Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Síða 16
16 28. september 2018FRÉTTIR
Samsæriskenningar flugu á opnum
fundi Krýsuvíkursamtakanna
Í
vikunni héldu velunnarar
Krýsuvíkursamtakanna opinn
fund í húsnæði Samfylkingar-
innar í Hafnarfirði. Staða sam-
takanna er tvísýn því á dögunum
var tilkynnt að styrkur ríkisins til
samtakanna yrði ekki endurnýj-
aður. Blaðamaður DV mætti á
fundinn og fylgdist með aðstand-
endum samtakanna henda á
milli sín samsæriskenningum um
annarlegar hvatir á bak við frétta-
flutning blaðsins. Ein þeirra var sú
að DV væri að liðsinna lögmanni
sem ásældist fasteign samtak-
anna.
Stórfé í glæsikerru
Að undanförnu hefur DV ítar-
lega fjallað um málefni Krýsu-
víkursamtakanna og þau ýmsu
mál sem hafa komið upp varð-
andi rekstur samnefnds með-
ferðarheimilis. Á síðasta ári var
Krýsuvíkursamtökunum úthlut-
að 106 milljónum á fjárlögum.
Rúmar níu milljónir fóru í glæsi-
kerru fyrir forstöðumann með-
ferðarheimilisins á sama tíma og
Sigurlína Davíðsdóttir, stjórnar-
formaður Krýsuvíkursamtakanna,
hafði kvartað undan hversu lítið
fé samtökin hefðu á milli hand-
anna. Það var ekki einu sinni hægt
að kaupa nagladekk fyrir bílinn
sem ferjar ráðgjafa og aðra starfs-
menn upp í Krýsuvík. Á sama tíma
voru keypt dekk fyrir þrjú hund-
ruð þúsund undir glæsikerruna.
Ótal heimildarmenn DV upplýstu
að Þorgeir Ólason, forstöðumað-
ur heimilisins, hafi átt í óeðlileg-
um samskiptum við kvenkyns
skjólstæðinga heimilisins, jafnvel
ástarsamböndum. Sigurlína Dav-
íðsdóttir hefur staðfest það og Þor-
geir var sendur í tveggja mánaða
leyfi og sneri svo aftur til starfa.
DV sagði einnig frá þremur öðr-
um starfsmönnum sem hafa átt
kynferðislegt samneyti við skjól-
stæðinga. Einn þeirra hefur nú
þegar verið kærður til lögreglu.
Á fundinum gátu áhugasamir
spurt stjórnarmeðlimi út í framtíð
samtakanna og stöðuna sem kom-
in er upp eftir að Sjúkratryggingar
Íslands sögðu upp 120 milljóna
króna samningi við samtökin. Um
15 manns mættu á fundinn, meðal
annars fyrrverandi skjólstæðingar
Krýsuvíkur. Fljótlega eftir að fund-
urinn hófst spurði einn fundar-
gestanna hvort Lovísa og Þorgeir
myndu starfa áfram fyrir samtök-
in ef þeim yrði bjargað. Svaraði
þá einn stjórnarmanna á þá leið
að allt væri óvíst í þeim málum
og engin ákvörðun hafi verið tek-
in varðandi það. Bætti þá sami
fundargesturinn við að þau sætu
á þessum fundi vegna þeirra frétta
sem DV hefði skrifað um mál-
efni Krýsuvíkur og þau alvarlegu
mál sem sviðsljósinu hefði ver-
ið beint að. „Við sitjum hérna inni
út af ákveðnu máli,“ sagði fundar-
gesturinn. Greip þá einn stjórnar-
manna inn í og sagði að fréttaum-
fjöllunin hefði ekkert að gera með
þá stöðu sem samtökin væru í:
„Við sitjum hérna aðallega út af því
að afstaða stjórnvalda hefur breyst
og það á ekkert skylt við þetta
mál.“ Fundargesturinn var þá fljót-
ur að svara og sagði: „Þessi fundir
hérna væri ekki ef þetta mál hefði
ekki komið upp um Krýsuvík.“ Þá
sagði stjórnarmaðurinn: „Þessi
fundur myndi vera vegna þess að
við stöndum í baráttu við stjórn-
völd, það er stóra málið.“ Fundar-
gesturinn sagði þá að bragði:
„Út af hlutum sem gerðust inn-
an Krýsuvíkur.“ Svar áðurnefnds
stjórnarmanns var: „Nei, nei, nei.“
Að aðstoða lögfræðing út í bæ
Mikið var rætt á fundinum um
fréttaumfjöllun DV um Krýsuvík.
Á einum tímapunkti hófst um-
ræða sem snerist um hver væri hin
raunverulega ástæða fyrir skrif-
um DV, það hlyti að vera eitthvert
markmið. Upplýsti þá einn stjórn-
armanna að samtökunum hefði
borist kauptilboð frá lögfræðingi
úti í bæ í fasteign samtakanna.
„Er þetta einstaklingur sem
langar að jarða þessa stofnun?
