Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Qupperneq 56
54 6. júlí 2018FRÉTTIR - ERLENT Þ rettándi mars 1997 er dag- ur sem seint líður mörg- um íbúum borgarinnar Phoenix í Arizona í Banda- ríkjunum úr minni. Á milli klukk- an 19.30 og 22.30 sáu mörg þús- und manns, hugsanlega tugir þúsunda, undarlegan ljósagang nærri borginni. Ljósin sáust einnig í Nevada, annarsstaðar í Arizona og í Mexíkó. Ljósin voru sögð skær og hafi hreyfst á himninum. Mörg þúsund manns tilkynntu yfirvöld- um um ljósin dularfullu en ör- uggt má telja að ekki nærri allir sem þau sáu hafi tilkynnt um þau. Allt frá þessum degi hafa miklar vangaveltur verið uppi um hvað var á seyði. Í raun var ekki um einn atburð að ræða heldur marga at- burði um allt ríkið á rúmum 12 klukkustundum. Sjónarvottar lýstu fyrsta at- burðinum sem svo að þeir hefðu sé V-laga hlut, á stærð við farþega- flugvél, fljúga í gegnum ský. Einn sjónarvotturinn lýsti þessu sem bjúgverpilslaga hlut sem hefði svifið yfir Granite Mountain oghafi hluturinn verið rúmlega kílómetri á breidd. Hann fullyrti að útilokað væri að hluturinn væri héðan frá jörðinni. „Það eru ekki svona stórir hlutir hér. Hann var algjörlega hljóðlaus. Ég hef aldrei séð neitt sem líkist litunum sem komu úr útblástur- skerfi hlutarins. Þetta var jafnstórt og miðbær Prescott og skyggði al- gjörlega á stjörnurnar.“ Næsta atburði lýsti lögreglu- maður sem svo að hér hefði verið um mörg kyrrstæð, appelsínugul og rauð ljós sem svifu í loftinu. Ríkisstjóri Arizona, Fife Sym- ington, tók þessu létt í upphafi og taldi þetta varla svaravert og lét að- stoðarmann sinn fjalla um mál- ið á fréttamannafundi og gera lítið úr því. Hann kúventi þó skoðun sinni síðar og sagðist sjálfur hafa séð ljósin og væri þess fullviss að þau væru ekki af mannavöldum, hér hlyti að vera um geimverur að ræða. Lítið er til af myndefni af fyrsta atburðinum í Prescott og Dewey að því að vitað er. Meira er hins vegar til af myndum, bæði ljósmynd- um og myndbandsupptökum, af næsta atburði þegar appelsínu- gulu og rauðu ljósin sáust. Tölu- vert af þessu myndefni hefu verið sýnt í heimildarmyndum á sjón- varpsstöðvum eins og Discovery og History Channel. Á flestum þessar mynda sjást ljós birtast eitt af öðru og síðan slökkna eitt af öðru. Leikarinn góðkunni Kurt Russell er einn þeirra sem sáu ljósin. Í sam- tali við BBC fyrir nokkrum árum sagði hann að hann hefði verið að fljúga með son yfir Arizona þetta kvöld. Þegar hann hafi verið í að- flugi að flugvellinum hafi hann séð sex ljós yfir honum og hafi þau verið á hlut sem var V-laga. Hann sagðist hafa tilkynnt þetta til flug- umferðarstjórnar en flugumferðar- stjóri hafi sagt honum að hluturinn sæist ekki á ratsjá. Síðar kom sú skýring fram á appelsínugulu og rauðu ljósun- um að þar hefði verið um blys að ræða sem hefði verið kastað úr her- flugvél á æfingu við Barry Goldwa- ter Range. En engin skýring hefur komið fram um hvað V-laga hlutur- inn gæti hafa verið. Ljósagangurinn í Phoenix hef- ur heillað milljónir manna á þeim rúmlega 20 árum sem eru liðin síð- an þeirra varð vart. Ljósagangur- inn var meðal annars grunnurinn að kvikmyndinni Phoenix Forgott- en. Þá hafa margar bækur og heim- ildarmyndir verið gerðar um þetta. Ekki má gleyma samsæriskenn- ingasmiðum sem hafa getað velt sér upp úr þessum atburði og hafa sett fram ýmsar skýringar nú eða kenningar um að hér hafi verið um samsæri stjórnvalda að ræða. Aðrir eru þess fullvissir að hér hafi gest- ir utan úr geimnum verið á ferð. Það sem gerir þetta mál þó mun sérstakara en mörg önnur svipuð er fjöldi sjónarvotta en þeir voru í þúsundatali. Hvað varðar V-laga hlutinn hefur þeirri skýringu verið varpað fram að hér hafi verið um flugvélar að ræða. Hér hafi augu fólks blekkt það og margar flugvélar runnið saman í einn hlut á himnin- um. Hvað varðar appelsínugulu og rauðu ljósin hefur þeirri skýringu meðal annars verið varpað fram, eins og fyrr er getið, að hér hafi verið um blys frá herflugvélum að ræða. En margir sjónarvottanna eru ekki sáttir við þessar skýringar og eru þess fullvissir að þeir hafi séð eitthvað einstakt á himninum yfir Phoenix þetta kvöld en líklega fáum við seint rétta svarið við hvað það var sem allt þetta fólk sá. Algengt er að tilkynnt sé um fljúgandi furðuhluti yfir Phoenix en margar tilkynningar um dular- fullan ljósagang yfir borginni ber- ast árlega. n n Ráðgátan hefur heillað íbúa Phoenix í 20 ár n Hvað var á seyði?„Það eru ekki svona stórir hlutir hér. Hann var algjörlega hljóðlaus. Ég hef aldrei séð neitt sem líkist litunum sem komu úr útblásturskerfi hlut- arins. Þetta var jafnstórt og miðbær Prescott og skyggði algjörlega á stjörnurnar. Dularfullu ljósin yfir Phoenix Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Ljósmynd af ljósunum dularfullu. Phoenix-borg að nóttu til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.