 veikindi hans að aukast til muna. Þegar hann fékk ælupest átti hann það til að æla stanslaust í heila viku í senn sem Telmu fannst virkilega óeðlilegt. „Þann 30. september í fyrra byrjaði Nói að fá rauðar doppur á hæla og fætur eins og um hlaupa- bólu væri að ræða. Þessu fylgdi enginn kláði og enn og aftur fór ég með hann til læknis og þar fékk ég svar sem ég mun seint gleyma. Læknirinn sagði mér að hann vissi ekkert hvað þetta væri, hefði aldrei séð svona áður og að þetta væri ekki hlaupabóla. Svo ég geng enn eina ferðina út frá lækni með enginn svör.“ Nói var á þessum tíma mik- ið lasinn og fór Telma með hann reglulega á heilsugæsluna í leit að hjálp. „Ég fékk alltaf sömu svörin. Hann væri með slæma flensu og að börn verði oft veik á þessum árstíma. Mér var hætt að standa á sama, var alltaf með hnút í mag- anum og leið alveg hræðilega yfir þessu. Mér fannst ég vera ömurleg mamma.“ Dag einn fór Nói að haltra og steig lítið í annan fótinn. Telma leitaði enn eina ferðina til lækn- is sem sagði henni að þetta væru vaxtaverkir og að hann mætti al- veg hoppa á öðrum fætinum. „Nokkrum vikum seinna eða í desember fær Nói Stefán enn eina ælupestina og var með hana í heila viku. Þá heimtaði ég blóðprufu sem sýndi svo ekkert. En hann var alltaf slappur. Ég er heppin að eiga yndislega móð- ur sem var alltaf með hann heima svo ég myndi ekki missa úr vinnu því Nói var löngu búinn með veik- indadagana sína og pabbi hans var mikið á sjó. Ég fékk alltaf mikla hjálp frá mömmu og pabba sem er ekki sjálfgefið en þau vilja allt fyrir hann gera.“ Nói fór að draga sig í hlé og sofnaði hvar sem er Yfir jólin var Nói mjög slappur en á þeim tíma var Telma hætt að fara með hann til læknis þar sem hún fékk engin ráð. „Í janúar á þessu ári var Nói orðinn mjög veikluleg- ur og virkilega hvítur. Ég man alltaf eftir því þegar Lukka vinkona mín sagði mér að henni finndist hann vera orðinn svo hvítur, það situr fast í mér í dag.“ Hegðun Nóa breytt- ist mikið og fór hann að draga sig reglulega í hlé sem var mjög ólíkt hans persónuleika. „Hann hafði alltaf ver- ið á fullu, hoppandi og skoppandi úti um allt en þarna var hann alveg hættur að stíga í annan fótinn. Dró hann frekar á eftir sér og leið mjög illa. Hann var alltaf þreyttur og sofnaði hvar sem var. Þarna vissi mömmuhjartað að eitthvað var að og var ég orðin fastagetur á heilsugæslustöðinni. Enginn gerði hins vegar neitt til þess að greina hann og ég fékk alltaf sömu svörin. Ég var því far- in að leita eigin ráða og las mikið á netinu til þess að reyna að greina hann sjálf. Það á engin mamma að gera. En ég fékk enga hjálp.“ Telma ákvað að panta tíma fyr- ir Nóa í göngugreiningu til þess að sjá hvort þau gætu hjálpað hon- um að ganga aftur. Eftir þann tíma hringdi Telma á heilsugæslustöð- ina til þess að fá vottorð fyrir sér- smíðuðum skóm handa Nóa og bað hún um að fá að ræða við þann lækni sem hún hafði hitt síðast. „Eftir stutta stund hr- ingir læknir í mig en til- kynnir mér að hann hafi ekki séð Nóa áður og að ég hefði líklegla ruglað þeim saman. Svo segir hann mér að hann hafi lesið gögnin hans Nóa og að hann héldi að hér væri ekki allt með feldu. Hann bað mig um að fara með hann til barnalæknis sem hann skrifaði upp á beiðni fyrir. Eftir þetta símtal var ég alveg viss um að Nói væri með hvítblæði. Ég pantaði tíma og hugsaði með mér að loksins myndi einhver hjálpa okkur.“ Ætlaði að öskra á bráðamót- tökunni þar til hún fengi hjálp Þegar Telma mætti með Nóa til læknisins varð hann hissa og skildi ekki af hverju þau væru komin til hans. „Hann skoðaði hann samt sem áður og sagði við okkur að við myndum gera þetta í rólegheitun- um. Inni í mér var ég öskrandi því ég vildi ekki taka því rólega. Ég vildi að það yrði eitthvað gert strax. En ég sagði ekkert og sé mik- ið eftir því í dag því þá hefði hann fengið hjálpina fyrr. Daginn eftir fóru mamma og pabbi með Nóa í myndatöku þar sem ég þurfti að vinna. Viku seinna vorum við mætt aftur til barnalæknisins og þarna var ég orðin svo ráðalaus og Nói svo verkjaður að ég sagði við móður mína áður en við fórum inn að ef við fengjum ekki hjálp í dag þá myndi ég fara beinustu leið á bráðamóttökuna og öskra þang- að til einhver myndi hjálpa okkur.“ Læknirinn greindi Telmu frá því að myndatökurnar hefðu kom- ið vel út. Það var á þessum tíma sem Telma var við það að gefast upp en þá greip móðir hennar inn. „Sem betur fer var mamma mín með mér og hún spurði lækninn hvað ætti þá að gera næst. Hún sagði honum að verið væri að spyrja okkur að því hvort þetta gæti verið hvítblæði en raunin var sú að það var ég sem hugsaði það. Eftir að mamma gekk svona á lækninn breyttist svipurinn hans fljótt og hann fór að fylla út form. Hann bað okk- ur um að fara strax með hann í blóðprufu á Landspítalann og sagði að við fengjum niðurstöður eftir nokkra daga.“ Heimurinn hrundi með einu símtali Telma ætlaði að fara til Brussel í heimsókn til vinkonu sinnar nokkrum dögum síðar og sagðin lækninum frá því og að hún yrði með símann á sér á meðan. „Eftir blóðprufurnar var ég frekar róleg og fegin að loksins fengjum við niðurstöður. Rétt rúmlega klukkutíma síðar hringir síminn. Það var læknirinn hans Nóa Stefáns og byrjaði á að biðja mig um að hætta við að fara er- lendis. Hann hélt svo áfram og sagðist vilja vera alveg hreinskil- inn við mig og að hann teldi líklegt að við hefðum rétt fyrir okkur. Það liti allt út fyrir að Nói Stefán væri með hvítblæði.“ Þegar Telma fékk símtalið frá lækninum sat hún við eldhús- borðið með móður sinni og syni. „Það hrundi allt í kringum mig. Ég sat þarna og horfði hágrátandi á fallega drenginn minn og vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga. Átti ég að standa, sitja eða öskra? Allar minningarnar um veikindi bróður míns komu upp í huga mér og það eina sem ég hugsaði var að sonur minn væri með krabbamein og að hann væri að fara að deyja. Hvað hafði ég gert alheiminum „Ég var því farin að leita eigin ráða og las mikið á netinu til þess að reyna að greina hann sjálf. Það á engin mamma að gera. En ég fékk enga hjálp. „Þarna vissi mömmuhjartað að eitthvað var að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.