Mig langar að vita hvort það er
eitthvað sem hangir þarna á spýt-
unni,“ spurði einn fundargestur-
inn. Svar eins stjórnarmanna var:
„Ég er að viss um það. Það er ekk-
ert launungarmál að það er lög-
fræðingur úti í bæ sem hefur lang-
að að eignast húsið.“
Annar stjórnarmaður hélt þá
umræðunni um DV áfram: „Þeir
hakka á sömu vitleysunni í grein
eftir grein, sem er haugalygi og vit-
leysa. Ég skil ekki hver hvatinn er
bak við þessi skrif og ég lít á þetta
einfaldlega sem mannvonsku.
Þeir eru að skrifa um einhvern bíl
sem átti að vera gefinn einhverj-
um og þannig vitleysu, þá hugsar
maður hvort það sé eitthvað ann-
að bak við þetta.“
Falleinkunn frá Landlækni
Landlæknir gerði úttekt á starf-
semi og meðferð heimilisins árið
2016 og gerði nokkrar alvarlegar
athugasemdir. Hálfu ári síðar fylgdi
Landlæknir úttektinni eftir en þá
kom í ljós að stjórnendur höfðu
virt athugasemdir hans að vettugi.
Það virðist þó ekki hafa haft nein-
ar afleiðingar gagnvart Landlækni
eða velferðarráðuneytinu sem
veitir heimilinu fjárframlög. Þvert
á móti, því fjárframlögin hafa auk-
ist frá því úttektin var gerð. Helsta
gagnrýni Landlæknis var að engir
starfsmenn væru á heimilinu eftir
klukkan fjögur á daginn og enginn
um helgar. Afstaða stjórnenda
heimilisins var og er enn sú að því
fyrirkomulagi verði ekki breytt.
Einnig benti Landlæknir á að það
vantaði gæðahandbók og skrán-
ingarkerfi ásamt því að það vant-
aði fleiri heilbrigðisstarfsmenn. Á
fundinum kom fram að búið væri
að koma upp bæði skráningarkerfi
og gæðahandbók, en ekki hafi ver-
ið hægt að fara að kröfum Land-
læknis vegna annarra mála og
sökum fjárskorts. Þann 31. janúar
sendi Landlæknir bréf þess efnis
að embættið gæti ekki sætt sig við
að á Krýsuvík yrði rekin heilbrigð-
isstofnun, þar sem samtökin upp-
fylltu ekki kröfur embættisins.
Stóraukin fjárframlög ríkisins
síðustu ár
Meðferðarheimilið hefur um
árabil notið framlaga frá ríkinu
samkvæmt fjárlögum. Lengst af
nam framlagið um 70 milljónum
króna. Árið 2015 óskaði Sigurlína
opinberlega eftir því að framlag-
ið yrði hækkað upp í 105 millj-
ónir, því „staðan á okkur er sú að
við rétt skrimtum.“ Árið 2016 var
framlagið hækkað í 106 milljónir
og árið 2018 verður það 114 millj-
ónir króna.
Samtökin keyptu í maí í fyrra
stóran pallbíl sem með öllu kost-
aði vel á tíundu milljón króna.
Kostnaðurinn nemur því tæplega
10 prósentum af því fjárframlagi
sem samtökin njóta frá ríkinu á ári.
Bíllinn var keyptur fyrir forstöðu-
manninn. Árið 2012 keypti Lovísa
Christiansen bifreið fyrir 4,7 millj-
ónir sem starfsmannabifreið fyrir
sig, þó svo skrifstofa hennar væri
eingöngu 300 metrum frá heimili
hennar í Hafnarfirði.
„Ég heyrði ekki þessi ummæli“
Eftir fundinn hafði DV samband
við Lovísu Christansen vegna
þeirra ummæla sem féllu á fund-
inum um DV og fréttaflutning
blaðsins. „Við höfum engar sann-
anir fyrir því. Við vitum af fólki
sem vill kaupa húsnæðið en það
er engan veginn tengt DV það
fólk,“ sagði Lovísa þegar hún var
spurð út í samsæriskenninguna
um lögfræðinginn. Blaðamaður
minnti þá Lovísu á að einn stjórn-
armanna hafi sagt þetta á fundin-
um. „Þessi ummæli … hver lét þau
falla? Við vitum hver hefur áhuga
á að kaupa húsnæðið en það er
ekkert DV. Ég heyrði ekki þessi
ummæli, ég heyrði ekki þetta,
ég man ekki eftir því. Ég veit ekki
hvað þú ert að tala um.“ Hún sagði
einnig aðspurð hvort svona um-
mæli væru eðlileg: „Það er náttúr-
lega kannski eðlilegt að fólk velti
fyrir sér af hverju þið eru búnir að
hafa svona rosalega mikið fyrir því
koma höggi á okkur, það eru nátt-
úrlega allir sem velta því fyrir sér.“
Blaðamaður spurði hana þá hvort
það hefðu verið einhverjar rang-
færslur í umfjöllun DV um mál-
efni Krýsuvíkur og svaraði hún:
„Við höfum ekkert rætt það og ætl-
um ekkert að ræða það.“ Lovísa
var einnig spurð hvort það hefði
verið eðlilegt að fjárfesta í bifreið
fyrir um 8,5 milljónir þegar sam-
tökin sjálf áttu í fjárhagsörðugleik-
um, og þótti henni ekkert óeðlilegt
við það. Þegar blaðamaður spurði
frekar út í bifreiðakaup samtak-
anna skellti Lovísa á hann. n
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is
Lovísa Christiansen