Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 52
50 MENNING 6. júlí 2018
8
Á
stærsta samskiptamiðli
heims leynist óneitanlega
margt skemmtilegt. Face-
book-hópar, opnir sem
lokaðir, ganga fyrir sig eins og lítil
samfélög, uppfull af fjölbreyti-
legu fólki og allskonar skoðun-
um. Það er óhætt að fullyrða að
allir geti fundið sér eitthvað við
hæfi hvort sem viðkomandi hef-
ur eitthvað að selja, þarf létta á
sér, þrasa eða einfaldlega leita
að nýjum tækifærum til þess að
fiska eftir upplýsingum eða finna
fólk með sameiginleg áhugasvið.
Galdurinn er vissulega að vita
hvar á að leita.
DV fór því á stúfana og leitaði
uppi nokkra skemmtilega Face-
book-hópa sem enn hafa ekki
enn náð fótfestu hjá íslenska
meginstraumnum, en eiga svo
sannarlega erindi þangað. n
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
skemmtilegir
Facebook-hópar
Það er ekki hægt að vera í of mörgum Facebook-hópum
Hraðamælinga Tips
Það er frekar óvinsælt sport að vera
stöðvaður af lögreglunni. Í hópnum Hraða-
mælinga Tips er að finna samansafn af
miskunnsömum samverjum sem fylgjast
grannt með hvar lögreglan mælir hraða á
götum og lætur aðra vita. Þarna er einnig
bent á hægri umferð, vegaframkvæmdir
eða aðrar seinkanir. Hvernig upplýsingarn-
ar sem finnast í þessum hópi eru notaðar
eru alfarið á ábyrgð hvers og eins, en
eflaust hafa ófáir sloppið við hraðasektir
vegna hópsins. Svo getur hver og einn velt
fyrir sér hvort það sé gott eða slæmt.
Sannar
íslenskar
draugasögur
Það kannast trúlega einhverjir
við tilfinninguna að smella af
einni ljósmynd af vinum eða
ættingjum, en þá laumast
dularfullur skuggi inn á
myndina sem fær ímyndaraflið
til að fara á flug. Í þessum hóp
skiptist fólk á reimleikasögum
og upplifunum sem vekja aðra
til umhugsunar um hvort það
sé eitthvað yfirnáttúrulegt á
sveimi eða hvort þetta hafi
bara verið kám á linsunni.
Samtök um
bíllausan lífsstíl
Samtök um bíllausan lífsstíl er hópur
fólks sem hefur það sameiginlega
áhugamál að vinna að því að gera
bíllausan lífsstíl á höfuðborgarsvæðinu
að vænlegri kosti en nú er. Gísli Marteinn
Baldursson er andlegur leiðtogi hópsins.
Kannski er kominn tími á að segja skilið
við bílinn eða blása rykið af reiðhjólinu.
Heimur
batnandi
fer
„Hérna á ekki
heima nein svart-
sýni eða bábilja,
né það sem má
kalla óttastjórn-
un,“ segir í lýsingu stjórnenda hópsins
Heimur batnandi fer. Kjarnamarkmið
þessa hóps er að benda á það góða og
jákvæða sem er allt í kringum okkur,
enda er af nægu að taka. Birtar eru
upplífgandi fréttir og skilaboð sem
vinna gegn þeim hremmingum sem
aðrir miðlar eiga til að einblína á og
ekki síður falskar fréttir eða villandi
tölfræðiupplýsingar um þá hrörnandi
veröld sem við búum í. Sérð þú glasið
sem hálffullt? Þá er um að gera að líta
við með bros á vör og neikvæðnina í
aftursætinu.
Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar
Margir vilja meina að það sé ekkert til sem heitir „gagnslausar upplýsingar“, en tónskáldið
John Cage sagði eitt sinn að það væri hægt að gera leiðinlega hluti áhugaverða með
mikilli ástundun. Í þessum líflega hópi sitja landsmenn sem rýna í leiðinlegustu atriði
fótbolta til þess eins að „íþróttin geti orðið skemmtileg fyrir börnin okkar sem vilja helst
bara hanga heima og lesa ljóð“ eins og segir í lýsingu hópsins. Alþingismaðurinn Kolbeinn
Óttarson Proppé stofnaði hópinn sem vettvang fyrir misáhugaverða pósta Stefáns Páls-
sonar, vinar síns, um knattspyrnuliðið Luton Town. Í ljós kom að æði margir höfðu áhuga á
slíkum óáhugaverðum fróðleik og meðlimir hópsins eru nú orðnir yfir 5.000 talsins. Stefán
er enn virkur penni og Kolbeinn geispar á meðan. Góð dægrastytting fyrir fólk sem hefur
áhuga á því að sýna fótbolta áhuga en veit ómögulega hvar skal byrja.
Innkaupakerrur heimsins
Það nota allir innkaupakerrur þegar lagt er í stórinnkaupaleiðangur. Þegar
verslunaferðinni er lokið hefur kerran þjónað tilgangi sínum, að minnsta kosti hjá flest-
um. Því miður eiga óprúttnir viðskiptavinir það stundum til að taka kerrurnar trausta-
taki og bruna með þær í burtu og skilja þær síðan eftir langt frá „heimahögum“ sínum.
Hópurinn Innkaupakerrur heimsins hefur það markmið að finna þessar yfirgefnu kerrur.
Meðlimir taka ljósmyndir af kerrum sem verða á vegi þeirra og birta þær í hópnum með
þá von í brjósti að kerrurnar komist aftur til síns heima. Allir vinna.
Vinir lúpínunnar
Hér snúa ýmsir landsmenn bökum saman
um leið og þeir titla sig vini umdeildasta
blóms landsins, lúpínunnar. Meðlimir hafa
meðal annars mótmælt ómálefnalegum
tillögum starfshóps umhverfisráðherra
um að útrýma lúpínu í gróðursnauðasta
landi Evrópu. Gakktu í hópinn ef þig þyrstir
að stórefla landgræðslu og skógarækt
svo endurheimta megi töpuð landgæði á
Íslandi. Hópurinn hyggst stuðla að uppgangi
og útbreiðslu lúpínunnar eftir bestu getu. Ef
þessi skilaboð tala til þín, er gráupplagt að
smella á hnappinn „Join Group“.
Aðrir kostulegir hópar eða síður sem DV mælir með:
n Áhugafólk um eineltismál
n Áhugafólk um skegg
n Skammarleg ummæli Íslendinga
n Góð kaup á ÍSLANDI, myndir og verð!
n Sama myndin af Ingvari E. Sigurðssyni
á hverjum degi
n Frír matur
n Góð combo
n Léleg combo
n Skipulagsfíklar
n Hópur um hópa
n Hrós dagsins
Fullorðnir aðdáendur
teiknimynda
Oft kemur fyrir að aðdáendur teiknimynda
bíða spenntir eftir að bregða sér á nýja
teiknimynd frá Pixar eða frá öðrum heims-
hornum, en þá er hún aðeins sýnd með
íslensku tali. Tilgangur þessa hóps er að
skapa umræður um ýmsar ólíkar teikni-
myndir og sýna dreifingaraðilum kvikmynda
á Íslandi að til sé stór hópur fullorðinna
aðdáenda teiknimynda sem vill sjá þær
í kvikmyndahúsum, helst á kvöldin og á
frummálinu. Gísli Einarsson, eigandi Nexus,
leiðir hópinn sem hefur farið ört vaxandi.
geirsgötu 8 / s. 553 1500
Hamingja í
hverri skeið
Hádegistilboð breytilegt
eftir dögum