Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 48
46 BLEIKT 6. júlí 2018
E
ftir nokkur ár af misheppn-
uðum læknisskoðunum
fékk Friðjón Guðlaugsson
loks greiningu sem útskýrði
þá hræðilegu verki sem hann hef-
ur þurft að takast á við undanfar-
in ár. „Ég greindist með millivefja-
blöðrubólgu sem er sjúkdómur
þess eðlis að ónæmiskerfið ræðst
á blöðruna sem veldur hrörn-
un sem tærir slímhúðina innan
í blöðrunni og heldur svo áfram
að tæra sig inn í vef blöðrunnar
þar sem taugar skemmast,“ segir
Friðjón í samtali við blaðamann.
„Millivefjablöðrubólgunni fylgja
miklar bólgur, krónískir verkir
og taugaverkir þar sem brenndu
taugarnar senda frá sér boð
nokkrum sinnum á sekúndu til
heilans. Þessi sjúkdómur er settur
í topp fimm fyrir verstu verki sem
einstaklingur getur þurft að þola
vegna sjúkdóms.“
Svefnvana í fjögur ár
Sjúkdómurinn gerði Friðjón
óvinnufærann að mestu þegar
hann var einungis 32 ára gam-
all og hefur hann verið svefn-
vana í um fjögur ár. „Ég hef ekki
sofið lengur en tvo klukkutíma í
senn í fjögur ár og þarf að tæma
blöðruna á tveggja tíma fresti á
nóttunni. Á daginn þarf ég vana-
lega að tæma blöðruna á hálf-
tíma freksti. Ég er með síþreytu og
vefjagigt vegna svefntruflanna og
verkja.“
Friðjón segir að það hafi verið
erfitt að horfast í augu við þá stað-
reynd að hann væri með ólækn-
andi sjúkdóm sem kæmi í veg fyr-
ir að hann gæti unnið fyrir sjálfum
sér. „Ég þurfti að sætta mig við
það að vera orðinn öryrki. Ég fór
á örorkubætur sem var mikið og
langt ferli, ekki bara skrifræðilega
heldur andlega. Ég var eiginlega
að enduruppgötva sjálfan mig því
sjálfsmynd mín var brotin.“
Framtíðarsýn Friðjóns var ekki
björt og segist hann alltaf hafa
langað til þess að eignast sína eig-
in fjölskyldu. „En karlmenn sem
hafa ekki fulla heilsu og eiga litla
peninga eru ekki beint mark-
aðsvænir í augum kvenna.“
Kynntist ástinni á Facebook
Friðjón leitaði stuðnings í hóp á
Facebook fyrir fólk sem þjáist af
millivefjablöðrubólgu. Þar kynnt-
ist hann Fernöndu, sem þjáist af
sama sjúkdómi og hann. „Fern-
anda er fyrrum atvinnuleikari og
Þarf að borga allt
að 2 milljónum fyrir
fæðingu barns síns
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@dv.is
n Friðjón er öryrki vegna kvalafulls sjúkdóms n Kynntist mexíkóskri unnustu sinni á Facebook„Ég hef ekki
sofið lengur
en tvo klukkutíma
í senn í fjögur ár.