Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 22
22 FÓLK - VIÐTAL 28. september 2018 Í október verður kvikmyndin Undir halastjörnu frumsýnd. Hún er byggð á líkfundar- málinu svokallaða frá árinu 2004 sem öll þjóðin fylgdist með. Myndin er fyrsta leikna kvikmynd Ara Alexanders Ergis Magnússon- ar í fullri lengd en hann hefur lengi starfað við kvikmyndagerð, mynd- list og fleira. DV ræddi við Ara um myndina, föðurmissinn og Síberíu en þaðan fluttist móðir hans til Ís- lands á sjöunda áratugnum. Afi dó á vígvellinum Það styttist í frumsýningardag og leikstjórinn hefur í mörgu að snú- ast. Hann þarf að vinda sér til Nor- egs í lokafrágang á hljóðvinnslu því allt þarf að vera fullkomið þegar stóri dagurinn rennur upp. Við erum stödd á heimili hans í miðbæ Reykjavíkur í snoturri íbúð með mörgum listmunum. Listin hefur fylgt Ara alla tíð og bæði for- eldrar hans og systkini haft sitt viðurværi af sköpun. Æska Ara og uppruni hefur mótað hann alla tíð. Hann er alinn upp í leikarafjölskyldu, þriðja barn Magnúsar Jónssonar og Kjuregej Alexöndru Argunova sem kemur frá Rússlandi. „Mamma kemur frá Jakútíu í norðausturhluta Síberíu,“ segir Ari. „Hún missti föður sinn ung. Afi var einn af þeim sem var send- ur á vígvöllinn í stríðinu þegar Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin og kom aldrei til baka. Hann var aðeins 27 ára gamall þegar hann féll í Úkraínu. Stríðið var mikil blóðtaka fyrir landið og 27 millj- ónir sem týndu lífi. Ungir strák- ar úr veiðimannasamfélögum á borð við Jakútíu voru óspart sett- ir í fremstu víglínu og notaðir sem byssufóður.“ Snemma kom í ljós að Kjure- gej hafði hæfileika á listasviðinu og vann hún hæfileikakeppni í sinni heimaborg. Í Sovétríkjun- um var ætlast til þess að hæfileika- fólk gengi menntaveginn og sneri til baka til að auðga sína heima- byggð. Hún fór því með Síber- íuhraðlestinni vestur til höfuð- borgarinnar Moskvu, margra daga ferðalag, til þess að innritast í há- skólanám. „Ég hef oft farið á heimaslóðir mömmu og tekið upp nokkr- ar myndir þar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessari bak- sögu hennar. Í háskólanum í Moskvu kynntist hún Magnúsi, föður mínum, sem var þá í kvik- mynda- og leikstjórnar námi. Hún var í leiklistarnámi en þau bjuggu á sömu hæð á mörg hund- ruð manna háskólagörðum. Þar var fjöldi skemmtilegs hæfileika- fólks og einn daginn fékk hann hana til að strauja skyrtu fyrir sig fyrir skólaball og þau felldu hugi saman.“ Magnús og Kjuregej giftust, bjuggu saman í nokkur ár í Moskvu og eignuðust þar sitt fyrsta barn. Árið 1966 fluttu þau til Íslands en það gekk þó ekki vandræðalaust. „Þau kláruðu sitt nám í Moskvu en pabbi missti trúna á sovéska kerfinu. Það reyndist hins vegar nokkuð erfitt fyrir mömmu að fá fararleyfi því það var ætlast til þess að hún nýtti sitt nám heima. En það gekk eftir og ég er fæddur á Ís- landi.“ Öðruvísi fjölskylda Ari fæddist árið 1968 og ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík. „Kristján Davíðsson mynd- listarmaður bjó í götunni fyrir neðan mig og sem barn lá maður á glugganum á vinnustofu hans, hann var rammgöldróttur líkt og Thor Vilhjálmsson rithöfundur sem bjó tveimur götum fyrir ofan mig. Maður skynjaði sköpunar- kraftinn og ég bar mikla virðingu fyrir þeim. Síðar á námsárum mín- um í París varð Thor einn af mín- um nánustu vinum enda var hann þar með annan fótinn. Sannarlega sakna ég samvista okkar og er með stóra mynd af honum í eldhúsinu hjá mér, þannig að Thor er aldrei langt undan.“ Eins og gefur að skilja umgeng- ust foreldrar Ara marga listamenn og annað skapandi fólk og ávallt var eitthvað á seyði. Faðir hans var mikill vinur Ragnars Arnalds, Úlfs Hjörvar, Brynju Benediktsdóttur, Jökuls Jakobssonar, Þórhildar Þór- leifsdóttur, Styrmis Gunnarsson- ar, Vigdísar Finnbogadóttur, Atla Heimis, Guðrúnar Ásmundsdóttur og Ara Jósefssonar ljóðskálds, sem Ari er nefndur eftir. List var haldið Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Ari Alexander gekk með líkfundarmálið í maganum í fjórtán ár n Móðir frá Síberíu n Leikstýrir kvikmynd um líkfundarmálið n Föðurmissirinn olli gremju n Átti ósýnilegan vin Samúð með persónunum. „Þegar þú er barn eða unglingur þá ætlar þú ekkert að verða dópisti, glæpamaður eða handrukkari.“ MYNDIR: HANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.