Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 49

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 49
BLEIKT 476. júlí 2018 pilateskennari frá Mexíkó. Við vorum á sama stað, óvinnufær og föst í foreldrahúsum. Fernanda fær enga örorku í Mexíkó þar sem sjúkdómurinn er of nýr og hefur ekki komist inn í kerfið. Hún er því með öllu launalaus, fær ekk- ert, enga framfærslu.“ Á milli Friðjóns og Fernöndu myndaðist einstakt samband þar sem þau skildu hvort annað vel og gáfu hvoru öðru styrk í þessari erf- iðu stöðu. „Eftir nokkra mánuði ákvað ég að safna fyrir ferð til Mexíkó og heimsækja hana. Það var þar sem við urðum hrifin af hvort öðru. Á sama tíma og lífið varð fallegra varð það erfiðara þar sem Fernanda varð ólétt.“ Óléttuna skipulögðu Frið- jón og Fernanda alls ekki enda nýorðin ástfangin. Þar sem þau eru hins vegar bæði komin yfir þrítugsaldurinn ákváðu þau að taka barninu opnum örmum og gera sitt besta úr kringumstæðun- um. Tekjur Friðjóns og Fernöndu eru í grunninn 188 þúsund krón- ur á mánuði í framfærslu sem eru örorkubæturnar sem hann fær. „Óléttan hefur áhrif á milli- vefjablöðrubólguna hennar og veskið okkar. Við fórum af stað um leið að undirbúa flutning Fernöndu og ófædds barnsins til Íslands. Við lögðum hausinn í bleyti varðandi hvernig við gæt- um fengið tekjur til þess að fram- fleyta okkur. Í dag er Fernanda komin fjóra mánuði á leið og heilsast vel en pappírsvinnan hef- ur tekið svo langan tíma sökum hægagangs skrifræðis í Mexíkó að það klárast ekki fyrr en í júlí og þá fyrst getum við flutt heim. Þá eru fimm mánuðir í að barnið komi í heiminn og við munum fara beint í það að gifta okkur og sækja um landvistarleyfi til þess að geta búið saman sem fjölskylda.“ Þurfa að borga fæðinguna úr eigin vasa Friðjóni var greint frá því af Útlendingastofnun að ferlið tæki um þrjá til sex mánuði þar til hún yrði komin í íslenskt heilbrigðiskerfi og tryggð fyrir fæðingunni. Ef hún yrði ekki komin inn í kerfið gætu þau tryggt hana fyrir spítalakostnaði. „Við ætluðum að taka séns- inn. Svo fékk ég þær fréttir frá tryggingarfélögunum að með- ganga sé ekki tryggð að neinu leyti svo ég hafði samband við löfræðing sem sendi mér þessa köldu kveðju.“ Sæll Friðjón. Því miður er staðan sú að engin sjúkra- trygging tryggir kostn- að vegna meðgöngu og fæðingu. Konan þín mun heldur ekki fara inn í heilbrigð- iskerfið, þ.e. fá kostn- að greiddan á sama hátt og aðrir með lög- heimili á Íslandi, fyrr en sex mánuðum eftir að lögheimili hennar hefur verið skráð hér á landi. Að fá dvalar- leyfi fyrir hana tekur einhvern tíma svo ég tel nánast fullvíst að barnið fæðist áður en hún verður komin inn í heil- brigðiskerfið. Kostnaður- inn af fæðingunni mun því lenda á ykkur, síðast þegar ég vissi var hann um ein milljón. Vegna veikinda sinna verður Fernanda ekki fær um að sinna fullu starfi eftir barnsburð, en Friðjón segir að eftir að barnið komi í heiminn muni hún sækja um hlutastarf til þess að þau geti aukið tekjurnar aðeins. Fram að þeim tíma mun Fernanda verða launalaus að öllu leyti. „Félagsþjónustan í Hafnarfirði segir mig, öryrkjann, vera með of háar tekjur til þess að Fernanda eigi rétt á félagsbótum og þar að auki er ekkert laust húsnæði fyr- ir okkur þar sem biðlistarnir eru svo langir. Við munum því þurfa að búa í 10 fermetra herbergi hjá foreldrum mínum, væntanlega næstu tvö árin.“ Vegna þessa flækjustigs þurfa Friðjón og Fernanda sjálf að borga fyrir mæðraskoðun, sónar sem og fæðingu barns þeirra án allrar niðurgreiðslu. Mannréttindi að fá að eiga barnið í heimalandinu „Ferlið mun nema að minnsta kosti 1,5-2 milljónum króna. Ef við ákveðum að eignast barnið á Íslandi. Ef við ákveðum að eign- ast barnið í Mexíkó þá má ég vera þar í fimm mánuði í senn án þess að missa örorkuna. Samkvæmt reglum Mexíkó má ég bara vera þrjá mánuði í landinu sem túristi og svo þarf ég að fara úr landi og koma aftur. Ef ég vil vera lengur en þrjá mánuði í Mexíkó þarf ég því að fljúga til Íslands og standa í því að redda pappírum og fljúga svo aftur til Mexíkó, sem ég hef ekki efni á. Ég hef ekki rétt á örorku ef ég sæki um landvistarleyfi í Mexíkó, svo það varð ekki fyrir valinu að eignast barnið hér. Við fljúg- um því heim til Íslands í byrjun júlí.“ Sem faðir barnsins hef- ur Friðjón engan rétt á niður- greiðslu vegna læknisskoðana né fæðingunnar þar sem fóstur hafa engin mannréttindi á Íslandi. „Barnið er mitt líka og þó það sé ófætt finnst mér það vera mín mannréttindi að fá að eignast barnið í mínu heimalandi.“ Friðjón og Fernanda brugðu því á það ráð að óska eftir stuðn- ingi í þeim erfiðu aðstæðum sem þau takast nú á við í þeirri von að þau geti eignast barnið sitt á Ís- landi án mikilla fjárhagsáhyggja. Hægt er að styrkja þau með því að leggja inn á neðangreindan reikning. n Rkn: 0544 26 067362 Kt: 191285-2129 „Mann- réttindi að fá að eignast barnið í mínu heimalandi. Friðjón og Fernanda á góðri stundu. Friðjón og Fernanda Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Travel John ferðaklósett leysa málið Fyrirferðalítil, létt, einföld og hreinleg í notkun. Engin kemísk efni, engin þrif, aðeins tvöfaldur poki með efni sem gerir vökva að geli og eyðir lykt. Pokanum er lokað eftir notkun, einfaldara verður það varla. Pokana má nota í venjuleg ferðaklósett til að losna við að þrífa þau. Travel John pokar fyrir þvag eða uppköst gelgera vökvann og eyða lykt. Verð 3 stk. í pakka kr. 1.280,- Klósettpokar 3 stk. í pakka kr. 1.370,- Klósettstóll kr. 6.820,- Tilboð ásamt 3 pökkum af pokum kr. 8.500,- fæst hjá Donnu, Móhellu 2, Hafnarfirði. Póstsendum. Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / Bara snilld ehf. - Egilsstöðum Mikið úrval af stillanlegum rúmum Til hamingju með árangurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.